Ég trúi því að manneskjan geti haft áhrif á veruleikann með huga sínum. Ég kalla það galdur af því ég get ekki fært nein vísindaleg rök fyrir því. Ég trúi því að undarlegar tilviljanir séu ekki alltaf tilviljanir heldur séu fleiri lögmál en orsakalögmálið að verki í veröldinni. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Trúmál
Svar frá Sverri Agnarssyni við áskorun um að fordæma Brunei
Sverrir Agnarsson hefur nú svarað áskorun minni um að fordæma íslömsk refsilög sem tóku gildi í Brunei þann 3ja apríl sl. Vegna þrýstings frá mannréttindasamtökum og frægu fólki sem hefur hvatt til sniðgögnu á fyrirtækjum í eigu soldánsins og fjölskyldu hans hefur Brunei ákveðið að hætta við framkvæmd refsinga að sinni. Ekki stendur þó til að afnema lögin. Hér er svar Sverris við áskorun minni. Halda áfram að lesa
Hvað er íslamskt við ISIS?
Sverrir Agnarsson hefur svarað pistli mínum frá því í gær á facebook. Rétt er að taka fram að ég hef alls ekki krafið hann svara við mínum pælingum heldur beðið hann og Salmann Tamimi að bregðast skýrt og opinberlega við refislöggjöf Brunei. Það er þó alltaf gaman að fá svör frá fólki sem er vel inni í málunum og sérstaklega þegar svarið býður upp á áframhaldandi umræðu. Halda áfram að lesa
Þegar góða fólkið ætlar að hjálpa múslímum
Stundin birti í gær grein eftir Gunnar Hrafn Jónsson undir heitinu Dómstólar Guðs. Efni hennar er það sem í daglegu tali er kallað Sharia-lög, þ.e. lög sem byggð eru á trúarritum Islam. Greininni virðist ætlað að sýna fram á að sú grimmilega refsilöggjöf og lagaframkvæmd sem tíðkast í strangtrúarríkjum múslíma sé eiginlega ekki Islam að kenna. Halda áfram að lesa
Áskorun til talsmanna múslíma á Íslandi
Smáríkið Brunei hefur nú tekið upp dauðarefsingu við skírlífisbrotum. Nánar tiltekið á að grýta fólk til bana fyrir framhjáhald og endaþarmsmök, hvort sem það fellst á siðaboðskap Islam eður ei. Dauðarefsing liggur einnig við guðlasti og því að ganga af trúnni ásamt ýmsum alvöru afbrotum. Halda áfram að lesa
Hvernig skal uppræta Islam
Í umræðunni um innflytjendur og flóttafólk heyrast æ oftar fullyrðingar um „Islamsvæðingu“ Evrópu, að múslímar séu að yfirtaka álfuna, innleiða Sharía lög og kollvarpa menningunni og vestrænum gildum. Halda áfram að lesa
Veitum biskupnum verkfallsrétt
Biskup fær 270.000 króna afturvirka hækkun
Færri fá desemberuppbót en í fyrraÞann 19. desember sl. stóðu þessar fyrirsagnir svona skemmtilega saman á vef Ríkisútvarpsins.
Hvað hefði Jesús gert?
Kristnir menn reyna iðulega að slá einkaeign sinni á almennar hugmyndir um manngæsku. Hugmyndir sem eru sennilega jafngamlar mannkyninu. Það fer stundum í taugarnar á mér þegar þær eru kallaðar „kristileg gildi“. Halda áfram að lesa
„Mamma – hvernig væri heimurinn ef kommúnismi væri ekki til?“
Ég er með hugmynd að sjónvarpsþætti sem væri vel við hæfi að sýna í barnatíma RÚV. Halda áfram að lesa