Meira en 2000 vilja láta smita sig af kórónu

Vaxandi áhugi er fyrir þeirri hugmynd að flýta fyrir þróun kórónufaraldursins með því að smita unga, heilbrigða sjálfboðaliða og mynda þannig hjarðónæmi án bólusetningar. Grasrótarhreyfing sem kallar sig „Deginum fyrr“ (1 Day Sooner) skráir sjálboðaliða á netinu og þegar þetta er ritað hafa 2384 manns frá 52 löndum boðið sig fram. Halda áfram að lesa

Svíar fórna öldruðum

Ég á ekki orð til að lýsa viðbjóði mínum á þeirri stefnu sem Svíþjóð framfylgir vegna kórónufaraldursins, en ef ég ætti að fá lánaðan orðaforða myndi ég leita til Kristins Hrafnssonar. Í gær fjallaði ég um þau rök að ákvörðun um samkomutakmarkanir byggi ekki á vísindum og niðurstaðan er sú að sænska leiðin byggi ekki á siðferði. Halda áfram að lesa

Sænska leiðin er ekki byggð á siðferði

Johan Giesecke, ráðgjafi sænskra stjórnvalda um viðbrögð við kórónuveikinni, telur að ráðgjöf hans hafi verið til fyrirmyndar. Hér er viðtal við hann og stutt samantekt á helstu röksemdum. Við þær er margt að athuga. Við skulum skoða viðtalið – hvern punkt fyrir sig. Hér er sá fyrsti: Halda áfram að lesa

Sóttvarnaryfirvöld eru ekki hafin yfir gagnrýni

Svo virðist sem Íslendingar hafi náð tökum á útbreiðslu kórónuveirunnar í þeim skilningi að heilbrigðiskerfið ætti ekki að lenda í samskonar hremmingum og reyndin hefur orðið á á Ítalíu og Spáni. Margt hefur verið vel gert á Íslandi. Það var frábær ákvörðun hjá sóttvarnaryfirvöldum að leggja alla áherslu á að greina smit og rekja og daglegir upplýsingafundir hafa áreiðanlega átt sinn þátt í því hversu víðtæk samstaða hefur náðst um að virða samskiptatakmarkanir. Kannski eru bestu fréttir það sem af er árinu þær að Íslensk erfðagreining lagði hönd á plóginn. Halda áfram að lesa

Jú, það má bara víst grínast með covid 19

Þegar neyðarástand skapast fara yfirvöld fljótlega að færa sig upp á skaftið. Á örfáum vikum hefur það ástand skapast á Íslandi að ótrúlega mikið vald hefur í reynd færst frá kjörnum fulltúrum til sóttvarnaryfirvalda. Vitaskuld eiga stjórnvöld að móta stefnu sína í sóttvarnarmálum sem öðru í takt við ráðgjöf sérfræðinga en þegar heilbrigðisyfirvöld taka sér vald sem á að vera á hendi ráðherra þá er ástæða til að staldra við og spyrja á hvaða leið við erum. Halda áfram að lesa

Eru mótefnamælingar raunhæfar á næstunni?

Þann 4. apríl sagði Kvennablaðið frá því að Íslensk erfðagreining hefði pantað búnað til að mæla mótefni við kórónuveirunni og að Kári Stefánsson reiknaði með að mælingar myndu hefjast í þessari viku. Þetta kom fram í svari Kára við spurningu sem Facebooknotandi velti upp um það hversu margt fólk hefði þegar smitast og myndað ónæmi. Halda áfram að lesa