Afglapaskrá lögreglunnar 3. ársfjórðungur

Júlí

Í byrjun júlí réðust menn á unga stúlku á útihátíð.  Viðbrögð lögreglunnar, þegar móðirin kvartaði yfir aðgerðaleysi hennar, voru þau að segja móðurinni til um barnauppeldi. Það er undarlegur andskoti að lögreglumenn sem meta aldur og þroska stúlkunnar svo að hún hefði átt að vera sofandi heima hjá sér, skuli samt sem áður hvorki hafa séð ástæðu til þess að koma barninu undir læknishendur né í hendur foreldra. Halda áfram að lesa

Afglapaskrá lögreglunnar 2. ársfjórðungur

Apríl
.
Apríl hófst með frétt um konu sem varð fyrir kynferðisglæp af hálfu lögreglumanns. Nógu helvíti erfitt er að koma lögum yfir nauðgara (og með þessum orðum er ég ekki að mæla með öfugri sönnunarbyrði) en ekki er auðveldara að koma lögum yfir löggur.  Þetta mál átti aldrei séns.

Halda áfram að lesa

Afglapaskrá lögreglunnar 2011 -inngangur

Af og til birtast fréttir af undarlegum vinnubrögðum lögreglu og dómstóla, valdníðslu og jafnvel hreinu og kláru ofbeldi. Sjaldgæft er þó að kærur á hendur lögreglunni fari fyrir dóm enda kannski ekki við því að búast þegar um er að ræða stofnun sem hefur eftirlit með sjálfri sér. Það er í rauninni ótrúlegt að ekki skuli vera til nein óháð eftirlitsstofnun eða embætti sem fylgist með störfum lögreglunnar og nú þegar við sjáum fram á að frumvarp um auknar njósnaheimildir lögreglu, verði lagt fram á Alþingi, er sérstök ástæða til þess að koma slíku embætti á. Halda áfram að lesa

Þvaglegg sýslumann vantar tölvuleik

Embættisafglöp Þvagleggs sýslumanns eru efni í heila sjónvarpsþáttaröð. Samt virðist vera útilokað að koma manninum frá völdum. Þetta er einn af mörgum ókostum þess að búa við yfirvald. Þeir sem misnota vald sitt sitja bara sem fastast, árum saman. Þeir stjórna ekki bara ákveðnum verkefnum, þeir hafa eins og nafnið gefur til kynna, vald yfir okkur hinum.

Halda áfram að lesa

Þegar Þvagleggur sýslumaður gerðist aðalpersóna í fjölskylduharmleik

Sögurnar af óvenjulegum vinnubrögðum Þvagleggs sýslumanns, gætu eflaust fyllt heila bók. Flestir þekkja söguna af því hvernig Þvagleggur fékk viðurnefni sitt en ég hygg að einhverjir hafi gleymt sögu Helgu Jónsdóttur og fjölskyldu hennar. Sú saga varpar ljósi á frumlegar hugmyndir Þvagleggs sýslumanns um refsivörsluástæður. Halda áfram að lesa

Af nýstárlegum löggæsluaðferðum Þvagleggs sýslumanns

Þvagleggur sýslumaður er frumlegur maður. Maður sem hugsar út fyrir kassann og beitir áður óþekktum aðferðum í baráttunni gegn glæpum. Þolendur kynferðisbrota hafa nú eignast nýjan og öflugan málsvara í þessum óvenjulega fulltrúa réttlætisins og gleður það mig ósegjanlega. Halda áfram að lesa

Gullkorn úr stóra vegatálmunarmálinu

Lesendum til skemmtunar ætla ég nú loksins að birta nokkur gullkorn úr vitnaleiðslum og málflutningi í stóra vegatálmunarmálinu. Þess ber að geta að ég hef ekki upptökur tiltækar, svo þótt ég setji þetta upp sem samtöl getur vel verið að orðalag sé lítillega breytt og það sama á við um atburðaröðina. Halda áfram að lesa