Hvað varð um hórurnar?

sexwork4Fyrir um 10 árum vöknuðu götumellur í Stokkhólmi upp við langþráðan draum. Þær þurftu ekki lengur að mæta í vinnuna. Vændiskaup höfðu verið gerð ólögleg og allir fantarnir sem áður höfðu keypt þjónustu þeirra voru farnir heim að runka sér. Hórunar æptu af gleði. Loksins, loksins voru þær frjálsar.

Og hórurnar slitu heróínsprauturnar úr handleggjum sínum, söfnuðu saman klinki og skutu þannig saman í blómvönd handa sænska feministafélaginu, fengu heiðarleg láglaunastörf við að þrífa skítinn undan bjargvættum sínum og öðrum góðborgurum og skrimtu hamingjusamar á hungurriminni upp frá því. Í dag ríða þær eingöngu í sjálfboðavinnu enda dettur ekki nokkrum manni í hug að fara illa með þær fyrst þeir þurfa ekki lengur að borga. Já svona er nú reynsla Svía af glæpvæðingu vændiskaupa.

Eða ekki.

Um daginn var mér bent á að kynna mér opinbera skýrslu um reynsluna af sænsku leiðinni. Skýrslan ber það með sér að tilgangur hennar sé sá að sýna fram á að lögin séu góð, fremur en að gefa hlutlæga mynd af reynslunni. Þetta sést m.a. á orðfarinu sem notað er. Ekki er reiknað með þeim möguleika að fólk í kynlífsþjónustu hafi sjálfstæðan vilja og hafi tekið upplýsta ákvörðun um að leggja þessi störf fyrir sig heldur er talað um fólk sem “leiðist út í” vændi eða “sætir” vændi en það eru einmitt þessar hugmyndir sem búa að baki lögunum.

…människor som är eller riskerar att bli indragna i prostitution och andra former av sexuellt utnyttjande.

Gleðilegasta niðurstaða skýrslunnar er sú að ekkert sérstakt bendir til þess að glæpvæðingin hafi haft meira ofbeldi í för með sér. Fyrir gildistöku glæpvæðingarlaganna höfðu sænskar hórur áhyggjur af því að bann við kynlífskaupum yrði til þess að fæla frá æskilegustu viðskiptavinina. Þær reiknuðu hinsvegar ekki með því að þau hefðu fælingarmátt gagnvart ofbeldsmönnum sem skeyta almennt litlu um lög hvort sem er. Sömu áhyggjur komu upp í Noregi en vitanlega tóku norskir bjargvættir ekkert tillit til þess frekar en kollegar þeirra í Svíþjóð.

Rannsókn frá Bergen leiðir í ljós sömu niðurstöðu og sænska rannsóknin,; konurnar eru að vísu óöruggari og hræddari en fyrir glæpvæðinguna en hlutfallslega hefur ofbeldisákærum ekki fjölgað. Þótt ofbeldisákærum hafi ekki fjölgað, styðja þessar rannsóknir engan veginn þá kenningu að lögin hafi góðar afleiðingar fyrir fólkið sem sem þau eiga að vernda (sama fólk og barðist gegn þeim, er hundóánægt með þau og vill afnema þau.) Kannski styðja þessar niðurstöður bara það sem mig hefur lengi grunað, að karlmenn leiti til vændiskvenna til þess að fá útrás fyrir kynhvöt sína en ekki hina alræmdu karlmannlegu ofbeldishneigð. Kannski er þetta líka til marks um að jafnvel hinir prúðustu menn láti lögin ekki stöðva sig í því að leita sér kynlífsþjónustu. Vandséð er af þessari skýrslu hvað á að hafa “áunnist ” með glæpvæðingu vændiskaupa. Markmiðið var að draga úr eftirspurn og uppræta þannig vændi en í skýrlsunni kemur fram að ekki sé hægt að segja til um hvort lögin hafi haft áhrif á umfang vændis í Svíþjóð.

Slutsatsen är att det är svårt att se någon klar linje när det gäller förändringen och rapporten ger inte något entydigt svar på frågan om prostitutionens omfattning har ökat eller minskat.

Það er heldur ekkert vitað um áhrif laganna á mansal.

