Markmiðið með hryðjuverkum er að skapa ótta og glundroða. Skekja heimsmyndina og fá yfirvöld til þess að setja ómælda peninga og vinnu í vita tilgangslausar aðgerðir. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Hryðjuverk
Enn eitt hryðjuverkið
The Guardian greindi frá því í gær að ekki færri en sjö manns hafi látist og 119 særst í þremur sprengjuárásum í Kabúl síðustu daga. Fyrsta sprengjan sprakk við jarðarför þegar einn mótmælenda sem létu lífið í mótmælum gegn stjórnvöldum núna á föstudag var borinn til grafar. Tvær sjálfmorðssprengjuárásir fylgdu í kjölfarið. Meira en þúsund manns voru þar samankomnir og talið er líklegt að tilkynningar um fleiri særða eða látna eigi eftir að berast. Halda áfram að lesa