Blautur draumur

Mig dreymdi í nótt.

Ég man drauma mjög sjaldan enda er yfirleitt lítið samhengi í draumum mínum. Oftast eru þeir bara einhver óreiðukennd sýra en hvort það á að tákna sálarástand mitt eða kassann með heimilisbókhaldinu veit ég ekki. Það furðulega er að mig dreymdi manninn sem mig langar svo til að giftast en hann kom líka við sögu í síðasta heillega draumi sem ég man eftir. Hvað sem það á nú að tákna. Halda áfram að lesa

Kandidat óskast í hlutverk úlfsins

Þegar ég var lítil stelpa var draumahlutverkið mitt litla húsamúsin í Hálsaskógi. Enn í dag finnst mér að það hlutverk henti mér ágætlega þótt ég eigi að heita fullorðin. Þ.e.a.s. að því tilskildu að refurinn sé rauðhærður. Við nánari umhugsun er ég heldur ekki alveg frá því að Rauðhettugervið bjóði upp á áhugaverða möguleika. Halda áfram að lesa

Hver tók ostinn minn?

-Ég verð að losna úr þessari vinnu, sagði Farfuglinn. Ég hef óbeit á því hvernig er komið fram við starfsfólkið. Þetta ágæta fólk, þetta stórfína fólk sem hefur helgað fyrirtækinu stóran hluta lífs síns, unnið af fullkomnum heilindum fyrir skítalaunum og alltaf treyst fyrirtækinu. Svo þegar á að skipta konunum út fyrir yngri og sætari stelpur og losa fyrirtækið við karla sem vita alveg hvað þeir eru að gera en hafa kannski ekki skírteini upp á það, hvað heldurðu að fyrirtækið geri þá til að gefa þessu fólki séns? Ég skal segja þér það; Halda áfram að lesa

Ef maður sé ekki heilagur þá sé maður kannski bara galinn?

Drengurinn sem fyllir æðar mínar af Endorfíni var ekki að kveðja mig þegar hann skilaði bréfinu. Kannski les ég of mörg tákn út úr hversdagslegum atvikum. Slíkt ku vera háttur heilagra manna og geðsjúklinga og ég velti því fyrir mér hvorum hópnum ég tilheyri. Ég er náttúrulega galin en það eru flestir heilagir menn (og konur) líka. Hins vegar er ekki endilega víst að allir rugludallar séu heilagir. Halda áfram að lesa