I 2007 års rapport avstod Rikskriminalpolisen från att presentera några siffror och pekade särskilt på att antalet domar från år till år i sig inte kan ligga till grund för att konstatera ökningar eller minskningar av människohandel eller koppleriverksamhet. Sådana uppgifter, menade man, visar mer på vilka prioriteringar polisen gör, vilka resurser man har och hur problembilden ser ut i olika delar av landet. Även i Rikskriminalpolisens senaste rapport sägs att det är svårt att uppskatta hur många som kan ha varit offer för människohandel i Sverige under åren 2007 och 2008.

Ekki nóg með það, heldur er engin leið að komast að því hvaða áhrif lögin hafa haft, ef nokkur á aðra flokka kynlífsþjónustu en götuvændi.

När det gäller sådan inomhusprostitution där kontakterna tas t.ex. på restauranger, hotell, sexklubbar, eller massageinstitut är kunskapen om i vilken omfattning den förekommer begränsad. Några närmare undersökningar eller studier har såvitt vi kunnat finna inte heller genomförts beträffande dessa former av prostitution under de senaste tio åren.

Svíar vita semsagt ekki rassgat um áhrif glæpvæðingarinnar en þó má reikna með að færri farandvændiskonur hafi komið til Svíþjóðar eftir gildistöku laganna.

Þessi umfangsmikla rannsókn sem nær til 150 landa, staðfestir það sem rökréttast er að álykta; lögleiðing eykur umfang vændis og þar með umfang “human trafficking” (sem er ekki það sama og mansal.) Hinsvegar virðast lögin ekki hafa nein áhrif á hlutfall útlendinga í vændi. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að flutningur vændiskvenna til ríkra landa er mun vinsælli en til fátækra landa. Það að pólsk kona kjósi frekar að vinna við vændi í Þýskalandi en í Súdan, skýrist t.d. ekki aðeins af hinni frjálslegu löggjöf Þjóðverja heldur ekki síður af því að lífskjör í þessum löndum eru engan veginn sambærileg. Glæpvæðing vændiskaupa dregur ekki úr flutningi vændisfólksfólks (viljugs eða nauðugs) á milli landa en við getum sennilega státað af þeim vafasama heiðri að hafa lokað leiðum til ríkra landa fyrir farandvændiskonum.

En það skiptir engu máli því þegar allt kemur til alls snúast þessi lög ekki um hagsmuni vændiskvenna heldur siðferði, pólitíska rétthugsun og trúarbrögð femnista. Þetta má t.d. ráða af hinu fullkomna skeytingarleysi sem þessum konum er sýnt þegar þær reyna að koma sjónarmiðum sínum áleiðis. Ekki er hlustað á kambódískar vændiskonur sem heyja sína baráttu gegn lögum sem banna “human trafficking” undir slagorðinu “save us from our saviours

KambodiaÞessar kambódísku vændiskonur hafa ekki áhyggjur af “mansali.” Þær vilja fá frið fyrir bjargvættum sínum og hjálp heiðarlegra melludólga til að komast til Vesturlanda og vinna við mannúðlegri aðstæður og hærri laun.

TailandÞolendur björgunaraðgerða (meint fórnarlömb mansals sem voru send nauðug heim til Thailands eða sneru þangað aftur eftir að þeim var gert ókleift að framfleyta sér annarsstaðar) unnu þetta veggspjald í von um að koma bjargvættum sínum í skilning um að til að hjálpa fólki er nauðsynlegt að hlusta á það. Skilaboðin eru þessi:

• We lose our savings and our belongings.
• We are locked up.
• We are interrogated by many people.
• They force us to be witnesses.
• We are held until the court case.
• We are held till deportation.
• We are forced re-training.
• We are not given compensation by anybody.
• Our family must borrow money to survive while we wait.
• Our family is in a panic.
• We are anxious for our family.
• Strangers visit our village telling people about us.
• The village and the soldiers cause our family problems.
• Our family has to pay ‘fines’ or bribes to the soldiers.
• We are sent home. • Military abuses and no work continues at home.
• My family has a debt.
• We must find a way back to Thailand to start again.

Litla athygli veita bjargvættirnar ákalli þeirra fátæku kvenna sem sjá vændi sem leið, yfirleitt einu leiðina sem konur eiga kost á, til þess að komast út úr örbirgðinni. Þeir sem á annað borð viðukenna að til sé fólk sem stundar vændi á eigin forsendum, halda því yfirleitt fram að einu stuðningsmenn lögleiðingar séu illa innrættir vændiskúnnar og millistéttarhórur sem sé slétt sama um eymd og þrælahald. Trúarjátning feminista “engin kona velur sér vændi sjálfviljug” skal standa hvað sem raular og tautar.

