Löggan skúrar eftir sig

logr_saks

Ætli það tíðkist nokkursstaðar í hinum vestræna heimi að þegar lögreglan skýtur mann til bana fái hún sjálf að hreinsa vettvang  áður en rannsókn hefst? Eru þetta eðlileg vinnubrögð? Hvernig er þetta gert í öðrum löndum? Og hversvegna eru engir fjölmiðlar að leita svara við því? Halda áfram að lesa

Ekki mistök heldur ofbeldi

Ef er miðað beint í augun á fólki, ef gleraugu eru rifin af því svo sé auðveldara að úða beint í augu, ef maður sem stendur upp við vegg og fylgist með aðgerðum er laminn harkalega í fótleggi með kylfu, táragasi er beitt EFTIR að mótmælendur sjálfir eru búnir að ná tökum á áflogahundum, þá heita það ekki mistök, heldur ofbeldi.

Halda áfram að lesa

Viðbrögð við piparúða og táragasi

Þar sem hefur sýnt sig að lögreglan lætur ekki smábörn og gamalmenni hindra sig í að beita vopnum án viðvörunar, mæli ég þó með því að börn, sjúklingar og viðkvæmt fólk haldi sig frá Seðlabankanum þennan dag. Þeir sem vilja mæta ættu að taka með sér sundgleraugu og andlitsklúta og lesa þessa færslu. Halda áfram að lesa

Löggan sem beitti kylfunni

Cartoon-PoliceEinu sinni vann ég við öryggisgæslu. Hluti af starfinu fólst í því að taka skýrslur af þeim sem voru grunaðir um þjófnað, skemmdarverk eða önnur smáafbrot og vísa fólki af svæðinu ef það var drukkið eða með óspektir. Á þeim tíma var mikill áhugi fyrir því meðal ungra öryggisvarða að fá að ganga vopnaðir enda þyrftu þeir einatt að eiga við drukkið fólk og hættulegt. Halda áfram að lesa