Ætlar Elfa Ýr Gylfadóttir að ritskoða gagnrýni á Evrópusambandið?

Í framhaldi af umfjöllun um takmarkanir á tjáningarfrelsi í Evrópu

Í því flóði misskilnings, áróðurs og vafasamra upplýsinga sem alltaf fylgja krísum er þörf á áreiðanlegum fjölmiðlum. Eitthvað virðast íslensk yfirvöld efast um getu eða vilja fjölmiðla til þess að miðla réttum upplýsingum sem varða kórónufaraldurinn, því nú á, í nafni þjóðaröryggis, að koma á koppinn vinnuhópi sem á að „… kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi og gera tillögur um aðgerðir til þess að sporna gegn henni.“ Halda áfram að lesa

Fjölmiðlafrelsi á tímum kórónunar

Munið þið þegar öryggisleit var hert á flugvöllum og víða um heim sett lög sem heimiluðu stjórnvöldum ýmis inngrip í friðhelgi borgaanna í kjölfar árásanna á tvíburaturnana og Pentagon haustið 2001? Eftir öll þessi ár hefur ekkert verið slakað á öryggiskröfum á flugvöllum. Ráðstafanir sem eru réttlættar með „fordæmalausum tímum“ hafa tilhneigingu til að verða varanlegar. Halda áfram að lesa

Neyðarástand er kjörlendi fasisma

Þegar ógn steðjar að samfélögum reiðir almenningur sig á leiðtoga.
Við stöndum frammi fyrir því núna að vegna krúnuveikinnar hefur frelsi okkar verið skert og það skynsamlegasta sem við getum gert er að sætta okkur við samkomubann og fyrirmæli um sóttkví á meðan ógnin er fyrir hendi. En gleymum því ekki að um leið og við gefum eftir hluta af frelsi okkar og réttindum er lýðræðinu líka hætta búin. Halda áfram að lesa