Sundfatalöggan nú og þá

3828019118_115785bc0e_b

Frakkar boða hertar aðgerðir gegn kvennakúgun og verður kvenréttindum framfylgt á þann hátt að konur sem klæðast hryðjuverkalegum sundfötum af því tagi sem sjá má á myndinni (hún er tekin í Tyrklandi) geta reiknað með afskiptum franskra staðaryfirvalda, a.m.k. í Cannes, ef þær láta sjá sig þannig til fara á ströndinni. Halda áfram að lesa

Af brennandi tittlingum og ÁTVR

Motoerhead_Shiraz_Rose_Vine_12_Vol_0_75_l-8234_0Samfélag sem einkennist af klámvæðingu, eiturlyfjaneyslu og ofbeldi, þarf á siðvæðingu að halda. Og þar sem Íslendingar eru svo heppnir að eiga sér siðvæðingarfrömuði, er von til þess að þeim sé viðbjargandi. Ólíkustu aðilar hafa tekið að sér baráttu gegn klámi og öðrum dónaskap, þ.á.m. feministahreyfingin, Snorri í Betel og ÁTVR.

Það er út af fyrir sig ánægjulegt að fyrirtæki eins og ÁTVR skuli hefja siðvæðinguna hjá sjálfu sér og nú þegar hefur siðanefndin afstýrt tveimur stórslysum; annarsvegar því að klámsíderinn Tempt 9 yrði markaðssettur á Íslandi og nú nýverið var rauðvíni með nafni hljómsveitarinnar Motörhead hafnað.

Halda áfram að lesa

Glæpur án fórnarlambs

Af hverju er bannað að vera öðrum undirgefinn? Auðvitað á að vera bannað að kúga aðra en ef ég ákveð sjálf að hlýða manninum mínum, og hann er til í að taka að sér að bera ábyrgð á mér, sjá fyrir mér og segja mér fyrir verkum hvar er þá fórnarlambið í þeim glæp? Ef konan hefur ekki valið sér þetta hlutskipti sjálf, væri þá ekki nær að refsa þessum karlmönnum sem undiroka hana?

Börn eru oftast foreldrum sínum undirgefin. Á þá ekki að synja þeim um ríkisborgararétt líka?

Glætan spætan að þetta snúist um lög eða siðferði.

mbl.is Undirgefni samræmist ekki frönskum gildum