Fokk og gyllinæð

Sumardagurinn fyrsti. Fokk og gylliniæð, mér líður hroðalega. Bara aðeins of mikill sársauki sem ég er búin að tengja við daginn. Ég ætla að fresta honum. Halda hann hátíðlegan í Hullusveit þann 30 apríl. Djöfull ætla ég að drekka mikið hvítvín í sumar.

Mér hefur alltaf þótt vænt um sumardaginn fyrsta og ég elska Ísland, þótt ég geti svosem ekki fært nein almennileg rök fyrir því en nú bara tel ég dagana þar til ég kemst burtu frá hvorutveggja. Fæ ekki svar um vinnu fyrr en í næstu viku en ég get alveg eins hangið á facebook í Danmörku eins og hér.

Gylliniæð er annars nýja, uppáhaldsblótsyrðið mitt. Því sló niður í kollinn á mér þegar ég frétti af því að Sjálfstæðismenn ætluðu að slá skjaldborg um álversframkvæmdirnar í Helguvík. Ef flokkakerfið er rassgat stjórnkerfisins, þá er Sjálfstæðisflokkurinn gylliniæð í þeim endaþarmi og þörf á skurðaðgerð ef lýðræðið á að geta skitið án þess að líði yfir það af sársauka. Veit annars einhver hvernig æðahnútur í endaþarmi tengist gyllini?

Ég er annars með laust herbergi í Hlíðunum. Fyrrum húsnæði Nornabúðarinnar er líka til leigu eða hugsanlega sölu. Ég get komið áhugasömum í samband við eigandann.

Til hamingju með litla drenginn Walter minn.
Til hamingju með heilabilunina Hulla mín, þú munt þurfa á því að halda að vera nett biluð þar sem ég verð bæði full og prjónandi heima hjá þér næstu vikurnar.
Já og ég óska auðvitað öllu góðu fólki gleðilegs sumars þótt þessi dagur sé ekki lengur í uppáhaldi hjá mér.
Sjálfstæðismönnum í Helguvík óska ég gylliniæðar með grilluðu pylsunum.
Lýðræðið er pulsa.

 

One thought on “Fokk og gyllinæð

  1. ———————————-

    Ég finn með þér, ekki gaman að þjást og skurðaðgerð getur virkað eins og skammgóður vermir sem er vondur fyrst, smá bati og svo dettur allt í sama horfið. Eitt sinn sagði mér læknir að vín og kjötneysla væri ógóð þegar maður þjáist af þessari óáran, ég kýst þó að taka meira mark ái ensku Wikipediugreininni um málið.

    Posted by: Carlos | 23.04.2009 | 13:01:27

    ———————————-

    gleðilegt sumar góða norn!

    (Sjálfstæðisfl. og Framsóknarfl. eru í mínum augum meira í ætt við syfillis á háu stigi)

    Posted by: baun | 23.04.2009 | 13:03:24

    ———————————-

    Carlos, það er því miður ekkert í þessari wikipedíugrein um það hvernig losna skuli við gylliniæð flokkakerfisins (þ.e. Sjálfstæðisflokkinn). Allar hugmyndir vel þegnar því þar dugar allavega ekkert græðismyrsl.

    Baun, ómeðhöndlaður syffi getur leitt til geðveiki og miðað við þá veruleikafirringu sem viðgengst innan þessara flokka er ég ekki frá því að greining þín geti verið rétt.

    Posted by: Eva | 23.04.2009 | 13:51:29

    ———————————-

    Getur verið að sá sem bjó til orðið gyllinæð, hafi verið forspár? Hefur hann séð það fyrir að flokkurinn með gylliboðin ætti eftir að verða að slíkum endaþarmsófögnuði?

    Posted by: Eva | 23.04.2009 | 14:04:52

    ———————————-

    Stafar sársaukinn við þennan dag af líkamlegri gilliniæð eða bara sjálfstæðisflokknum?

    Endaþarmsófögnuður er snilldar orð.

    Posted by: Himmi | 23.04.2009 | 14:37:58

    ———————————-

    Neinei, sársaukinn er bara gamalt eymdarrunk út af hlutum sem gerðust í lífi mínu í tengslum við þennan dag.

    Pulsupartý Sjálfstæðisflokksins særa mig ekki, þau vekja mér bara velgju.

    Posted by: Eva | 23.04.2009 | 15:10:13

    ———————————-

    Gleðilegt sumar fagra norn! Megir þú fá sumardaginn fyrsta aftur til baka sem gleðidag. Tíminn læknar kannski sárin…

    Posted by: Kristín | 23.04.2009 | 17:43:49

    ———————————-

    Þú ert frábær penni og rosalega gaman að lesa bloggið þitt 🙂 Gleymdi mér alveg í góðan hálftíma.

    Posted by: Inga | 23.04.2009 | 22:48:01

    ———————————-

    Ég ætlaði ekki að verða „skatólógískur“ eða „anall“ í tali hér, en mér hefur alltaf fundist best að nota óspart af vaselíni þegar ég hef fengist við gyllinæð.

    Bera vaselín á fingur, taka fram jógaöndun og … ýta kvikindinu inn í endaþarminn aftur.

    Læknir gæti viljað stinga á kýlið áður en putta er beitt með þrýstingi …

    Veit ekki hvort það hjálpar í vanda þjóðar :-[

    Posted by: Carlos | 23.04.2009 | 23:13:14

    ———————————-

    Vaselín á Sjálfstæðisflokkinn og ýta kvikindinu inn í skítgatið. Þá vitum við það.

    Posted by: Eva | 24.04.2009 | 9:23:51

    ———————————-

    Sæl. Hvernig kemst ég í samband við eiganda fyrrum húsnæðis Nornabúðarinnar?

    Posted by: Hreinn | 3.05.2009 | 21:00:23

    ———————————-

    Hreinn. Sendu mér tölvupóst á eva@nornabudin.is

    Posted by: Eva | 3.05.2009 | 21:14:04

     

Lokað er á athugasemdir.