Bréf til nágranna minna

Mávahlíð 39, Reykjavík 17.04.2009

Til húsfélags og íbúðareigenda að Mávahlíð 39

Í gærmorgun þegar ég vaknaði stóð stórt, gamalt grenitré í garðinum mínum. Ekki svo að skilja að það hafi komið mér á óvart, það hefur verið þar lengi og hefur (eða hafði öllu heldur) töluvert tilfinningalegt gildi fyrir mig og ég kallaði það Elías. Ég opnaði gluggann og ræddi heimspeki dagsins við Elías en settist svo við vinnu mína. Um klukkutíma síðar kem ég fram og sé þá mann uppi í trénu, langt kominn með að saga af því greinarnar. Halda áfram að lesa

Fokk

Getur einhver útvegað mér geisladisk með Árna Johnsen?

Já og getur einhver útskýrt fyrir mér hversvegna það ætti að gleðja mig að annað fólk skammist sín þegar það er búið að valta yfir mig?

Ég kæri mig ekki um að neinn skammist sín. En það skal enginn komast upp með að valta yfir mig án þess að hugsa sig um tvisvar næst.

 

Viltu valta yfir nágranna þinn?

Viltu valta yfir nágranna þinn? Hér er pottþétt uppskrift.

Haltu húsfund um eitthvað sem skiptir máli á meðan hann er í útlöndum og pottþétt að fundarboðið mun fara fram hjá honum. Taktu ákvörðun í óþökk hans. Þegar hann kemur heim, ekki þá láta hann vita af því að fundur hafi verið haldinn. Hvað þá hvaða ákvörðun hafi verið tekin. Ráddu verktaka án þess að láta hann vita. Þegar hann áttar sig er orðið of seint að gera eitthvað í málinu.

Úti í garði hjá mér er maður að fella tréð mitt. Stóra, gamla tréð mitt sem ég hafði aldrei samþykkt að yrði fellt. Mér skilst að ég hafi engan lagalegan rétt.

Lög þjóna ekki réttlætinu.

A piece of my heart

Hildigunnur klukkaði mig á facebook.

Ég tek oft þátt í svona netleikjum en þar sem eitt af því sem gerir mig að mér er tregða til að fara eftir uppskriftum, leyfi ég mér oft að breyta einhverju. Þessi leikur býður upp á óttalegt bull og ég hef ekki nægan aulahúmor fyrir það svo ég ákvað bara að gera þetta eftir mínu höfði. Halda áfram að lesa

Appelsínuhúð

Einhverju sinni kom upp umræða um appelsínuhúð í mínum vinahóp. Aðal spjátrungurinn, maður sem skipti áreiðanlega oftar um bólfélaga en nærbuxur, yppti öxlum og sagðist aldrei hafa verið með konu með appelsínuhúð. Ég gat engan veginn lagt trúnað á að jafn víðriðinn maður hefði aldrei þreifað á ófögnuði af þessu tagi en þegar ég gekk á hann kom í ljós að þegar hann talaði um appelsínuhúð, þá átti hann við mörköggla á stærð við vínber. Halda áfram að lesa

Hittum AGS

Hitti AGS gær ásamt Árna Daníel. Þetta var mikið froðusnakk.

Ingó tók myndina og eftir á fórum við þrjú og fengum okkur bjór saman. Kom í ljós að Ingó var orðinn of seinn með að skila inn ljósmyndum sem áttu að fara á sýningu í Miami. Var sko ekki einu sinni byrjaður að taka þær og eiginlega bara að leita að módeli.

Nújæja, við höfum svosem rætt möguleikann á því að ég pósi fyrir hann og það varð úr. Nóttin fór í tökur og myndvinnslu en hann náði að skila inn.

Fokk gaman að vinna með honum og nokkuð víst að við eigum eftir að vinna meira saman.

 

Afmælisgjöf

Mig vantar afmælisgjöf handa konunni minni, sagði kúnninn. Klukkuna vantaði 4 mínútur í 6 og frúin þegar komin heim.

Við ráðlögðum honum að kaupa góða nuddolíu. Fara svo heim og taka almennilega til, skipta á rúminu, láta renna í dekurbað fyrir konuna og enda rómantíska kvöldstund á því að gefa henni gott nudd.

Málið var í rauninni dautt þegar Spúnkhildur notaði orðalagið „dekra við“ og um leið og ég nefndi tiltekt, byrjaði hann að fikra sig í átt að dyrunum.

Demantar virka líka, kallaði Spúnkhildur á eftir honum.

Ég skal veðja að hann hefur farið niður í Blómálf og keypt pottaplöntu.

Nornabúðin lokar

Nornabúðin lokar formlega um næstu mánaðamót. Fram að því er það sem eftir er af lagernum til sölu á kostnaðarverði og húsgögn, skreytingar, leirtau, veggtjöld og annað smálegt á því verði sem hver og einn getur greitt.

Ef einhver vill ráða mig sem málfarsráðunaut, sagnaþul eða hafa mig á launum við að gera það sem mér bara sýnist hverju sinni, er viðkomandi beðinn að hafa samband. Einnig ef einhver reyklaus einhleypingur sem hyggst slíta stjórnmálasambandi við Ísland, er á förum til Stavanger og vantar leigufélaga.

 

Inngróinn

-Skrýtið að hrífast af konu sem maður þekkir ekki nema í gegnum facebook og fjölmiðla en sannleikurinn er sá að ég hef gert mér erindi í búðina bara til að sjá þig og ég leita að þér á Austurvelli á laugardögum, sagði hann, og þótt hún sæi hann ekki í gegnum tölvuskjáinn og kæmi honum ekki fyrir sig, ímyndaði hún sér að hann væri lítil, úfin lopapeysa með döðluaugu og þykkar varir. Hún vissi að það gat ekki verið, því þá myndi hún eftir honum en hún ímyndaði sér það samt, því það var skemmtilegra þannig. Jafnvel þótt þykku varirnar og döðluaugun tilheyrðu allt annarri lopapeysu, sem hún vissi að hefði aldrei talað við hana í gegnum facebook, og jafnvel þótt sú hin sama lopapeysa væri af dramvarnarlegum ástæðum ekki inni í myndinni. Halda áfram að lesa

Vantar kött

þarf að fá sér kött til að klappa

Posted by Eva Hauksdottir on 3. mars 2009

fann gamlan koss á öxlinni á sér og reyndi árangurslaust að þvo hann burt

Posted by Eva Hauksdottir on 3. mars 2009

er að horfa á sjónvarpsþátt sem virðist hannaður fyrir bjána og er enn eina ferðina að missa trú á mannkynið

Posted by Eva Hauksdottir on 3. mars 2009

fann megafávita á facebook

Posted by Eva Hauksdottir on 3. mars 2009

hefur enn ekki fundið sér góða ástæðu til að klæða sig

Posted by Eva Hauksdottir on 3. mars 2009

fékk staðfestingu á því að meintar ranghugmyndir hennar eru réttar

Posted by Eva Hauksdottir on 3. mars 2009

er sjálfbær á fleiri sviðum en þú heldur

Posted by Eva Hauksdottir on 3. mars 2009

ætlar að rækta sína innri dindilhosu næstu 2 dagana

Posted by Eva Hauksdottir on 3. mars 2009

gæti sagt hlutina hreint út en það er skemmtilegra svona

Posted by Eva Hauksdottir on 2. mars 2009