Kynjahlutföllin á Ted.com eru eins og annarsstaðar, innan við 20% þeirra sem eitthvað leggja til umræðunnar eru konur. Í einum flokki eru konur í yfirgnæfandi meirihluta. Sá flokkur heitir beautiful og þar eru ekki framsöguerindi heldur tónlist.
Ég veit ekki hver áhorfshlutföllin eru en líklegt þykir mér að ef kæmi í ljós að konur hefðu minni áhuga á ted en karlar, þá yrði það skýrt með því að þar sem konur hafi „ógreiðara aðgengi“ að ted (les. þar sem biðlistar af körlum sem vilja komast að eru ekki lengdir í hið óendanlega á meðan verið er að reyna að dekstra konur til að láta ljós sitt skína) og þar sem ted.com sé karlmiðaður fjölmiðill, sé hann ekki aðlaðandi fyrir konur.