Skemmtiþjófar á Facebook – leikjaboð

Ég tek oft eftir því að fésbókarnotendur ergja sig á því að fréttaveitan þeirra sé full af kattamyndum, pólitískum áróðri eða lélegum húmor. Einnig sér maður oft furðulostinn netverja velta því fyrir sér hvernig hann lenti í tilteknum hóp. Í hverri einustu viku sé ég gremjuleg skilaboð á borð við “hættið að senda mér leikjaboð!”.

Facebook getur sannarlega verið óþolandi fyrir þá sem kunna ekki á hana en sem betur fer er hægt að hafa einhverja stjórn á flestum þessara vandamála án þess að henda fólki út af vinalistanum. Mun ég nú ausa úr viskubrunni mínum. Leikjaboð fyrst. Eitthvað meira seinna ef ég nenni því.

Hversvegna þýðir ekkert að biðja fólk að hætta að senda leikjaboð?

Ég veit ekki til þess að hægt sé að koma alfarið í veg fyrir leikjaboð (ef það er hægt þigg ég upplýsingar með þökkum) en það er hægt að fækka þeim verulega. Það sem mun ekki virka til þess að losna við leikjaboð er að setja “hættið að senda mér leikjaboð” eða “ég ætla að blokkera alla sem senda mér leikjaboð” í stöðulínuna.

Í fyrsta lagi munu margir vinir þinna ekki sjá þessi skilaboð. Sumir þeirra eru ekki skráðir inn á sama tíma og þú. Sumir eru með svo marga á vinalistanum að þeir ná ekki að fylgjast með öllu sem kemur inn á fréttaveituna. Sumum þeirra finnst þú sjálf(ur) hinn mesti skemmtiþjófur (þótt þeir elski þig nú samt) og hafa því sett þig á kunningjalistann eða valið að sjá ekki öll innlegg frá þér (ég skal kannski segja þér hvernig það er gert síðar.)

indexVirkar ekki

Í öðru lagi er alls ekki víst að vinir þínir séu að leggja þig í einelti þótt þú fáir mörg leikjaboð. Sumir leikir eru nefnilega svo hjálpsamir að þeir senda leikjaboð í þínu nafni ef þú notar þá, hvort sem þú kærir þig um það eða ekki. Það eina sem aðrir geta gert til að tryggja að þú fáir ekki leikjaboð frá þeim (fyrir utan að fjarlægja þig af vinalistanum) er að hætta sjálfir að spila leiki sem þeir hafa ánægju af. Og það er ekki að fara að gerast.

Í þriðja lagi er líklegt að margir á vinalistanum þínum hafi sent þér vinarboð eða samþykkt þitt af einhverjum öðrum ástæðum en einskærri ást og ævarandi hollustu og taki það nákvæmlega ekkert nærri sér þótt þú hendir þeim út af vinalistanum eða blokkerir þá. Þeim gæti jafnvel dottið í hug að þín fýla sé þitt vandamál.

Rottenecards_9816663_qfvp6x7pmhVirkar ekki heldur

 

Að losna við leikjaboð

Það sem virkar er hinsvegar þetta:

Screenshot from 2013-07-07 10:07:20Vinstra megin við fréttaveituna þína er hliðarslá og þar fyrir neðan miðju ættirðu að sjá svona mynd.

Smelltu á App Center.

 

Screenshot from 2013-07-07 10:14:41

Nú ættirðu að sjá þessa mynd (nema kannski með miklu hærri tölu í rauða reitnum) neðarlega á síðunni lengst til vinstri.

Smelltu á Requests.

Screenshot from 2013-07-07 10:25:26

Hér sérðu leikjaboð. Í þessu tilviki boð um að spila Friends With Benefits. Smelltu á krossinn ef þú vilt ekki prófa leikinn. Ef þú hefur aldrei blokkerað leiki sérðu sennilega langan lista af einhverju Farm Ville og Candy Crush dóti.

Screenshot from 2013-07-07 10:33:26

Nú kemur upp svona mynd. Ef þú velur báða möguleikana; Block… og Ignore all requests from... muntu hvorki fá leikjaboð frá þessum leik né frá þessum vini framar. Svo ferðu eins að með næsta leik í röðinni. Þú ert ekki að blokkera vin þinn með þessu og hann fær ekki tilkynningu um að þú viljir ekki leikjaboð frá honum svo þú ert ekki að særa neinn eða skemma nein sambönd með þessu, heldur bara að losna við bögg. Ef þú gerir þetta daglega í smá tíma dregur verulega úr leikjaboðum. Ég fæ t.d. ekki nema 1-2 leikjaboð á viku þótt ég eigi lögheimili á Facebook.

 

En ef þú sérð eftir því?

