Foreldri hefur ekki leyfi til að gefa upp vonina

Síðustu árin hefur foreldraútilokun eða foreldraútskúfun fengið æ meira vægi í umræðum um erfiðar umgengnis- og forsjárdeilur. Skiptar skoðanir eru um það meðal sálfræðinga hvort það að alast upp við fjandsamleg viðhorf í garð foreldris geti eitt út af fyrir sig haft þau áhrif að barn hafni foreldrinu algerlega. Halda áfram að lesa

Áhrif kynfæra á útbreiðslu kórónuveirunnar

Í vikunni gerði blaðamaður Forbes þá merkilegu uppgötvun að kynferði leiðtoga réði úrslitum um útbreiðslu kórónuveirunnar. Sjö ríki, sem brugðust fljótt við, koma vel út í samanburði við mörg önnur ríki. Þau eiga það sameiginlegt að konur leiða ríkisstjórn – þar með hlýtur skýringin að vera sú að konur séu sterkir leiðtogar. Þessi sjö ríki eru Þýskaland, Danmörk, Noregur, Ísland, Finnland, Nýja Sjáland og Taiwan. Íslenskir miðlar átu þessa þvælu auðvitað upp. Halda áfram að lesa

Hvernig draga má úr klósettkvíða allskonar fólks

Við búum í vestrænu lýðræðisríki þar sem jafnréttissjónarmið eru í hávegum höfð. Karlar og konur sækja sömu viðburði og sitja hlið við hlið í strætisvögnum, kvikmyndahúsum og á veitingastöðum. Almenningsböð og almenningssalerni eru þó víðast hvar kynjaskipt enn. Það hlýtur að koma að því að það fyrirkomulag verði endurskoðað í ljósi nýrra viðhorfa. Halda áfram að lesa

Um hvað snýst þungunarrofsfrumvarpið?

Tæpra 20 vikna fóstur. Barn eða frumukökkur?

Umræðan um þungunarrofsfrumvarpið einkennist af þekkingarleysi, tvískinnungi og einbeittum skorti á vilja til þess að viðurkenna hvað málið snýst um – nefnilega það hvernig við skilgreinum manneskju. Ég hef ekki gert upp við mig sjálf hvar eðlilegast væri að draga mörkin. Mig langar hinsvegar að gera athugasemir við nokkrar vafasamar fullyrðingar sem eru áberandi í þessari umræðu. Halda áfram að lesa