Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu á því hvað getur gerst þegar ríki fara að kortleggja upplýsingaóreiðu. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Lýðræði og stjórnsýsla
Söguförðun Umboðsmanns barna
Þann 29. apríl birti formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, bréf frá Umboðsmanni barna, dagsett 28. apríl. Þar gagnrýni embættið félagið fyrir að ákveða verkfallsaðgerðir án samráðs við börn sem liðu fyrir þær og ættu samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna rétt til menntunar. Halda áfram að lesa
Spjall um fjölmiðlafrelsi í Harmageddon
Ætlar Elfa Ýr Gylfadóttir að ritskoða gagnrýni á Evrópusambandið?
Í framhaldi af umfjöllun um takmarkanir á tjáningarfrelsi í Evrópu
Í því flóði misskilnings, áróðurs og vafasamra upplýsinga sem alltaf fylgja krísum er þörf á áreiðanlegum fjölmiðlum. Eitthvað virðast íslensk yfirvöld efast um getu eða vilja fjölmiðla til þess að miðla réttum upplýsingum sem varða kórónufaraldurinn, því nú á, í nafni þjóðaröryggis, að koma á koppinn vinnuhópi sem á að „… kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi og gera tillögur um aðgerðir til þess að sporna gegn henni.“ Halda áfram að lesa
Þrengt að tjáningarfrelsi í Evrópu
Sumarið 2019 varð Twitter-færsla finnskar þingkonu tilefni lögreglurannsóknar. Konan heitir Päivi Räsänen, hún er kristilegur demókrati, var um tíma formaður flokksins og gegndi embætti innanríkisráðherra frá 2011-2015. Halda áfram að lesa
Neyðarástand er kjörlendi fasisma
Þegar ógn steðjar að samfélögum reiðir almenningur sig á leiðtoga.
Við stöndum frammi fyrir því núna að vegna krúnuveikinnar hefur frelsi okkar verið skert og það skynsamlegasta sem við getum gert er að sætta okkur við samkomubann og fyrirmæli um sóttkví á meðan ógnin er fyrir hendi. En gleymum því ekki að um leið og við gefum eftir hluta af frelsi okkar og réttindum er lýðræðinu líka hætta búin. Halda áfram að lesa
Vandamálið er ekki skortur á trausti
Forsætisráðherra skipaði nefnd til að finna út hvernig auka mætti traust almennings á stjórnmálum. Af því að engum datt í hug að heppileg leið til þess væri að sú að standa við orð sín, segja satt, hafa upplýsingar aðgengilegar og axla ábyrgð. Ekki fer neinum sögum af því hvað gert var við tillögur starfshópsins, sem komst að einkar fyrirsjáanlegum niðurstöðum. Halda áfram að lesa
Þannig lýsir spilling sér
Ég fann þessa fallegu mynd af lýðræðinu hér
Ég veit ekki hver setti hana saman
Skömmu fyrir jól birti þingmaður nokkur Facebook-færslu þar sem hann undrast umræðuna um spillingu á Alþingi. Hann verði lítið var við spillingu þar á bæ og skilji ekki hvernig hún ætti eiginlega að lýsa sér. Halda áfram að lesa
Heilindaramminn
Eitt af fyrstu embættisverkum Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra var að skipa starfshóp sem ætlað var að finna leiðir til auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslu á Íslandi. Ég hefði reyndar getað sagt Katrínu, án þess að taka krónu fyrir það, að skilvirkasta leiðin til að auka tiltrú almennings á stjórnmálum og stjórnsýslu eru heiðarleiki og vönduð vinnubrögð. Stjórnsýslan þarf að fara að lögum og hætta að líta á stjórnsýslustofnanir sem einkafyrirtæki og stjórnmálamenn þurfa að vera sjálfum sér samkvæmir. Það kemur mér því ekkert sérstaklega á óvart að starfshópurinn telji nauðsynlegt að byggja á heilindahugtakinu.
Ætla þau að sætta sig við svarleysið?
Í dag eru 5 mánuðir frá því að fréttist að Haukur, sonur minn, væri talinn af eftir loftárás Tyrkja á Afrínhérað í Sýrlandi. Við vitum ekki hvar líkið er. En Tyrknesk stjórnvöld vita það. Halda áfram að lesa