Sigur stóru systur

stc3b3ra-systir-003

Um mánaðamótin ágúst-september var gífurleg þörf fyrir vændisathvarf í Reykjavík. En svo upprætti stóra systir eftirspurn eftir vændi og nú er engin þörf lengur. Allavega lítil aðsókn í afmellunarmeðferð, ætli hið rausnarlega  dónakallaframlag Kópavogsdónans fari ekki bara í að kynda tómt hús?

Líklega hafa íslenskir dónakallar látið sér segjast þegar þeir föttuðu að stóra systir fygldist með þeim. Og hórunar steinhætt að hórast þegar enginn vildi lengur niðurlægja þær og pína með því að óska eftir þjónstu þeirra á einkamal.is. Sennilega bara rifið sig upp af rassgatinu og farið að vinna einhver sómasamleg störf. Eða ekki.

Því miður er ekki hægt að tengja beint á stöðuuppfærslu á fb en færsla Jakobs Bjarnar Grétarrsonar hljóðar svo:

Ég heyri að einkamál púnktur is virki ekki lengur sem markaðstorg fyrir mellur. Búrkufasystur hrósa líklega sigri en hver er niðurstaðan? Verseraður vinur minn var staddur á bar um daginn þar sem vændiskona bauð honum þjónustu sína. Hann hafði ekki lent í því áður hér á landi. Þá hef ég heimildir fyrir því að vændiskonur séu nú í örvæntingu að leita eftir dólgum til að pimpa sig. Sem sagt; mellurnar hafa verið reknar út á götu og í hendurnar á melludólgum. Einhver myndi hugsanlega tala um Pyrrhosarsigur – eða, þetta snýst kannski ekki um velferð vændiskvenna þegar allt kemur til alls?

 

 

 

Deildu færslunni

Share to Facebook

One thought on “Sigur stóru systur

 1. ————————————————————————————

  Skítt með mellurnar, fjölgum atvinnufemínistum.

  Posted by: Sigurður | 24.11.2011 | 12:00:11

  —   —   —

  Þetta er álíka gáfulegt og að ég myndi skrifa á fb: „Vinur minn sem þekkir mann sem þekkir Jón rukkara, var að segja mér að vændiskonur hefðu haft samband við hann og beðið hann að beita sínum aðferðum til að fá þessa bévítans frjálshyggjufemínista til að hætta að gera vinnu þeirra skattskylda. Þær telja sig ekki hafa efni á því að greiða öll þau opinberu gjöld og skatta sem fylgja verktakauppgjöri, án þess að hækka gjaldskrána töluvert, sem aftur hefði hrikaleg áhrif á viðskiptin.“

  Posted by: Kristín | 24.11.2011 | 14:55:26

  —   —   —

  Finnst þér þetta virkilega sambærilegt Kristín?

  Posted by: Sigurður | 24.11.2011 | 17:07:21

  —   —   —

  Munurinn er sá að dæmi Jakobs Bjarnar er trúverðugt. Ef eftirspurn minnkar á einum vettvangi hlýtur sá sem býður þjónustuna að reyna fyrir sér annarsstaðar. Eða heldurðu Kristín mín að vændiskona sem fær ekki lengur póst á einkamal.is hætti við að halda jól og velji frekar að standa í röð hjá fjölskylduhjálpinni en að hanga á skemmtistöðum?

  Auðvitað langar vændiskonur ekkert að borga skatta frekar en annað fólk. Það er hinsvegar eina leiðin til að eiga kost á vinnuvernd og öryggi auk þess sem svartar tekjur gagnast ekki til neins nema að auka neysluna. Þú getur hvorki fjárfest né lagt fyrir (nema þá á Jómfrúreyjum)og ekki einu sinni greitt upp skuldir með svörtum tekjum nema eiga á hættu að skattmann fái áhuga á þér. Ef vændi yrði lögleitt myndi svarti markaðurinn áfram þrífast, rétt eins og í öllum öðrum geirum. Hinsvegar hefðu gleðikonur þá allavega möguleika á að leita réttar síns og það væri hægt að bjóða vændishúsum upp á almennilegt heilbrigðiseftirlit.

  Posted by: Eva | 24.11.2011 | 17:58:10

  —   —   —

  Ég myndi líka segja að það skipti máli í þessu sambandi að Jakob hefur þetta fyrir satt. Þetta endurspeglar þannig raunverulegt ástand og afleiðingar af fjármögnun Stígamóta.

  Dæmi Kristínar er hinsvegar ímyndað og harla ólíklegt að kæmi upp við núverandi aðstæður.

