Sundfatalöggan nú og þá

3828019118_115785bc0e_b

Frakkar boða hertar aðgerðir gegn kvennakúgun og verður kvenréttindum framfylgt á þann hátt að konur sem klæðast hryðjuverkalegum sundfötum af því tagi sem sjá má á myndinni (hún er tekin í Tyrklandi) geta reiknað með afskiptum franskra staðaryfirvalda, a.m.k. í Cannes, ef þær láta sjá sig þannig til fara á ströndinni.

20120620-162146 (1)

Þessi mynd var tekin í Washington DC 1922. Samkvæmt bandarískum lögum mátti sekta konur ef sundföt þeirra huldu ekki nógu mikið hold og ef þær fóru ekki að tilmælum um að hundskast í eitthvað siðsamlegra voru þær handteknar.

Skemmtilegt hvað skoðanir yfirvalda á klæðaburði kvenna eru alltaf jafn sterkar þótt hugmyndin um það hvað teljist viðeigandi breytist.