Feitabollufemínisma í skólana – um heilsufarskafla Kynungabókar

feitÞessi færsla tilheyrir pistlaröð sem  fjallar um Kennivald kvenhyggjunnar. Til þess að draga fram þau sjónarhorn á jafnréttismál sem feministar eru að reyna að innleiða í skólakerfið, er tilvalið að skoða Kynungabók, kennslubók fyrir unglinga skrifaða á forsendum feminisma og mótunarhyggju. Halda áfram að lesa

Dýrin í Hálsaskógi og holdafar Gísla Ásgeirssonar

Gísli og feitabollumælirinn

Í líkamsvirðingarumræðunni í tengslum við megrunarlausa daginn minntust margir á gagnsleysi bmi-stuðla. Meðal þeirra var Gísli Ásgeirsson sem sagðist vera hin mesta feitabolla samkvæmt bmi-stuðli og trúði nú bara líðan sinni og útliti betur.

Jamm. Ef þessi mynd, sem ég stal blygðunarlaust af netinu, sýnir feitabollu, hlýtur hún að vera  þokkalega fótósjoppuð. Ég hef fyrir satt að svo sé ekki svo rökrétta ályktunin er sú að það sé eitthvað að stuðlinum en ekki holdafari Gísla.

En er þetta alveg svo einfalt? Er hægt að afskrifa mælitæki eins og bmi-stuðul, bara af því að kenningin gengur ekki upp í einhverju ákveðnu tilfelli? Halda áfram að lesa

Feitabollufræðin á leiðinni?

feit

Af hverju þarf allt gott að snúast upp í einhverja vitleysu? Af hverju þarf fólk endilega að taka gott konsept og sníða gervivísindagrein í kringum það?

Heilsubyltingin var þörf. Gott mál að losa sig við aukakíló, borða fleiri vínber en karamellur  og hreyfa sig reglulega. En svo var það allt í einu orðið að einhverjum fokkans trúarbrögðum. Halda áfram að lesa