Hið rétta er þó að samkvæmt þessari ágætu skýrslu hefur minnihluti þeirra sem vinna við kynlífsþjónustu áhuga á að hætta, 67% kvennanna sögðust hafa farið út í þetta aðallega vegna forvitni (þessi ástæða á þó aðeins við um þær sem vinna innandyra) og aðeins í 6% tilvika er vond reynsla gefin upp sem ástæða fyrir síðustu pásu. Þegar nánar er að gáð, verður ekki betur séð en að mannúðarþáttur glæpvæðingarinnar sé frekar vafasamur. Þannig fagnar sænska skýrslan banni við vændiskaupum með þeim rökum að götuvændi sé ekki eins áberandi og fyrir gildistöku laganna, ásamt því að leggja til harðari refsingar við vændiskaupum enda þótt Svíar viti mæta vel að þyngd refsingar hefur sáralítil ef nokkur áhrif á líkur þess að menn brjóti af sér.

Það sem sænska skýrslan svarar ekki og það sem enginn virðist hafa neinar áhyggjur af er svo aftur spurningin; hvar eru þær konur í dag sem áður stunduðu götuvændi í Svíþjóð? Af einhverjum ástæðum sem varla tengjast mannréttindasjónarmiðum, virðist það ekki vera neitt áhyggjuefni, hvað varð um hórurnar. Aðalmáli er að þessar druslur eru ekki lengur áberandi á götum stórborga.

Deildu færslunni

Share to Facebook

One thought on “Hvað varð um hórurnar?

 1. ———————————-

  Ég kann sögur úr Afiríku af hliðstæðum afrekum sænskra feminista þar. Þar voru Stúlkurnar („hórurnar“) gerðar burtrækar úr fjölskyldunni og áttu sér enga möguleika, þar var ekkert sænskt velferðarkerfi heldur fjölskyldu trygging og sænsku feministarnir eyðilögðu þá tryggingu :-((( en þær sænsku voru stoltar af sinni afskiptasemi og hafa örugglega talað fjálglega um yfir kaffi latte heima í Svíþjóð…..svei þeim….

  Posted by: Ingólfur Vestmann | 25.10.2011 | 8:30:55

  ———————————-

  Mikið mega mann og frelsisunnendur þakka fyrir Evu. Æ mig langar að minna á að ég er að opna barsmíðahús í Reykjavík og auglýsi eftir fólki til að láta berja sig. Sérstakleg vil ég hvetja öryrkja og atvinnulausa til að gefa sig fram til að drýgja tekjur sínar (ekki allt gefið upp). Einnig verður boðið uppá tækifæri til að öskra á og svívirða feminista. Opnunartilboð, öskrað fram; „nærbuxnafemisistsdrusla“ kr. 2.000.- „fasystir“ kr. 1.500.- þetta tvennt kr. 3.000.-. „Þú hefur aldrei prófað neitt nema trúboðann“. kr. 7.890.- „Það ætti að ríða þér einu sinni almennilega“ er ekki á tilboði og má ekki öskra. kr. 25.000.-.

  Posted by: Kristján Sig. Kristjánsson | 25.10.2011 | 9:03:10

  ———————————-

  Kristján,

  „Æ mig langar að minna á að ég er að opna barsmíðahús í Reykjavík og auglýsi eftir fólki til að láta berja sig.“

  Það eru einmitt töluvert margir til í að borga myndarlegar upphæðir fyrir að fá slíkar fantasíur uppfylltar…

  Posted by: Eyjólfur | 25.10.2011 | 9:55:45

  ———————————-

  Er til í að láta löðrunga mig fyrir 5 þúsund kall. Seriously. Áskil mér neitunarvald ef mér líst illa á kúnnann.

  Posted by: Einar | 25.10.2011 | 12:19:18

  ———————————-

  Það sem þú ert að lýsa Kristján er praktiserað víða um heim, oftar en ekki með erótískum undirtón. Oft er „fórnarlambið“ vel stæður karlmaður sem borgar leðurklæddri konu háar fjárhæðir fyrir að hýða sig, fjötra, kefla, setja klemmur á geirvörturnar, niðurlægja sig með orðum, skipa sér að vinna ýmis skítverk (með svipuna á lofti) og jafnvel hrækja á sig. Hitt er líka til að menn borgi fyrir að fá að drottna yfir öðrum. Þar sem sjálfviljugt fólk á í hlut er venjan sú að nota öryggisorð til að tryggja að ekki sé farið yfir þolmörk undirsátans.