  Posted by: Sigurður | 24.11.2011 | 18:52:21

  —   —   —

  Jakob Bjarnar segir
  „Þá hef ég heimildir fyrir því að vændiskonur séu nú í örvæntingu að leita eftir dólgum til að pimpa sig.“

  Hvaða heimildir hefur Jakob fyrir þessu? Pimpinn sem hann skrifaði viðtalsbók um hér um árið? Er hægt að setja þetta meinta viðskiptalega áfall í beint samhengi við „Stóru systur“-aðgerðina? Eru „pimparnir“ þessir líklegri til að finna aðra auglýsingamiðla en einkamal.is ?

  Eru ekki til ábyggilegri talsmenn fyrir vændiskonur en þetta?

  Posted by: Einar Karl | 24.11.2011 | 21:44:28

  —   —   —

  Er nokkur von til þess að heimildir verði uppi á borðum í bransa sem sjálfur er ekki uppi á borðum?

  Að því gefnu að þetta eigi við rök að styðjast, hvað þá? En ef þetta er rangt?

  Verðum við ekki bara að spá í möguleikana?

  Posted by: Kristinn | 25.11.2011 | 0:31:53

  —   —   —

  Teljum við, grínlaust, þennan status JB trúverðugan og byggðan á staðreyndum? Úff, hvað ég nenni þá ekki að svara neinu, ég hélt í alvöru að þetta væri einhvers konar paródía. Eva, ertu ekki að grínast? Fokk, hvað ég er ekki að ná þér. Úff.

  Posted by: Kristín | 25.11.2011 | 1:32:48

  —   —   —

  Ég ætla ekki að leggja mat á það hvort fullyrðing JB byggir á staðreyndum eða ekki en mér finnst ekkert ótrúverðugt við það að vændisfólk finni sér nýjan vettvang til að markaðssetja þjónustu sína þegar sú leið sem það hefur notað hingað til er eyðilögð. Mér finnst reyndar mjög ótrúlegt að þær reyni það ekki.

  Ég trúi því líka að konur í kynlífsþjónustu leiti sér að vinnu hjá öðrum ef þær eiga erfitt með að standa í rekstri sjálfar en það að „pimpa“ merkir ekkert annað en það að einhver annar rekur útgerðina, greiðir komunni laun og hirðir meirihlutann af ágóðanum sjálfur. Í öðrum greinum er þetta kallað kapítalismi og óþrjótandi dæmi um að fólk sem treystir sér ekki til að markaðssetja þjónustu sína sjálft, gangi á fund kapítalsins og undirriti svokallaðan ráðningarsamning sem færir því ákveðin réttindi sem eiga að draga úr því tjóni sem arðránið hefur í för með sér. Vændiskonur eiga hinsvegar ekki kost á ráðningarsamningi, aðeins arðránshlutanum. Og já, hórmangarar hafa leiðir til að útvega kúnna sem kunna að vera konum sem ekki eru upprunnar á Íslandi framandi. T.d. tengsl við undirheima. Sem er aftur enn ein ástæðan til þess að lögleiða vændi og koma starfseminni upp á yfirborðið.

  Posted by: Eva | 25.11.2011 | 12:45:30

  —   —   —

  Mér finnst svoo leiðinlegt og í raun háalvarlegt í allri þessari umræðu (og í umræðu um klám og eiturlyf og fullt af öðru) hvað fólk er alltaf að lógíka sig að niðurstöðum án þess að gögn séu til staðar. Og að þeir sem á annað borð leggja fram gögn eru langoftast að leita að fyrirfram gefinni niðurstöðu… grrrr…

  Gerir flesta umræðu að hringrúnki eða öfgapólastrámannavandlætingarpissukeppni.

  Gögn fyrst, ákvarðanir svo !! Gagnadrifið Ísland árið 2020 !!1!

  Posted by: Einar Þór | 25.11.2011 | 14:18:07

  —   —   —

  Jamm og gagnsæi líka 🙂

  Það er reyndar ekkert undarlegt að menn reyni að komast að niðurstöðum með „kommonsens“ aðferðinni þegar gögn eru ekki til staðar. Hórur í Svíþjóð mótmæltu t.d. glæpvæðingunni með þeim rökum að ólöghlýðnir kúnnar væru líklegri til að beita þær ofbeldi. Það voru engin gögn til staðar sem sýndu fram á tengsl kynferðisofbeldis og ólöghlýðni en engu að síður finnst mér spurningin eiga erindi í umræðuna. Reyndin varð sú að ofbeldisákærum fjölgaði ekki með nýju lögunum en það má alveg spyrja hvort það hafi verið siðlegt að taka þessa áhættu.

  Við getum sennilega verið sammála um að það að byggja lög sem takmarka sjálfsákvörðingarrétt fólks á vangaveltum, það er ekki í lagi.

  Posted by: Eva | 25.11.2011 | 15:04:11

  —   —   —

  Já!

