Konan sem gerði eitthvað í því

Þann 7. nóvember 2013, fyrir réttum fjórum árum, birti ég þennan pistil.  Sama dag var Kvennablaðið gert almenningi aðgengilegt.

Kvennablaðið er auðvitað ekki ljósvakamiðill en ég held nú samt að sé óhætt að fullyrða að enginn Íslendingur hafi lagt jafn mikið af mörkum til þess að jafna kynjahallann í fjölmiðlum og Steinunn Ólína gerði með endurreisn Kvennablaðsins. Ja nema ef skyldi vera hún Bríet, langamma hennar sem gaf út fyrsta fjölmiðilinn sem tileinkaður var íslenskum konum; Kvennablaðið.  Halda áfram að lesa

Kynjahlutföll á Ted

Kynjahlutföllin á Ted.com eru eins og annarsstaðar, innan við 20% þeirra sem eitthvað leggja til umræðunnar eru konur. Í einum flokki eru konur í yfirgnæfandi meirihluta. Sá flokkur heitir beautiful og þar eru ekki framsöguerindi heldur tónlist.

Ég veit ekki hver áhorfshlutföllin eru en líklegt þykir mér að ef kæmi í ljós að konur hefðu minni áhuga á ted en karlar, þá yrði það skýrt með því að þar sem konur hafi „ógreiðara aðgengi“ að ted (les. þar sem biðlistar af körlum sem vilja komast að eru ekki lengdir í hið óendanlega á meðan verið er að reyna að dekstra konur til að láta ljós sitt skína) og þar sem ted.com sé karlmiðaður fjölmiðill, sé hann ekki aðlaðandi fyrir konur.

Viðbrögð við grein Hildar Knútsdóttur

Nokkrar athugasemdir í tilefni af þessari grein:

Þeir sem gagnrýna feminista eru aðallega karlar sem hafa andskotans engin völd að verja en eru ósáttir við að vera úthrópaðir sem kúgarar og ofbeldismenn og finnst að mörgu leyti halla á karlmenn. Hinsvegar konur sem telja að sumar áherslur feminista stríði gegn hagsmunum kvenna og stuðli að verra samfélagi. Halda áfram að lesa

Konur eru ekki fréttaefni heldur krútt

hl

Mér var satt að segja dálítið brugðið þegar ég sá úttekt Hildar Lilliendahl á kynjahlutföllunum í fréttablaðinu, fyrir nokkrum vikum. Ekki svo að skilja að niðurstaðan hafi komið mér á óvart. Ég hefði sjálf giskað á að fréttir af konum og viðtöl við konur væru um 25% af því efni sem dagblöð og fréttastofur ljósvakamiðlanna birta.

Halda áfram að lesa