  Ég spái fyrirtæki þínu velgegni ef þú ræður konur til að lemja karla. Það er hinsvegar ólíklegt að þú fengir margar konur til að láta lemja sig fyrir pening svo ég myndi frekar mæla með hóruhúsi ef þú ætlar að hafa eitthvað upp úr þessu. Flestum konum þykja kynmök nefnilega betri en barsmíðar og fleiri karlar eru mun meira uppteknir af kynlífi en því að lemja konur. Það eru því bæði meiri tekjumöguleikar í hefðbundnu vændi og fleiri konur sem væru til í að vinna fyrir þig á þeim forsendum.

  Posted by: Eva | 25.10.2011 | 18:24:30

  ———————————-

  Einar, íslensku stafirnir koma ekki rétt fram hjá þér. Mér sýnist þetta eiga að vera;

  „Er til í að láta löðrunga mig fyrir 5 þúsundkall. Seriously. Áskil mér neitunarvald ef mér líst illa á kúnnann.“

  Þá vitum við það, það kostar 5000 kall að fá að reka Einari kinnhest. Auglýsingunni er hér með komið til skila en þar sem enginn þarf að fara úr nærbuxunum til að hægt sé að fremja verknaðinn er þessi auglýsing fullkomlega lögleg. Nú er bara að sjá hvort eftirspurnin er næg til að grundvöllur sé fyrir rekstri barsmíðahúss.

  Posted by: Eva | 25.10.2011 | 18:33:44

  ———————————-

  Það er mjög erfitt að átta sig á þinni afstöðu til feminisma.

  Posted by: Gerður | 26.10.2011 | 3:52:38

  ———————————-

  Í síðustu viku féll dómur í Svíþjóð sem bannar yfirvöldum að flytja vændiskonur nauðugar aftur til heimalandsins. Svíar höfðu með fullum stuðningi feminista þar í landi flutt vændiskonurnar sem komu frá austur evrópu aftur til heimalandsins með næstu vél. Þar beið aftur fátækt og eymd. Nú er þetta óleyfilegt innan ESB. Þá hefði mátt halda að sænskir feministar litu á þetta sem mannréttindasigur og þær gætu nú hjálpað þessum konum til betra lífs en það er öðru nær. T.d var viðtal við einstæða móður frá Rúmeníu sem hafði margoft komið til Svíþjóðar en var alltaf send tilbaka í fátæktina. Hennar saga var að þrátt fyrir slæmt líf í Svíþjóð var það betra en eymdin í heimalandinu þar sem hungrið beið hennar.

  Lögreglan eyðir gríðarlegum pening í eftirlit með vændi í Svíþjóð. Er oft með 6-10 lögreglumenn á vakt í stórborgunum bara að sjáum þessi mál. Þrátt fyrir þetta er eftirspurnin að aukast, fjöldi auglýsinga um vændi eykst og nuddstofur spretta upp. Þessi öfgalög eru ekki að virka, en því miður eru talsmenn þessara laga algjörlega blindir á það og krefjast þá enn meiri fjármuna í vændisgæslu, strangari löggjafar, og skerðingu persónufrelsis og tjáningarfrelsis. Það eina góða við þessi lög er að komandi kynslóðir geta lært af því hvað svona bönn virka, rétt eins og við ættum að geta lært af áfengisbanninu á síðustu öld.

  Posted by: Sigurbjörn | 26.10.2011 | 6:51:49

  ———————————-

  Ef þér finnst þér erfitt að átta þig á minni afstöðu gæti það skýrst af því þú hugsir um feminisma sem ákveðna stefnu sem ég kýs að kalla fórnarlambsfeminisma og byggir á þeirri hugmynd að konur séu alltaf í veikari stöðu en karlar og karlar reyni alltaf að ná yfirráðum. Ég er ekki hrifin af þessari fórnarlambsáhersu en hún er áberandi hjá þeim sem tala um sjálfa sig sem femnista og kenna sig við feministafélag Íslands. Þau eiga hinsvegar engan einkarétt á hugtakinu.

