Er kynjakerfið til?

humor

Fyrri pistlar í þessari röð, sá nýjasti efst:

Skyggnulýsing 3a
Skyggnulýsing 2
Skyggnulýsing 1
Fánaberar fávísinnar
Vill einhver leka í mig leyniskjölum úr kynjafræðinni?

Tilefni þessarar pistlaraðar eru skyggnur með fyrirlestri sem tilheyrir grunnnámskeiði í kynjafræði. Þar er ég réttilega kynnt sem „kyndilberi andfeminisma“ en andfeminismi er, ólíkt kvenhyggjunni, jafnréttisstefna. Halda áfram að lesa

Skyggnulýsing 3a

teikngin thorgerdurUndanfarið hef ég skyggnst inn í kynjaveröld Háskóla Íslands þar sem kvenhyggjusöfnuður starfrækir biblíuskóla á kostnað ríkisins. Tildrög þessara skrifa er nýnemakennsla þar sem gagnrýni mín á trúarbrögðin er til umfjöllunar.

Ég hef ekki aðgang að fyrirlestrinum, aðeins glærum sem notaðar voru til skýringar. Ég hef þegar fjallað um kynningarglæruna og fyrstu glæruna. Þær er báðar nokkuð góðar en nú fara gæðin að koma í ljós. Halda áfram að lesa

Skyggnulýsing 2

heiliÉg taldi víst að fáir hefðu áhuga á úttekt minni á kennsluefni kynjafræðinnar um svokallaðan „and-feminisma“ en það er öðru nær. Þessi pistill er búinn að fá þúsundir flettinga. Mér hefði þótt skemmtilegt að krefjast lykilorðs fyrir allar skyggnulýsingarnar en þar sem áhuginn er meiri en ég átti von á, ákvað ég að birta þá næstu hér. Halda áfram að lesa

Skyggnulýsing 1

femi fac

Nýverið frétti ég að skrif mín væru til umfjöllunar við kynjafræðina í HÍ. Ég varð að vonum afskaplega ánægð með að heyra að kennslan byði upp á fleiri sjónarhorn á dólgafeminisma en eitt allsherjar Halleljújah en þar sem ég hef ekki séð annað en fúsk frá svokölluðum kynjafræðingum, langaði mig að fá að skoða glærur sem notaðar eru við kennsluna. Gyða Margrét Pétursdóttir hafnaði þeirri beiðni með þeim rökum að glærurnar væru nemendaverkefni. Halda áfram að lesa

Fánaberar fávísinnar

glara1

Ég þakka lesendum skjót viðbrögð við beiðni minni um afrit af glærum sem ég nefndi í pistli gærdagsins. Ég fékk póst frá fólki sem ætlaði að útvega umrædd gögn en greip í tómt þar sem búið var að fjarlægja allt efni námskeiðsins af vefnum og einnig frá lesanda sem gat engu að síður gefið mér miklar og gagnlegar upplýsingar. Halda áfram að lesa

Vill einhver leka í mig leyniskjölum úr kynjafræðinni?

aðgangur

Ég stend í þeim undarlegu sporum að vera synjað um aðgang að námsefni þar sem vitnað er í skrif mín. Þessi staða varð mér tilefni hugrenninga um hlutverk háskóla og eignarhald á þekkingu. Þótt þessi pistill fjalli fremur um háskóla en kynjapóltík finnst mér rétt að birta hann á þessu svæði þar sem hann er sprottinn af  kynjafræðikennslunni í HÍ.

Halda áfram að lesa

Látum það gossa í laugina

guess_who_is_on_her_periodKúgun íslenskra kvenna virðist ekki eiga sér nein takmörk. Ný rannsókn leiðir í ljós að konur hafa ekki einu sinni sama aðgengi að sundlaugum og karlar. Samkvæmt könnuninni eru aðeins 46% sundlaugagesta í sundlaugum Reykjavíkurborgar konur en karlar eru 54%. Við erum að tala um 8% mun. Hugsið ykkur heil 8%. Þessi kynjahalli vekur þungar áhyggjur og nauðsynlegt er að grípa til aðgerða til að auka aðsókn kvenna að sundstöðum hið snarasta. Halda áfram að lesa

Hvað hafið þið á móti eigindlegum rannsóknum?

gervivísindi

Í félagsvísindum eru til tveir flokkar rannsókna, megindlegar og eigindlegar. Í umræðu um aðferðafræði kynjafræðinga ber á því viðhorfi að svokallaðar eigindlegar rannsóknaraðferðir komi í staðinn fyrir eða séu jafnvel betri en megindlegar rannsóknir og því sé fráleitt að tala um að kynjafræðirannsóknir standist ekki vísindalegar kröfur. Halda áfram að lesa