Fleiri örg

Ég er með netta kvíðaröskun enda er ég farin að halda að vélin mín ætli að bregðast mér. Hún vinnur á sama hraða og handsnúin saumavél. Ég kemst ekki inn á þessa síðu nema í gegnum tengla hjá öðrum. Ég sé ekki myndirnar mínar á facebook, ekki heldur myndina af álfinum mínum, þótt allir aðrir sjái þær og ég sjái myndir annarra og það er endalaust vesen að komast inn á þær síður sem ég nota mest.

Spybot og vírusvörnin finna ekkert og ég er aðallega með textaskjöl á harða disknum. Bara örfáar myndir og enga tónlist eða myndbönd.

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Fleiri örg

Lokað er á athugasemdir.