Orðsending til appelsínugulu slæðunnar

Að rita gullaldarmál er góð skemmtun. Slíkt er þó jafnan hjákátlegt ef sá sem á pennanum heldur kann ekki almennileg skil á nútíma íslensku.

Sé skáldið nýbúi sem aðeins hefur dvalið á landinu skamma hríð, væri ráð að bera texta undir meðalgreint skólabarn áður en hann er sendur viðtakanda. Einkum á þetta við þegar viðtakandi er lítt næmur fyrir nafnlausum skilaboðum en fyllist hinsvegar svæsinni viðurstyggð þegar hann sér illa skrifaðan texta.

(Tilefnið var hótun sem rituð var á appelsínugula slæðu og bundin á handfangið á hurðinni að Nornabúðinni)

Uppeldið

Reiður maður: Svo læturðu strákinn draga þig með sér í þessa vitleysu.
Móðir Byltingarinnar: Það er nú reyndar ég sem er mamman hérna.
Reiður maður: Ég held að þú ættir þá að reyna ala þennan son þinn betur upp.
Móðir Byltingarinnar: Nú? Setti hann bífurnar upp á borð? Já það er satt, þótt hann sé pólitískt séð vel heppnaður þá hefur mér ekki tekist að kenna honum umgengnisreglur.
Reiður maður: Þú veist vel hvað ég er að tala um. Svona fyrir utan það að þetta kann ekki einu sinni að þrífa sig.
Móðir Byltingarinnar: Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á.

Hann frussaði eitthvað sem er ekki birtingarhæft og lagði svo á.

Haukur handtekinn

haukur_hilmars.jpg

Það er hrein og klár valdníðsla hvernig að þessu er staðið og greinilegt að tilgangurinn er sá að kippa honum úr umferð fyrir mótmælin í dag.

Hópur fólks ætlar að ganga að lögreglustöðinni á Hverfisgötu strax eftir mótmælafundinn á Austurvelli í dag og lýsa óánægju sinni með þessi vinnubrögð. Ég hvet alla til að mæta, bæði á Austurvöll og að Hlemmi á eftir.

mbl.is Bónusfánamaður handtekinn

Handtekinn vegna orðróms?

Mér voru að berast óstaðfestar fréttir af því að raunverulega ástæðan fyrir skyndilegri handtöku Hauks í gær, væri, eins og viðmælandi minn orðaði það ‘vegna gruns um meintan ásetning’. Í fréttablaðinu í gær kemur fram að samkvæmt ‘orðrómi innan lögreglunnar’ ætli einhverjir harðkjarnamenn að efna til óeirða í dag.

Haukur hefur að vísu aldrei verið viðriðinn neitt sem með góðum vilja mætti flokka sem óeirðir en lítill fugl hvíslaði því að félaga mínum að ‘orðrómurinn’ snerist um hann.

Fávitar!

 

Rassgat

Hvusslags eiginlega veðurfar er þetta? Ég varð eins og hundur af sundi dreginn eftir að ganga frá Vesturgötunni og upp að Kristskirkju. Sat hríðskjálfandi undir teppi í matarboðinu og jakkinn minn var enn rennandi blautur þegar ég fór heim. Í gær sat ég hríðskjálfandi í rennblautum fötum í Háskólabíó. Það var samt ljómandi gott veður þegar við lögðum af stað þangað. Halda áfram að lesa

Einmana

Fyrir viku var ég að fríka út á því að vera aldrei ein, eitt andartak. Svo núna, þegar ég er ein meiri hluta dagsins, þoli ég varla við. Ég hef farið út á hverju einasta kvöldi síðan ég kom heim og aldrei hangið svona á msn fram á miðja nótt oft í sömu vikunni. Nú hef ég verið töluvert mikið ein við vinnu í mörg ár og líkað það vel en þessir tveir mánuðir í stöðugum félagsskap hafa greinilega fokkað upp kerfinu í mér.

Ég gæti að vísu ekki hugsað mér að búa með 10 manns í tveimur herbergjum með stífluðu klósetti strax aftur en mikið ofsalega vildi ég að ég gæti haft Alexander hér 2-3 tíma á dag.

… if’s an illusion

… og mér finnst svo sárt að horfa upp á það núna, hve margir sem mér þykir vænt um halda að jákvætt hugarfar eigi eitthvað skylt við óraunhæfa dagdrauma.

Enn og aftur, það er ekki hægt að síkríta nýjan heim, nýtt líf eða nýja stöðu á bankareikningnum. Það er hinsvegar hægt að finna bestu leiðina til að takast á við stöðuna eins og hún er. Og þegar maður gerir það, þá og þá fyrst fara undursamlegir hlutir að gerast.

Í alvöru talað elskan mín, galdur og sjónhverfingar eiga ekkert sameiginlegt, annað en að koma okkur á óvart.

 

Búsáhaldabyltingin – Ný þáttaröð

Ég kom heim í miðja Búsáhaldabyltingu. Haukur var auðvitað á kafi í henni. Ég taldi mig hafa nóg að gera við að koma Nornabúðinni á fullt aftur og reiknaði ekki með að taka mikinn þátt í mótmælum.

Fyrr en mig varði var ég þó farin að boða beinar aðgerðir og Nornabúðin varð einn helsti samkomustaður anarkista í nágrenni miðbæjarins.

Mörg orð

Ég er búin að knúsa strákana mína, fara í heitt bað, pissa í hreint klósett og vera hrein tvo daga í röð. Borða alvörumat með sósu og drekka mjólk, sofa í rúminu mínu og fá almennilegt kappútsínó. Mér finnst það flippað sjálfri en ég væri tilbúin til að fara út aftur í fyrramálið. Ég á svo marg óséð þar og þótt hafi verið fróðlegt að ferðast svona um og skoða marga staði, finnst mér ég líka þurfa tvo mánuði á sama staðnum til að öðlast dýpri skilning á samfélaginu. Halda áfram að lesa

Komin heim

Úff hvað Ísland er kalt. Það var kúltúrsjokk að koma út úr flugstöðinni i nótt.

Ég gisti hjá pabba og Rögnu í nótt og í morgun fór ég í besta dekurbað sem ég hef nokkurntíma fengið. Ragna lét renna í freyðibað fyrir mig, kveikti a kertum fyrir mig og gaf mér serrýstaup. Ég var í Hebron síðustu vikuna mína í Palestínu og það er mjög lítið vatn í boði í húsinu sem vid höfum til umráða þar. Þar áður var ég úti í sveit þar sem ekki er hægt að komast í sturtu, svo ég hafði ekki komist í sturtu í tvær vikur, heldur látið mér nægja kattarþvott. Halda áfram að lesa

Annar veruleiki

Ég var þarna, þennan dag. Ég sá þetta með eigin augum. Ég horfði á þegar kviknaði í trénu en venjulega brennur aðeins lággróður og mótmælendur ráða sjálfir við að slökkva þá elda. Ég sá slökkviliðið koma á vettvang og ég horfði á herinn skjóta táragasi að sjúkrabílum og slökkviliðinu. Ég sá hvernig þeir beina skotvopnum að börnum, hvernig þeir skjóta svokölluðum gúmíkúlum að óvopnuðu fólki. Ég sést ekki á bandinu en ég er á svæðinu og það var þennan dag sem hermaður náði mér og unglingsstrákar náðu mér frá þeim aftur. Halda áfram að lesa