Ef þú vilt fá leikjaboð frá þessum leik eða þessum vini einhverntíma seinna, getur þú auðveldlega fjarlægt síuna.

 

Þú smellir fyrst á tannhjólið í horninu hægra megin. Screenshot from 2013-07-07 10:59:16Þá færðu upp mynd sem líkist þessari.

Smelltu á Privacy Settings.

 

 

Screenshot from 2013-07-07 11:19:34  Vinstra megin kemur upp svona mynd. Veldu Blocking.

Nú færðu upp nokkra lista. Fyrst með þeim sem þú hefur blokkerað, ef þú notar þann möguleika. Þar fyrir neðan er Block app invites og þar birtist listi nem nöfnum þeirra sm þú hefur stöðvað leikaboð frá og unblock fyrir aftan hvert nafn. Fyrir neðan þann lista er annar listi með nöfnum þeirra leikja sem þú hefur blokkerað.

Þú velur unblock fyrir þá leiki og/eða vini sem eru í náðinni og sjá; leikjaboðin munu streyma inn að nýju.

Einnig birt hér

Skilaboð mín til Erlings Freys Guðmundssonar

Fúskið á íslenskum fjölmiðlum er löngu hætt að koma mér á óvart svo þótt mér þyki miður að fjölmiðlaveldi 365 segi upp hæfu fólki, get ég ekki sagt að ég sé beinlínis hissa á því.  Ég er hinsvegar furðu lostin yfir því að nokkrum skuli detta í hug að standa að uppsögn á þann hátt sem lýst er í fyrrnefndum pistli Láru Hönnu.

Halda áfram að lesa

Ætlar Brynjar Níelsson að fá sér alvöru vinnu?

Nýverið sagði Brynjar Níelsson í útvarpsviðtali á Harmageddon að hinar skapandi greinar dældu peningum úr ríkissjóði. Það er ekki alveg rétt. Eins og spyrillinn benti honum á er hægt að reikna það út og niðurstaðan er sú að skapandi greinar velta jafn miklu og álframleiðsla. Nokkrum dögum síðar bárust svo fréttir af því að gestir Eve Fanfest hefðu skilið 400 milljónir eftir í landinu. Einn atburður sannar auðvitað ekkert en þessi skýrsla gefur vísbendingu um að Brynjar ætti að endurskoða þá hugmynd sína að skapandi greinar séu afæta á ríkissjóði. Halda áfram að lesa

Er löggan undirmönnuð?

Löggan er með mann í fullu starfi við að hanga á facebook. Í fullu starfi, auk þess sem 12 til viðbótar sinna síðunni í hjáverkum. Eruði ekki að djóka? Hvernig getur það verið fullt starf að uppfæra snjáldursíðu 3-5 sinnum á dag og svara 1-2 fyrirspurnum? Og hvernig getur stofnun sem segist vera undirmönnuð réttlætt slíka notkun á starfskrafti? Halda áfram að lesa

Góð þjónusta hjá DV

Það hefur marga kosti að halda úti bloggi. Maður mótar sína eigin ritstjórnarstefnu, skrifar um það sem manni bara sýnist og þarf ekki að hafa áhyggjur af orðafjölda. En stundum skiptir máli að ná til stærri lesendahóps en fastagesta á blogginu og þá getur verið hentugt að biðja blöðin að birta grein. Oftast gera þau það en maður getur þó ekki vænst þess að aðsendar greinar séu settar í forgang. Halda áfram að lesa

Þarf ríkissaksóknari að sæta ábyrgð?

Árlega fær lögreglan 175 hleranaheimildir. Það merkir ný hlerunarheimild næstum því annan hvern dag. Heimildir hafa gilt í allt að 110 daga. Hversu lengi ætli hleranaheimildir gildi að meðaltali? Hversu margir hlerunardagar eru þetta samanlagt? Halda áfram að lesa

Vítisenglamálið sem reyndist ekki Vítisenglamál

Ísland er andverðleikasamfélag. Samfélag þar sem undirmálsfólk kemst auðveldlega í áhrifastöður. Þar sem þingmaður sem hefur misfarið með almannafé í starfi og hlotið fangelsisdóm fyrir er kosinn aftur á þing. Þar sem fólk hefur verið ráðið til háskólakennslu án þess að hafa einu sinni lokið meistaraprófi. Þar sem það telst blaðamennska að renna greinum úr erlendum þvaðurblöðum í gegnum google translate. Þessi upphafning vanhæfninnar kemur sér vel fyrir nokkra einstaklinga en bitnar almennt á fjöldanum. Einn stór kostur fylgir þó andverðleikasamfélagi; vanhæfni valdafólksins nær einnig til undirheima. Halda áfram að lesa