Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor í fjölmiðlarétti, birti í gær skoðanapistil á Vísi undir heitinu Víðir Reynis og samfélagslegi sáttmálinn. Greinin er augljóslega viðbragð við pistli Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur Þarf ég að hætta að hlýða þér Víðir? enda þótt þess pistils eða höfundar hans sé í engu getið. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Fjölmiðlar
Hvar er þessi yfirlýsing Íslands vegna árásanna á Sýrland?
Umfjöllun Kristrúnar um yfirlýsinguna frá mínútu 22
Í Silfrinu nú um helgina þar sem ræddar voru árásirnar á Sýrland og viðbrögð Natóríkja við þeim, hélt Kristrún Heimisdóttir því fram að Ísland hefði sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst væri skilningi á þessum aðgerðum en ekki sérstökum stuðningi. Kristrún sagðist hafa tekið eftir því hvernig yfirlýsing Íslands var orðuð, lagði áherslu á að orðalag hennar skipti máli og að slíkar yfirlýsingar væru ekki léttvægar því þær væru lesnar upp í sendiráðum og utanríkisráðuneytum um allan heim (frá og með 22. mínútu). Halda áfram að lesa
Enn eitt hryðjuverkið
The Guardian greindi frá því í gær að ekki færri en sjö manns hafi látist og 119 særst í þremur sprengjuárásum í Kabúl síðustu daga. Fyrsta sprengjan sprakk við jarðarför þegar einn mótmælenda sem létu lífið í mótmælum gegn stjórnvöldum núna á föstudag var borinn til grafar. Tvær sjálfmorðssprengjuárásir fylgdu í kjölfarið. Meira en þúsund manns voru þar samankomnir og talið er líklegt að tilkynningar um fleiri særða eða látna eigi eftir að berast. Halda áfram að lesa
Og Kastljósið tekur þátt í þögguninni
Á Íslandi er nú stödd sænsk kona að nafni Pye Jakobsson. Hún er einn helsti talsmaður réttindabaráttu starfsfólks í kynlífsiðnaði og starfaði sjálf í þeim geira í mörg ár. Koma Pye til Íslands er samstarfsverkefni sænsku samtakanna Rose Alliance og Snarrótarinnar – samtaka um borgaraleg réttindi en tilefni heimsóknarinnar er sú ósvinna utanríkisráðuneytis Íslands, að standa í vegi fyrir því að starfsfólk í kynlífsþjónustu verði skilgreint sem sex workers í áliti sem unnið er að fyrir UNAIDS. Halda áfram að lesa
Harmur Binga
Þegar ég sá viðbrögð Björns Inga Hrafnssonar við stórfrétt þriðjudagsins fór ímyndunaraflið á flug. Halda áfram að lesa
Frábær ósigur
Ísland komst ekki áfram í Eurovision. Það eru eflaust vonbrigði fyrir þá sem lögðu vinnu í undirbúning og sérstaklega fyrir ungu söngkonuna sem öll athyglin beinist að. Halda áfram að lesa
„Mamma – hvernig væri heimurinn ef kommúnismi væri ekki til?“
Ég er með hugmynd að sjónvarpsþætti sem væri vel við hæfi að sýna í barnatíma RÚV. Halda áfram að lesa
Blaðamannaverðlaunin afhent
Blaðamannaverðlaun Evu Hauksdóttur voru afhent í fyrsta sinn sunnudagskvöldið 22. desember. Þrír blaðamenn hlutu viðurkenningar að þessu sinni. Halda áfram að lesa
Hvor fréttin er röng?
Hólmsteinn, lækin og feministarnir
Kæri Hannes Hólmsteinn
Ég fyrirlít sumar pólitískar skoðanir þínar. Það er ekkert persónulegt. Ef ég sæi þig standa við stöðumæli og snúa vösunum út, myndi ég rétta þér tíkall. Ég fyrirlít samt brauðmolakenninguna, hugmyndina um einkavæðingu auðlinda, stóriðjustefnu og margt fleira sem pilsfaldakapítalistar boða. Halda áfram að lesa