Áttu arin?

Ég fer út á mánudaginn. Ef einhver sem les þetta á arinn, þá er ég með helling af góðu, þurru timbri sem ég þarf að losna við.Ég þarf á því að halda að koma mér burtu en núna þegar kemur í ljós að þeir eru byrjaðir að selja vatnsréttindin, þá finnst mér ég svona varla hafa rétt til þess.

Hvað mun gerast þegar AGS verður kominn með puttana í alla stjórnsýslu hér fyrst Íslendingar eru þegar farnir að selja frá sér vantsréttindin, án aðkomu sjóðsins? Og hvað ætlar almenningur að gera? Sætta sig við 95 ára leynisamning um mikilvægustu auðlind heimsins?

Ég er hrædd um að þessi endalausa valdníðsla og leynimakk verði til þess að fólk grípi til vopna. Og satt að segja sé ég ekki að verði hjá því komist .

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Áttu arin?

 1. ——————————————————–
  Dyggur lesandi spyr sig:
  Muntu halda blogginu áfram frá útlöndum, og eru útlönd enn=stavanger?

  Posted by: Magnus | 26.03.2009 | 9:47:20

  ——————————————————–

  Ég fer fyrst til Danmerkur af því að ég á systur þar og mig langar meira að vera þar sem ég hef einhver tengsl. Ef ég fæ ekki vinnu þar fer ég til Stavanger.

  Ég reikna með að blogga áfram eftir því sem áhugi og tilefni standa til.

  Posted by: Eva | 26.03.2009 | 9:53:29

  ——————————————————–

  Þegar þú kemur heim aftur þá verður líka búið að selja sólskinið.

  Posted by: þorfinnur | 26.03.2009 | 10:15:10

  ——————————————————–

  Bý hér í DK og er sjálfur búinn að vera að leita að vinnu, það er verulega erfitt núna. Dönum er sagt upp í stórum stíl en menn vona að það birti til núna með vorinu.

  Posted by: Magnus Jonsson | 26.03.2009 | 10:17:49

  ——————————————————–

  Sæl Eva.

  Vegna þeirrar valdníðslu, fyrirgreiðslupólitíkur og spillingar sem á þessu Guðs-volaða landi viðgengst held ég að margir munu sakna þín ef þú ferð af landi brott…vegna þess að þú ÞORIR.
  Framkvæmir það sem aðrir hugsa.Búsáhaldabyltingin verður eyrnamerkt þér að talsverðu leyti. Það er ekki slæmur arfur Eva og ég þakka þér það.
  Gangi þér vel.

  Posted by: Stefán | 26.03.2009 | 11:12:36

  ——————————————————–

  Ég á arinn og get losað þig við timbur, ef það er ekki því meira

  Posted by: Ási | 26.03.2009 | 11:54:34

  ——————————————————–

  Ekki fara Eva norn !

  Maður gefst ekki upp í miðri baráttu. Er það ?

  Ekki ertu að fara til langframa er það ?

  Posted by: HG | 26.03.2009 | 13:07:53

  ——————————————————–

  Sæl Eva.

  Ég vona að þú komir sem fyrst aftur. Þín verður sárt saknað og það máttu vita að Ísland verður fátækara án þín.

  Gangi þér vel í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.

  Posted by: HH | 26.03.2009 | 13:50:06

  ——————————————————–

  Gefst ekki upp í miðri baráttu? Þessi þjóð liggur á bakinu eins og dauð rotta, og enginn einstaklingur ber ábyrgð á því að lífga hana við! Hún ber ábyrgð á sjálfri sér!

  Posted by: Bölverkur | 26.03.2009 | 15:19:03

  ——————————————————–

  Gangi þér allt í haginn.

  Posted by: Anonymous | 26.03.2009 | 15:30:44

  ——————————————————–

  ég er orðlaus yfir þessari frétt um leynisamning um sölu á vatnsréttindum til 95 ára.

  hvernig í ósköpunum er þetta hægt????

  ég á eftir að sakna þín, en treysti því að þú haldir áfram að blogga.

  Posted by: baun | 26.03.2009 | 17:18:32

  ——————————————————–

  Hæ Eva,
  Það má til sanns vegar færa að landið verður fátækara án þín en væntanlega tekuru upp ótrauð baráttuna fyrir betra mannlífi hér í Danmörku í staðinn 🙂
  Ef það er þrennt sem ég ætti að ráðleggja þér varðandi að flytja til Danmerkur þá er það
  1. Fara á næstu skrifstofu folkeregisteriet og skrá þig inn í landið. Þá færðu sjúkrasamlagskort og án þess ertu bara ekki til.
  2. Ná þér í skattkort
  3. Skrá þig á danvikar.dk
  Þetta síðasta þurfti ég reyndar ekki á að halda en það er fullt af vinnu í íhlaupastörfum hérlendis og oftar en ekki breytast þau í föst störf.
  Gangi þér allt í haginn í DK 🙂

  Posted by: Guðjón Viðar | 26.03.2009 | 18:59:46

  ——————————————————–

  Ég þakka hlý orð í minn garð. Það er út í hött að eigna mér búsáhaldabyltinguna. Það sem var svo æðislegt við hana er að það var leiðtogalaus uppreisn. Mér lætur vel að tala en það var ekki sem framdi þá uppreisn.

  Posted by: Eva | 26.03.2009 | 20:09:30

  ——————————————————–

  Ég er líka hérna í Köben ásamt heilum haug af öðrum íslendingum í sömu erindargjörðum. Dönskukunnáttan er algjört lykilatriði í því að fá vinnu. Ef þú talar góða dönsku þá færð þú eitthvað að gera, ef ekki þá ertu í verri málum nema þú hafir góð sambönd eða sért mjög heppin.

  Posted by: Gunnar | 26.03.2009 | 20:54:26

  ——————————————————–

  Það er ekki góðs viti fyrir Ísland að nornin þess flýji land.

  En: þrjú skyrp á eftir þér – gangi þér vel

  Posted by: Sliban | 27.03.2009 | 10:27:00

  ——————————————————–

  Ég held að ég geti fundið góðan stað fyrir timbrið þitt – því meira því betra! Ef þú ert ekki þegar búin að losa þig við þetta – endilega hafðu þá samband!

  Posted by: Viktor Pétur Hannesson | 27.03.2009 | 11:05:55

  ——————————————————–

  Timbrið er farið.

  Sliban, ég er ekki að flýja land. Ég er að slíta stjórnmálasambandi við þjóð sem ætlar greinilega að láta svipta sig sjálfstæðinu með minniháttar tuði. Ég ætla ekki að horfa upp á það þegar ríkisfyrirtæki verða seld úr landi og auðlindir einkavæddar en það er greinilega það sem almenningur vill, allt frekar en að horfast í augu við stöðuna og taka afleiðingunum strax.

  Posted by: Eva | 27.03.2009 | 22:29:35

Lokað er á athugasemdir.