Þegar ég horfi á samstarfskonur mínar í kaffipásunni, sé ég hvernig þær munu líta út um nírætt. Það er öllu erfiðara um það að spá hvernig fólk muni eldast andlega því heilabilun veldur stundum gagngerum persónuleikabreytingum. Halda áfram að lesa
Nixen
Framundan er 40 mínútna ganga í sólinni og engin sjoppa á leiðinni svo það er ekki inni í myndinni að yfirgefa þorpið án þess að koma við hjá kaupmanninum og pikka upp einn grænan. Leiðin er falleg en þessa stundina er ekki hægt að segja það sama um mig. Það kemur svosem ekki að verulegri sök því vegurinn er fáfarinn og ég þekki hvort sem er engan hér en djöfull skal ég vera snögg að fara í hlírakjól þegar ég kem heim. Það hæfir ekki svona sólbökuðum öxlum að vera faldar undir vinnusloppnum af elliheimilinu. Halda áfram að lesa
Landinn ætti að vera orðinn ónæmur eftir 7 ár
-Komstu hingað út af kreppunni? spyr samstarfskonan.
-Ekki út af kreppunni sem slíkri, ég er ekkert hrædd um að verði hungursneyð eða neitt svoleiðis, en ég vil ekki taka þátt í efnahags- og stjórnkerfi sem byggir beinlínis á spillingu. Ég vil ekki vera undir stjórnvöldum sem segja eitt en gera annað og ég vil ekki eiga viðskipti við íslensk stórfyrirtæki og banka, segi ég. Halda áfram að lesa
Testesterón
Fyrsti dagur á nýjum vinnustað. Ég ætla ekki að verða ellidauð í heimaþjónustu en starfið útheimtir lágmarks samskipti við yfirmenn og samstarfsfólk og ég byrja ekki í sjálfstæðum rekstri í ókunnugu umhverfi þegar aleigan er 600 kr danskar og skuldahali í íslenskum. Halda áfram að lesa
Í ilmanskógum betri landa – Ný þáttaröð
Og þá er ég hér í Hullusveit. Búslóðina sæki ég þegar ég er komin með húsnæði en ég fer strax á þriðjudag og skrái lögheimilið mitt hér. Lögreglustöðin í Graasten er víst bara opin tvisvar í viku. Halda áfram að lesa
Þreytt
Fáránlega geðveikur dagur. Var að skríða upp í rúm með tölvuna og það suðar í höfðinu á mér af andlegri þreytu. Halda áfram að lesa
Fokk og gyllinæð
Sumardagurinn fyrsti. Fokk og gylliniæð, mér líður hroðalega. Bara aðeins of mikill sársauki sem ég er búin að tengja við daginn. Ég ætla að fresta honum. Halda hann hátíðlegan í Hullusveit þann 30 apríl. Djöfull ætla ég að drekka mikið hvítvín í sumar. Halda áfram að lesa
Bréf til nágranna minna
Mávahlíð 39, Reykjavík 17.04.2009
Til húsfélags og íbúðareigenda að Mávahlíð 39
Í gærmorgun þegar ég vaknaði stóð stórt, gamalt grenitré í garðinum mínum. Ekki svo að skilja að það hafi komið mér á óvart, það hefur verið þar lengi og hefur (eða hafði öllu heldur) töluvert tilfinningalegt gildi fyrir mig og ég kallaði það Elías. Ég opnaði gluggann og ræddi heimspeki dagsins við Elías en settist svo við vinnu mína. Um klukkutíma síðar kem ég fram og sé þá mann uppi í trénu, langt kominn með að saga af því greinarnar. Halda áfram að lesa
Fokk
Getur einhver útvegað mér geisladisk með Árna Johnsen?
Já og getur einhver útskýrt fyrir mér hversvegna það ætti að gleðja mig að annað fólk skammist sín þegar það er búið að valta yfir mig?
Ég kæri mig ekki um að neinn skammist sín. En það skal enginn komast upp með að valta yfir mig án þess að hugsa sig um tvisvar næst.
Æfingaaðstaða fyrir túbuleikara
Ef þið þekkið byrjanda í tónlistarnámi, t.d. túbu eða fiðlu, þá býð ég upp á ókeypis æfingaaðstöðu í Hlíðunum hvenær sem er á blinu 7-23.30 frá 28. maí. Einnig geta minni hljómsveitir fengið að nota aðstöðuna.
Partý partý!
Haltu húsfund um eitthvað sem skiptir máli á meðan hann er í útlöndum og pottþétt að fundarboðið mun fara fram hjá honum. Taktu ákvörðun í óþökk hans. Halda áfram að lesa
Viltu valta yfir nágranna þinn?
Viltu valta yfir nágranna þinn? Hér er pottþétt uppskrift.
Haltu húsfund um eitthvað sem skiptir máli á meðan hann er í útlöndum og pottþétt að fundarboðið mun fara fram hjá honum. Taktu ákvörðun í óþökk hans. Þegar hann kemur heim, ekki þá láta hann vita af því að fundur hafi verið haldinn. Hvað þá hvaða ákvörðun hafi verið tekin. Ráddu verktaka án þess að láta hann vita. Þegar hann áttar sig er orðið of seint að gera eitthvað í málinu.
Úti í garði hjá mér er maður að fella tréð mitt. Stóra, gamla tréð mitt sem ég hafði aldrei samþykkt að yrði fellt. Mér skilst að ég hafi engan lagalegan rétt.
Lög þjóna ekki réttlætinu.
Mótmæli vegna brottvísana hælisleitenda
A piece of my heart
Hildigunnur klukkaði mig á facebook.
Ég tek oft þátt í svona netleikjum en þar sem eitt af því sem gerir mig að mér er tregða til að fara eftir uppskriftum, leyfi ég mér oft að breyta einhverju. Þessi leikur býður upp á óttalegt bull og ég hef ekki nægan aulahúmor fyrir það svo ég ákvað bara að gera þetta eftir mínu höfði. Halda áfram að lesa
Áttu arin?
Ég fer út á mánudaginn. Ef einhver sem les þetta á arinn, þá er ég með helling af góðu, þurru timbri sem ég þarf að losna við.Ég þarf á því að halda að koma mér burtu en núna þegar kemur í ljós að þeir eru byrjaðir að selja vatnsréttindin, þá finnst mér ég svona varla hafa rétt til þess. Halda áfram að lesa
Pikköpp
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/58571683113
Fjölskyldusamkoma hjá Borghildi
Út vil ek
Búin að bóka flug og undarlegt nokk, mér líður bara strax miklu betur. Óvissa getur verið skemmtileg að vissu marki en til lengdar skiptir máli að hafa þótt ekki sé nema eitt atriði varðandi framtíðina á hreinu. Ég er allavega að fara út um mánaðamótin, a.m.k. í smátíma og kannski lengur. Halda áfram að lesa
Appelsínuhúð
Einhverju sinni kom upp umræða um appelsínuhúð í mínum vinahóp. Aðal spjátrungurinn, maður sem skipti áreiðanlega oftar um bólfélaga en nærbuxur, yppti öxlum og sagðist aldrei hafa verið með konu með appelsínuhúð. Ég gat engan veginn lagt trúnað á að jafn víðriðinn maður hefði aldrei þreifað á ófögnuði af þessu tagi en þegar ég gekk á hann kom í ljós að þegar hann talaði um appelsínuhúð, þá átti hann við mörköggla á stærð við vínber. Halda áfram að lesa
6 orða meme handa byltingunni
Meme handa byltingunni:
Reis upp, barði búsáhöld, lagðist niður