Meira ofbeldi af hálfu ríkisins en kúnnanna – Pye Jakobsson um afglæpavæðingu kynlífsþjónustu o.fl.

pye-jakobsson-2014-688x451

Viðtal sem ég tók fyrir Kvennablaðið

Kvennablaðið hefur síðustu daga birt umfjöllun um opið bréf sænsku samtakanna Rose Alliance til utanríkisráðuneytisins þar sem skorað er á íslensk yfirvöld að endurskoða þá afstöðu sína að leggjast gegn því að hugtakið sex worker verði notað í áliti sem unnið er að fyrir UNAIDS. 250 samtök og hreyfingar hafa lýst yfir stuðningi við þessa áskorun. Pye Jakobsson, talsmaður Rose Alliance, heimsótti á Ísland á dögunum, Kvennablaðið tók hana tali. Halda áfram að lesa

Ekki bara forréttindamellur sem vilja lögleiða vændi

sexwork8
Femínistum er tamt að afgreiða afhjúpun á rökleysum og rangfærslum femínista með því að ekki sé hægt að setja allan femínisma undir einn hatt því innan hans þrífist margar ólíkar stefnur. Staðreyndin er nú samt sú að þegar þeir sem skilgreina sig sem femínsta, án þess að vera sammála þeirri klámfóbíu og forræðishyggju sem einkennir meinstrímfemínisma á Vesturlöndum, taka til máls, beita handhafar sannleikans nákvæmlega sömu aðferðum og þeir segjast sjálfir sæta af hálfu feðraveldins; þar vega þyngst ýmisskonar þöggunaraðferðir.

Halda áfram að lesa

Mansal

Málið er rannsakað sem mansalsmál en ekki talið að um neins konar misnotkun sé að ræða. Til hamingju RÚV. Ykkur hefur tekist að ganga lengra en Stígamót í því að svipta orðið mansal merkingu sinni.

Mansal er í dag notað um öll viðskipti með fólk svo ef þetta er rannsakað sem mansalsmál þá er annaðhvort grunur um barnsrán eða að þau hafi keypt barnið. Það að fram komi að ekki leiki grunur á „misnotkun“ vekur hinsvegar spurningu um það hvort þau hafi borgað staðgöngumóður fyrir þjónustu. Ef svo er þá er það ekki mansal og óþolandi að þessu tvennu skuli vera ruglað saman. Í því tilviki væru þau hinsvegar líffræðilega skyld barninu. Það er útilokað að ráða af fréttinni hvað þetta snýst um en að tala um mansal sem eitthvað sem ekki er misnotkun, það er krossvangefið.

Hvað varð um hórurnar?

sexwork4Fyrir um 10 árum vöknuðu götumellur í Stokkhólmi upp við langþráðan draum. Þær þurftu ekki lengur að mæta í vinnuna. Vændiskaup höfðu verið gerð ólögleg og allir fantarnir sem áður höfðu keypt þjónustu þeirra voru farnir heim að runka sér. Hórunar æptu af gleði. Loksins, loksins voru þær frjálsar.

Halda áfram að lesa