  Ég nota orðið feministi sjaldan um sjálfa mig, bæði af því að ég tilheyri ekki þessari háværustu kreðsu og líka af því að femnismi nær yfir svo margar stefnur að hugtakið er á mörkum þess að vera nothæft. Hérhttp://sparkcharts.sparknotes.com/womens/womens/section4.php eru nefndar nokkrar greinar en þarna er t.d. ekki inni borgaralegur feminismi eða tilvistarfeminismi.

  Það sem sameinar mismunandi stefnur feminisma er sú hugmynd að kynferði ætti ekki að vera nokkrum manni fjötur um fót en spennan og valdataflið í samskiptum kynjanna setji okkur stöðugt í meira og minna viðkvæma stöðu bæði í einkalífinu og á opinberum vettvangi, bæði sem einstaklinga og sem hóp. Ég er því sammála (þótt ég sjái reyndar líka hvar hallar á karlmenn) og þar sem ég er frekar upptekin af hugmyndum sem tengjast því, bæði skýringum og vangaveltum um hvernig sé rétt að bregðast við því, líta sumir á mig sem feminista. Ef ég ætti að staðsetja mig sem femnista væri það helst tilvistarfemnismi sem ég myndi kenna mig við. Wikidepiugreinin um hann er ekki nógu góð. Það sem kemur kannski óþægilega við fólk er hin frjálslega afstaða til vændis en tilvistarfemnismi snýst ekki um vændi heldur um rétt konunnar til að beita kynferði sínu sér til framdráttar í stað þess að láta það halda aftur af sér. Í raun þveröfug stefna við fórnarlambsfeminismann.

  Annars væri ég alveg til í að henda mekimiðunum en á meðan mér finnst þetta svona brjálæðislega áhugavert get ég það varla.

  Posted by: Eva | 26.10.2011 | 6:52:31

  ———————————-

  Eva, hvernig skilgreinirðu „human trafficking“?
  Wikipedia skilgreinir það allavega svona: „Human trafficking is the illegal trade of human beings for the purposes of reproductive slavery, commercial sexual exploitation, forced labor, or a modern-day form of slavery.“

  Einnig:
  „Human trafficking differs from people smuggling. In the latter, people voluntarily request or hire an individual, known as a smuggler, to covertly transport them from one location to another. This generally involves transportation from one country to another, where legal entry would be denied upon arrival at the international border. There may be no deception involved in the (illegal) agreement. After entry into the country and arrival at their ultimate destination, the smuggled person is usually free to find their own way.“

  Samtökin The Protocol to Prevent, Suppress and Punish Trafficking in Persons, especially Women and Children (a.k.a. Trafficking Protocol) skilgreina það svo svona:
  (a) […] the recruitment, transportation, transfer, harbouring or receipt of persons, by means of the threat or use of force or other forms of coercion, of abduction, of fraud, of deception, of the abuse of power or of a position of vulnerability or of the giving or receiving of payments or benefits to achieve the consent of a person having control over another person, for the purpose of exploitation. Exploitation shall include, at a minimum, the exploitation of the prostitution of others or other forms of sexual exploitation, forced labour or services, slavery or practices similar to slavery, servitude or the removal of organs;
  (b) The consent of a victim of trafficking in persons to the intended exploitation set forth in subparagraph (a) of this article shall be irrelevant where any of the means set forth in subparagraph (a) have been used;
  (c) The recruitment, transportation, transfer, harbouring or receipt of a child for the purpose of exploitation shall be considered “trafficking in persons” even if this does not involve any of the means set forth in subparagraph (a) of this article;
  (d) “Child” shall mean any person under eighteen years of age.[2]

  Posted by: Einar Steinn Valgarðsson | 26.10.2011 | 20:32:03

  ———————————-

  Einar Steinn, hvað sem öllum skilgreiningum líður þá eru konur sem sjálfviljugar og að eigin frumkvæði eru fluttar milli landa í þeim tilgangi að vinna við kynlífsiðnaðinn, flokkaðar sem „trafficked“. Þetta er sama ruglið og það að skilgreina vændi sem nauðgun.

  Posted by: Eva | 27.10.2011 | 21:50:11

  ———————————-

  Hverjir flokka þær þannig og hvernig er það metið?

  Posted by: Einar Steinn Valgarðsson | 28.10.2011 | 0:32:17

  ———————————-

  Þakka fyrir góða grein. Þú súmmerar vel upp þau sjónarmið sem alveg er litið framhjá, og þurfa þvi að heyrast í þessari umræðu.

