Verkefni dagsins er að brugga skáldamjöð. Ekki veitir af, ég hef ekki skrifað almennilegan texta í margar vikur, hvað þá að ég hafi ort kvæði. Syngipartý annað kvöld. Það eru sjálfsagt fáir sem gera sér almennilega grein fyrir því en aktivismi er t.d. það að syngja í stað þess að líta eingöngu á tónlist sem neysluvöru. Auk þess er ég ekki ennþá búin að jarða síðustu vonbrigði mín og ætli sé ekki kominn tími á Völuvísu.
Greinasafn fyrir flokkinn: Óflokkað (allt efni)
Árdagspæling viðskiptafrömuðar
Ég er að fara upp á Bifröst í kvöld. Kannski hitti ég Leif Runólfsson. Ég er að vísu búin að gefa hann, því ég er að safna fyrir Önnu og facebook Mammon verðlaunar þá sem gefa. Ég á hinsvegar enn nokkuð í land með að eiga fyrir Önnu (andskotans verðið á þessu kvenfólki) svo ef Leifur Runólfsson reynist vera gæft og snyrtilegt gæludýr, getur vel verið að ég kaupi hann aftur.
Þess vegna
-En ef þú ert þannig séð hamingjusöm, til hvers vantar þig þá karlmann? spurði hann, rétt eins og karlmaðurinn væri hin opinbera uppspretta hamingjunnar. Halda áfram að lesa
Fleiri örg
Ég er með netta kvíðaröskun enda er ég farin að halda að vélin mín ætli að bregðast mér. Hún vinnur á sama hraða og handsnúin saumavél. Ég kemst ekki inn á þessa síðu nema í gegnum tengla hjá öðrum. Ég sé ekki myndirnar mínar á facebook, ekki heldur myndina af álfinum mínum, þótt allir aðrir sjái þær og ég sjái myndir annarra og það er endalaust vesen að komast inn á þær síður sem ég nota mest.
Spybot og vírusvörnin finna ekkert og ég er aðallega með textaskjöl á harða disknum. Bara örfáar myndir og enga tónlist eða myndbönd.
Facebook leikir
Ég hækka stöðugt í verði. Er komin upp í $233,262. Michael Cox virðist staðráðinn í því að halda mér því hann er búinn að kaupa mig 4 sinnum. Ég veit hinsvegar ekki alveg hvernig ég á að taka því að prófílmyndin af mér er metin hærra en ég sjálf.
Ég ætla að hitta facebook mann á morgun. Neinei, það er ekki Leifur Runólfsson.
Hún tók Leif frá mér :-(
Einhver kona tók facebookmanninn minn frá mér. Hann Leif minn! Hahh! ég tók bara aftur.
Cosmopolite Eurovision með kirsuberi og regnhlíf

Hugi: Já og skál fyrir Jóni Ómari, megi hann vinna í kvöld.
Eva: Jón Ómar, er það einhver sem maður á að þekkja?
Harpa: Ég held að hann heiti Friðrik Ómar og stelpan heitir Regína.
Eva: Nú já, eru þau að keppa fyrir Ísland? Ég er sko ekkert búin að heyra lagið. Eða neitt þessara laga.
Anna: Veit annars nokkur hvenær keppnin byrjar?
Doddi: Hún er löngu byrjuð, á ég að skipta um rás?
Anna: Jájá en ekki stilla hátt, við ætlum nú ekki að láta tónlistina eyðileggja fyrir okkur matinn. Skál!
Seld!
Einhver gaur sem heitir Michael Cox var að kaupa mig á 149,288 dali. Og ég sem hélt að enginn vildi mig.
Ég á mann!
Ég opnaði facebook núna áðan, aðallega til þess að hafa einhverja afsökun fyrir að vera ekki að sinna vinnunni minni og hvað haldiði; ég fékk gjöf.
Það var hún Harpa mín sem var svo sæt að senda mér einmitt það sem mig langaði í, meira en allt annað í heiminum; karlmann! Hann heitir Leifur Runólfsson og kostaði 884 facebook dollara.