  Það virðist einhvers konar þjóðaríþrótt á Íslandi að vera með orðhengilshátt og útúrsnúninga ef mönnum mislíka upplýsingar eða staðreyndir sem fyrir liggja. En varðandi þá til þess að gera einföldu klausu sem Eva hefur hér eftir mér, það þarf mjög einbeittan brotavilja til þess teygja hana og toga – en, það skal nú samt látið á það reyna.

  En, þetta er nú svona samt:

  a) Aðgerðir búrkusystra hafa leitt til þess að einkamál funkera ekki lengur fyrir auglýsingar vændiskvenna.
  – Þetta er bara einfaldlega staðreynd enda hafa menn sem einkamálum tengjast lagst í margvíslegar aðgerðir til að útiloka allt slíkt. Þeim líkaði náttúrlega ekki þessi athygli.

  b) Vinur minn, reyndar fleiri en einn, hefur sagt mér að vændiskona hafi gefið sig á tal hann og boðið fram þjónustu sína. Þrátt fyrir áratugi á galeiðunni hefur hann ekki lent í því fyrr.
  – Þetta er einfaldlega staðreynd sem ég hef frá fyrstu hendi.

  c) Menn hafa væntanlega einhvern tíma lesið fréttir þar sem eitthvað er borið á borð og fjölmiðillinn segist hafa heimildir fyrir því. Ég er blaðamaður og ég hef heimildir fyrir því, úr fleiri en einni átt, úr hinum svokölluðu undirheimum að vændiskonur eru í örvæntingu að biðja menn þar um að „pimpa“ sig. Ég tók svo eftir því að Geiri gullrass á Goldfinger staðfestir þetta í samtali við Pressuna. Þetta er sem sagt einfaldlega staðreynd.

  – Það er sem sagt einfaldlega staðreynd, hvort sem mönnum líka það betur eða verr, að aðgerðir búrkusystra hefur rekið hórurnar út á götu og í hendur á pimpum.

  Einar Karl spyr í vandlætingartóni hvort ég hafi þetta eftir þeim pimp sem ég tók viðtalsbók við, hana Catalinu… sem vissulega var pimp, en, nei, ekki heyrði ég þetta nú frá henni, enda hún í fangelsi og sennilega ekki mikið í slíku nú um stundir, en það má benda Einari á það að ég hef þó talað við fólk í þessu fagi sem er talsvert meira en hægt er að segja um beturvita sem eru einarðlega á því að rétt sé að banna þetta allt og redda þannig. En, sem sagt, þetta er staðreynd einnig.

  Flóknara er þetta nú ekki. Hér er sem sagt ekki um að ræða skoðun á einu né neinu til eða frá heldur staðreyndir.

  Og svo, að gömlum góðum íslenskum sið, þegar menn hafa lagt góða lykkju á leið sína til að gera „andstæðinginn“ ótrúverðugan, bera uppá hann lygar og efast um tilvist „heimildarmanna“ og þannig gefið sér hæpnar forsendur er klikkt út með: „Eru ekki til ábyggilegri talsmenn fyrir vændiskonur en þetta?“

  Og ég hlýt þá að spyrja á móti: Hvurn andskotann áttu við, og áttu með, að teikna mig upp sem einhvern sérlegan talsmann vændiskvenna, Einar Karl? Aukinheldur; á hvaða vegferð eruð þið eiginlega sem viljið skella skollaeyrum við öllum rökum og öllum staðreyndum? Ég meina, hver er tilgangurinn?

  Annars, takk fyrir góða síðu, Eva.

  Kveðja,
  Jakob

  Posted by: Jakob Bjarnar | 26.11.2011 | 4:41:08

  —   —   —

  Ég bið þig afsökunar, Jakob, að hafa sagt þig ekki ábyggilegan og talsmann fyrir vændiskonur. Dreg það tilbaka.

  En ég myndi vilja fá meiri alvöru fréttir um þetta, heldur en stuttan fésbókarstatus. Tók fésbókartjásunni einfaldlega ekki sem alvöru frétt.

  Ég ætla ekki að draga í efa að þú hafir heimildarmenn fyrir því sem þú segir, þó svo það kunni að vera túlkun þeirra hversu fullar örvæntingu vændiskonurnar eru. Við skulum vona að mellurnar lendi ekki í höndum á dólgum eins og Catalinu, sem samkvæmt vitnaleiðslum fyrir dómi barði konur og hótaði þeim, og hirti af þeim vegabréf.

  Posted by: Einar Karl | 26.11.2011 | 16:08:14

  —   —   —

  Heyrðu, já, Einar Karl! Ekkert mál. Afsökunarbeiðnin þín er sannarlega tekin til greina. Maður er svo óvanur öðru en því að vera svarað með skætingi að ég er hálf undrandi á þessu. 🙂

  Posted by: Jakob Bjarnar | 2.12.2011 | 5:52:59

Lokað er á athugasemdir.