Fyrr í þessari viku var flóttakona hýdd í Íran. Hún heitir Leila Bayat og okkur kemur þetta mál við, ekki bara vegna þess að öll mannréttindabrot koma okkur við, heldur vegna þess að það vekur spurningar um stefnu Íslendinga í málefnum hælisleitenda. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Afghanistan
Enn eitt hryðjuverkið
The Guardian greindi frá því í gær að ekki færri en sjö manns hafi látist og 119 særst í þremur sprengjuárásum í Kabúl síðustu daga. Fyrsta sprengjan sprakk við jarðarför þegar einn mótmælenda sem létu lífið í mótmælum gegn stjórnvöldum núna á föstudag var borinn til grafar. Tvær sjálfmorðssprengjuárásir fylgdu í kjölfarið. Meira en þúsund manns voru þar samankomnir og talið er líklegt að tilkynningar um fleiri særða eða látna eigi eftir að berast. Halda áfram að lesa
„Í Afghanistan komast konur ekki af án fjölskyldu“ – Viðtal við flóttakonur sem á að vísa úr landi
Mæðgurnar Torpikey Farrash og Maryam Rasí eru flóttakonur frá Afghanistan. Þær hafa dvalið á Íslandi í 11 mánuði. Þær eru fyrstu konurnar frá Afghanistan sem sækja um hæli á Íslandi en standa nú frammi fyrir brottvísun. Halda áfram að lesa
Trúarbrögð eru oft notuð til að réttlæta voðaverk
Fólk deyr ef það drekkur ekki
Þegar ég sá fréttir af hungurverkfalli unga flóttamannsins Ghasem, frá Afghanistan, hristi ég höfuðið. Hungurverkfall er þjáningafull og stórskaðleg mótmælaaðferð sem bitnar fyrst og fremst á mótmælandanum sjálfum og hefur sjaldan áhrif fyrr en ástandið er orðið lífshættulegt. Halda áfram að lesa
Frumvarp til útlendingalaga verður að fara í gegn – gestapistill frá No Borders
Þann 13. febrúar sl bárust fréttir af því að hersveitir Nató hefðu drepið 10 óbreytta borgara í Afghanistan, þar af 5 börn. Núna í síðustu viku féllu svo tvö smábörn sem voru álitin hryðjuverkamenn. Halda áfram að lesa
Fébætur í stað fangavistar
Þann 13. febrúar sl bárust fréttir af því að hersveitir Nató hefðu drepið 10 óbreytta borgara í Afghanistan, þar af 5 börn. Núna í síðustu viku féllu svo tvö smábörn sem voru álitin hryðjuverkamenn. Halda áfram að lesa
Fjör hjá flóttatúristum
Að vera flóttamaður er góð skemmtun.
Flóttamenn eru í raun og veru túristar í dulargervi. Þeir ljúga upp allskonar sögum um að í heimalöndum þeirra ríki stríð eða ólýðræðislegir stjórnarhættir með skoðanakúgun og óeðlilegum afskiptum stjórnvalda. Halda áfram að lesa
Safaríkt svar frá mannréttindaráðherra
Ég hef töluvert álit á Ögmundi Jónassyni. Allavega tel ég hann öðrum líklegri til að koma góðum hlutum til leiðar sem dómsmálaráðherra og yfirleitt kemur hann mér þannig fyrir sjónir að hann hafi sterka réttlætiskennd, sé sjálfum sér samkvæmur en jafnframt víðsýnn og tilbúinn til að hlusta á almenna borgara þegar þeir deila skoðunum sínum með honum. Ég varð því dálítið hissa í morgun þegar ég opnaði tölvupóstinn minn og las svar við erindi sem ég sendi inn á vefsetur hans, líklega á mánudaginn.
Þetta var örstutt fyrirspurn um það hvort mannréttindaráðuneytið hefði beitt sér eða hyggðist á einhvern hátt bregðast við máli írönsku konunnar Sakineh Ashtiani sem nú situr í fangelsi í Tarbriz og bíður þess að vera grafin niður í holu og grýtt til bana. Ég hef oft skrifað ráðamönnum og opinberum stofnunum vegna mannréttindamála og yfirleitt hef ég fengið svör, misgóð að vísu, oft bara einhverja klisju um að viðkomandi muni ‘fylgjast með þessu máli’ (hvernig sem það á nú að hjálpa) en næstum alltaf benda svörin til að einhver hafi allavega lesið bréfið. Össur Skarphéðinsson, svaraði t.d. sama erindi frá mér í síðustu viku og sagðist hafa mótmælt dómnum í bréfi sem var afhent sendiherra Irans í Noregi. Að vísu má ekki birta það bréf opinberlega og maður hlýtur að velta því fyrir sér hversvegna þurfi leynimakk í kringum álit íslenskra stjórnvalda á mannréttindabrotum, en hann svaraði þó allavega eins og hann hefði lesið tölvupóstinn.
Svarið sem ég fékk við bréfi mínu til Ögmundar var sent frá netfanginu safi@bsrb.is. Hraðleit á google bendir til þess að eigandi þessa netfangs sé upplýsingafulltrúi bsrb og það er svosem gott mál ef bsrb hefur áhuga á mannréttindamálum. Ég veit samt ekki alveg hvort ég á að túlka svarið sem merki um að Ögmundur áframsendi slík erindi til vina sinna hjá BSRB, að Ögmundur sjálfur deili netfangi með Sigurði eða sem merki um að einhver fáviti hafi komist í tölvupóstinn.
Svarið er stutt og laggott og skrifað í hástöfum:
ÞÓTTI VÆNT UM BRÉF ÞITT. KÆRAR ÞAKKIR. KV. ÖGMUNDUR
Hvað kostar að hringja í Guð?
Mikið rosalega er kornmælir alþjóðasamfélagsins stór. Ekki hækkaði yfirborð hans verulega við innrásina í Afghanistan og Líbanon dugir greinilega ekki til að fylla hann heldur. Hvaða þjóð verður næst bútuð niður í heilögu stríði gegn hryðjuverkum? Halda áfram að lesa