Ég sé að eigandi minn (sem síðast þegar ég vissi var einhver arabi) er búinn að setja mig á uppboð. 17 manns hafa boðið í mig. Hæsta boð er $99.526. Spurning hvort ég er ekki of dýr til að Leifur geti talist mér samboðinn en það er allt í lagi, ég bara gef hann ef mig langar ekki í hann lengur.
Takk Harpa mín. Mig hefur alltaf langað í karlmann og nú á ég einn svoleiðis.
Og upp!
Í gærkvöld dundaði ég við þá uppbyggilegu iðju að gambla með vini mína á facebook. Ég er að safna fyrir Önnu en hún er svo dýr að ég ákvað að setja Eirík Stefán á útsölu. Halda áfram að lesa
Lægð
Birta: Það er föstudagskvöld og við erum ekki með hóp. Klæddu þig í eitthvað skárra og helltu í þig rauðvínsglasi eins og skot.
Eva: Mig langar ekki út.
Birta: Víst langar þig út. Það eru karlmenn úti.
Eva: Ég hef ekki áhuga.
Birta: Við erum með markmið manstu. Halda áfram að lesa
Hvað má það kosta?
-Segðu mér systir; hvað er ekki frábært við þessa hugmynd? sagði Borghildur og ef væri hægt að virkja augnaráð hefði ég hringt beint í Friðrik Sófusson og reynt að selja honum hana.
-Þetta er góð hugmynd að öllu öðru leyti en því, að þú ert að stinga upp á því að ég geri nokkuð sem mér finnst óbærilega leiðinlegt, sagði ég.
-Leiðinlegt! Og hvað með það? Við erum að tala um pening. Helling af peningum. Heillar það þig virkilega ekkert? Halda áfram að lesa
Hugrenning um hamingjuna
-Ertu hamingjusöm?
-Skilgreindu fyrir mig hamingju.
-Þú veist hvað ég meina.
-Nei, ég veit það reyndar ekki. Ég hlakka til að vakna á morgnana ef það er það sem þú átt við.
-Nei ég átti ekki við það. Ég á við eitthvað dýpra.
-Hvernig er það ekki djúpt að vera spenntur fyrir ósköp venjulegum degi?
-Jújú, hamingjan er það en bara líka svo miklu meira. Halda áfram að lesa
Note
Mikið ósköp eru mennirnir tregir.
Bara góð og undirgefin
Gæti ég fundið mér eitthvað uppbyggilegra?
Að yfirstíga höfnunarkennd
Ég held ekki að lykillinn að því að yfirstíga sjúklega höfnunarkennd eða tortryggni sé endilega sá að vita hver kveikjan var en ég held að það geti hjálpað. Ég held að það skipti mestu máli að gera sér grein fyrir því að þær aðferðir sem hrædd börn nota til að biðja um meira öryggi, þær virka ekki í samskiptum fullorðinna. Halda áfram að lesa
Og sá ljósið
-Ég hef séð þig ástarsorg. Þú hefur nú áreiðanlega ekkert verið sérstaklega ástfangin af honum fyrst þú tekur þetta ekki nær þér, sagði hún og ég hef heyrt þessa athugasemd nokkuð oft síðustu þrjár vikurnar. Halda áfram að lesa
Ó, óvinur minn og vinur óvinar míns!
Mér skilst að einhleypir menn sem eru búnir að gefast upp á því að reyna að kynnast konum í gegnum einkamál haldi sig hér.
Ég er að leita að eintaki sem er sæmilega ruglfrítt en samt ekki með kústskaft í rassgatinu. Kústsköft henta prýðilega til gandreiða en ég á ágætan kúst. Mig langar hinsvegar í kött til að kela við.
Anna.is tók myndina.
Hvusssslags eiginlega budddl er þetta?
Uhh! Ég ætlaði að kíkja á singels og athuga hvort ég fyndi ekki einhvern rugludall, nema hvað; það er ekki hægt að skoða prófíla nema hjá vinum. Til hvers í fjáranum ætti maður að þurfa að skoða prófílupplýsingar vina sinna og hversvegna ætti maður að stofna til netvináttu við einhvern ókunnugan þegar maður hefur ekki einu sinni séð prófílinn hans? Sérdeilis bjánalegt fyrirkomulag verð ég að segja.