Ég er búin að knúsa strákana mína, fara í heitt bað, pissa í hreint klósett og vera hrein tvo daga í röð. Borða alvörumat með sósu og drekka mjólk, sofa í rúminu mínu og fá almennilegt kappútsínó. Mér finnst það flippað sjálfri en ég væri tilbúin til að fara út aftur í fyrramálið. Ég á svo marg óséð þar og þótt hafi verið fróðlegt að ferðast svona um og skoða marga staði, finnst mér ég líka þurfa tvo mánuði á sama staðnum til að öðlast dýpri skilning á samfélaginu.
Ég hef ekkert gert í morgun nema blogga. Þegar ég fór frá Ben Gurion flugvelli átti ég eftir að skrifa 9 daga af ferðasögunni. Ég er hægt og rólega að vinna þetta upp, er komin fram á 23. október. Ætti að vera að vinna að því að opna búðina en finnst ég verða að skrifa á meðan atburðir eru enn í fersku minni.
Gróflega áætlað er ég búin að skrifa um 70.000 orð á síðustu tveimur mánuðum. Það er hellingur af orðum. Og ég á reyndar eftir að bæta helling inní, það er ekki hægt að skrifa um allt sem maður upplifir þegar maður hefur ekki stöðugan netaðgang.
Er ég ekki bara komin með grunn að heilli bók? Réttupphend sem myndu kaupa fíniseraða útgáfu af ferðasögu Sápuóperunnar frá Palestínu.
————————————————–
Ég hélt að það hefði verið planið allan tímann.
Posted by: Alexander | 31.10.2008 | 12:03:15
————————————————–
Moi! Styð þessa hugmynd heilshugar. En opnaðu samt búðina líka, amk fram að jólum.
Posted by: Kristín | 31.10.2008 | 17:11:57
————————————————–
Jájá, búðin opnar á mánudaginn.
Posted by: Eva | 31.10.2008 | 21:44:37
————————————————–
Þú ert sannarlega hugrökk kona að opna búðina aftur eins og ástandið er 🙂
Ég bíð spenntur eftir að lesa ferðasögunna ef ég verð enn á landinu:)
Posted by: GVV | 31.10.2008 | 21:50:04
————————————————–
Mundi kaupa og lesa bókina.
Posted by: Hulda H. | 1.11.2008 | 1:13:53
————————————————–
o/
Posted by: hildigunnur | 1.11.2008 | 19:18:07
————————————————–
Þð stendur ekki á mér að rétta upp hendi- jafnvel báðar.
Posted by: Ragna | 2.11.2008 | 23:09:00
————————————————–
Ég mundi kaupa bókina.
Posted by: Vésteinn Valgarðsson | 4.11.2008 | 6:06:21
————————————————–
*rétt upp hönd* :Þ
Posted by: Björgvin | 22.11.2008 | 13:58:45