Meira en 50 milljónir á flótta í eigin landi

Straumur flóttamanna til Evrópu á síðustu árum hefur ekki farið fram hjá neinum. Fjöldi manns setur sig í lífshættu árlega til að komast yfir landamæri og margir týna lífi á leiðinni. Það sem af er árinu 2020 hefur yfirvöldum verið tilkynnt um minnst 760 manns sem hafa látist á flóttanum eða er saknað. En hörmungunum lýkur ekki þótt fólk komist á áfangastað. Oft eru hælisleitendur í biðstöðu árum saman, margir heimilslausir og margir á hrakningum milli landa. Halda áfram að lesa

Fjölmiðlafrelsi á tímum kórónunar

Munið þið þegar öryggisleit var hert á flugvöllum og víða um heim sett lög sem heimiluðu stjórnvöldum ýmis inngrip í friðhelgi borgaanna í kjölfar árásanna á tvíburaturnana og Pentagon haustið 2001? Eftir öll þessi ár hefur ekkert verið slakað á öryggiskröfum á flugvöllum. Ráðstafanir sem eru réttlættar með „fordæmalausum tímum“ hafa tilhneigingu til að verða varanlegar. Halda áfram að lesa

Hættum tanngreiningum og meðhöndlum börn eins og börn

Djöfull eru þessar tanngreiningar ömurlegar. Ekki bara af því að þær eru óáreiðanlegar heldur af því að þær afhjúpa þá afstöðu ríkisvaldsins að ganga skuli út frá því að flóttafólk sé síljúgandi. Hversu mikill ætli kostnaður ríkissins við að reyna að sanna lygar á hælisleitendur sé? Halda áfram að lesa

Eru þessar dagsetningar tilviljun?

Þann þriðja júlí 2008 hófst barátta fyrir réttindum flóttafólks á Íslandi fyrir alvöru. Atburði dagsins þekkja flestir. Eldhugarnir Jason Slade og Haukur Hilmarsson hlupu inn á flugbraut og röskuðu með því flugáætlun. Markmiðið var að hindra brottvísun pólitísks flóttamanns Pauls Ramses. Halda áfram að lesa

Annað lík svívirt

Ahmad M. Hanan

Ekki hefur myndskeiðið af limlestingunum á líki Barin Kobani haft þau áhrif að yfirvaldinu finnist ástæða til að spyrja Tyrki hvað þeir hafi gert við líkamsleifar sonar míns. Í dag rakst ég á annað dæmi frá febrúar um meðferð FSA í Afrín á líkum andstæðinga hersveita Tyrkja. Hér er það lík karlmanns úr röðum YPG, Ahmads M. Hanan, sem er svívirt. Hann var Yazidi maður. Sameinuðu þjóðirnar flokka ofsóknir Islamska ríkisins gagnvart Yazidi fólkinu sem þjóðarmorð. Halda áfram að lesa

Alþjóðadómstóll telur Erdoğan ábyrgan fyrir stríðsglæpum


Í gær komst alþjóðadómstóll í málefnum Tyrkja og Kúrda að þeirri niðurstöðu að Erdoğan, þjóhöfðingi Tyrkja, bæri beina ábyrgð á stríðsglæpum tyrkneska ríkisins gagnvart Kúrdum á undangengum árum. Dómurinn mælir meðal annars með því „neyðarástandi“ verði aflétt en í skjóli þess hafa Tyrkir áskilið sér rétt til að sniðganga ýmis ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. Réttarríkið verði endurreist í Tyrklandi, blaðamönnum og fræðimönnum sleppt úr haldi og fjölmiðlafrelsi endurvakið. Ennfremur að Tyrkir kalli herdeildir sínar frá Afrín og að stríðsglæpir verði rannsakaðir í Tyrklandi og sekum refsað fyrir stríðsglæpi. Halda áfram að lesa