Nixen

Framundan er 40 mínútna ganga í sólinni og engin sjoppa á leiðinni svo það er ekki inni í myndinni að yfirgefa þorpið án þess að koma við hjá kaupmanninum og pikka upp einn grænan. Leiðin er falleg en þessa stundina er ekki hægt að segja það sama um mig. Það kemur svosem ekki að verulegri sök því vegurinn er fáfarinn og ég þekki hvort sem er engan hér en djöfull skal ég vera snögg að fara í hlírakjól þegar ég kem heim. Það hæfir ekki svona sólbökuðum öxlum að vera faldar undir vinnusloppnum af elliheimilinu. Halda áfram að lesa

Landinn ætti að vera orðinn ónæmur eftir 7 ár

-Komstu hingað út af kreppunni? spyr samstarfskonan.
-Ekki út af kreppunni sem slíkri, ég er ekkert hrædd um að verði hungursneyð eða neitt svoleiðis, en ég vil ekki taka þátt í efnahags- og stjórnkerfi sem byggir beinlínis á spillingu. Ég vil ekki vera undir stjórnvöldum sem segja eitt en gera annað og ég vil ekki eiga viðskipti við íslensk stórfyrirtæki og banka, segi ég. Halda áfram að lesa

Bréf til nágranna minna

Mávahlíð 39, Reykjavík 17.04.2009

Til húsfélags og íbúðareigenda að Mávahlíð 39

Í gærmorgun þegar ég vaknaði stóð stórt, gamalt grenitré í garðinum mínum. Ekki svo að skilja að það hafi komið mér á óvart, það hefur verið þar lengi og hefur (eða hafði öllu heldur) töluvert tilfinningalegt gildi fyrir mig og ég kallaði það Elías. Ég opnaði gluggann og ræddi heimspeki dagsins við Elías en settist svo við vinnu mína. Um klukkutíma síðar kem ég fram og sé þá mann uppi í trénu, langt kominn með að saga af því greinarnar. Halda áfram að lesa

Fokk

Getur einhver útvegað mér geisladisk með Árna Johnsen?

Já og getur einhver útskýrt fyrir mér hversvegna það ætti að gleðja mig að annað fólk skammist sín þegar það er búið að valta yfir mig?

Ég kæri mig ekki um að neinn skammist sín. En það skal enginn komast upp með að valta yfir mig án þess að hugsa sig um tvisvar næst.

 

Viltu valta yfir nágranna þinn?

Viltu valta yfir nágranna þinn? Hér er pottþétt uppskrift.

Haltu húsfund um eitthvað sem skiptir máli á meðan hann er í útlöndum og pottþétt að fundarboðið mun fara fram hjá honum. Taktu ákvörðun í óþökk hans. Þegar hann kemur heim, ekki þá láta hann vita af því að fundur hafi verið haldinn. Hvað þá hvaða ákvörðun hafi verið tekin. Ráddu verktaka án þess að láta hann vita. Þegar hann áttar sig er orðið of seint að gera eitthvað í málinu.

Úti í garði hjá mér er maður að fella tréð mitt. Stóra, gamla tréð mitt sem ég hafði aldrei samþykkt að yrði fellt. Mér skilst að ég hafi engan lagalegan rétt.

Lög þjóna ekki réttlætinu.

A piece of my heart

Hildigunnur klukkaði mig á facebook.

Ég tek oft þátt í svona netleikjum en þar sem eitt af því sem gerir mig að mér er tregða til að fara eftir uppskriftum, leyfi ég mér oft að breyta einhverju. Þessi leikur býður upp á óttalegt bull og ég hef ekki nægan aulahúmor fyrir það svo ég ákvað bara að gera þetta eftir mínu höfði. Halda áfram að lesa

Appelsínuhúð

Einhverju sinni kom upp umræða um appelsínuhúð í mínum vinahóp. Aðal spjátrungurinn, maður sem skipti áreiðanlega oftar um bólfélaga en nærbuxur, yppti öxlum og sagðist aldrei hafa verið með konu með appelsínuhúð. Ég gat engan veginn lagt trúnað á að jafn víðriðinn maður hefði aldrei þreifað á ófögnuði af þessu tagi en þegar ég gekk á hann kom í ljós að þegar hann talaði um appelsínuhúð, þá átti hann við mörköggla á stærð við vínber. Halda áfram að lesa