  Posted by: Freyr | 28.10.2011 | 4:37:54

  ———————————-

  Einar Steinn, ég veit ekki hvaða reglum þeir fylgja sem flokka fólk sem fórnarlömb mansals og senda þau nauðug til heimalandsins þrátt fyrir hörð mótmæli og jafnvel aðgerðir sem bera keim af ofbeldi http://www.abs-cbnnews.com/nation/regions/05/07/09/rescued-cybersex-girls-bolt-dswd-office-cdo
  http://newsinfo.inquirer.net/19208/hookers-rescued-%E2%80%98against-their-will%E2%80%99-in-angeles-city

  Á árunum 2003-2008 voru lagðar fram ákærur í 133 mansalsmálum í Svíþjóð. Aðeins 10 manns voru sakfelldir. Engu að síður er alltaf talað um mansal í Svíþjóð eins og um sé að ræða tugi og jafnvel hundruð mála árlega. Þrælahald er háalvarlegt mál, dæmi um að konur séu læstar inni og meinað að hafa samband við umheiminn, og það er óþolandi að það sé degraderað með því að líta flutning kvenna sem vilja stunda vændi til að komast út úr fátæktinni, eru frjálsar ferða sinna og hafa aðgang að síma og internetinu sömu augum.

  Posted by: Eva | 28.10.2011 | 21:06:13

  ———————————-

  Einhverntíman skrifaði ég færslu sem segir allt sem þarf um ólíkan skilning forréttindafemínista og venjulegs fólks á hugtakinu „mansal“.

  Dæmi var tekið af HM í fótbolta í Þýskalandi þar sem femínistar höfðu spáð fyrir um mansalsfaraldur.

  Raunveruleikinn sýndi svo ekki nema litla 99.988% skekkju frá áætlunum forréttindafemínista sem eru sjálfsagt bara ásættanleg vikmörk þegar maður er með æðislegan málstað.

  http://forrettindafeminismi.wordpress.com/2011/04/17/hm-i-fotbolta-og-mansal/

  Posted by: Sigurður | 30.10.2011 | 12:12:44

  ———————————-

  Fyrir super bowl, líklega 1995 var bandarískum konum ráðlagt að vera ekki einar heima með manninum sínum þar sem rannsóknir sýndu verulega aukningu heimilsofbeldis þennan dag. Þegar farið var að athuga málið kom í ljós að engin þeirra rannsókna sem vitnað var í, leiddi í ljós neitt sérstakt um kynbundið ofbeldi í tengslum við super bowl. En það heitir víst að „hjóla í femnista“ að benda á svona vinnubrögð. Málefnið er svo gott að það er allt í lagi að ljúga dálítið. Eða mjög mikið ef því er að skipta.

  Posted by: Eva | 30.10.2011 | 13:29:41

  ———————————-

  Jú segðu. Þessar rannsóknarniðurstöður voru kynntar á blaðamannafundi af femínista að nafni Sheila Kuhel f.h. nokkurra kvenréttindasamtaka.

  Henni til halds og trausts sat með henni annar femínisti fyrir hönd samtakanna Fairness and Accuracy in Reporting – FAIR sem óneitanlega ljáði þessum rangfærslum meiri trúverðugleika.

  Allt var þetta svakalega sannfærandi þar til einn blaðamaður fór að vinna vinnuna sína.

  Ég vona að þú fyrirgefir mér spammið þegar ég bendi á umfjöllun mína um ofurbikarinn í heimilisofbeldi:http://forrettindafeminismi.wordpress.com/2011/07/03/ofurbikarinn-i-heimilisofbeldi/

  Posted by: Sigurður | 30.10.2011 | 14:01:08

  ———————————-

  Ég lít hreint ekki á þetta sem spam. Takk fyrir innleggið.

  Og þið yfirlýstu feministar sem lesið hverja einustu færslu sem ég birti, þar sem komið er inn á feminisma, það væri gott að fá viðbrögð frá ykkur við margítrekuðum ábendingum um staðreyndafölsun. Finnst ykkur þetta í lagi? Ætlar femnistafélagið og önnur samtök sem kenna sig við við feminisma að sporna gegn samskonar vinnubrögðum í íslensku rannsóknastarfi og kynningu á baráttumálum hreyfingarinnar?

  Posted by: Eva | 30.10.2011 | 23:27:55

  ———————————-

  Þetta er góð grein, Eva.

  Posted by: Haukur SM | 2.11.2011 | 4:29:19

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *