Sóttvarnaryfirvöld eru ekki hafin yfir gagnrýni

Svo virðist sem Íslendingar hafi náð tökum á útbreiðslu kórónuveirunnar í þeim skilningi að heilbrigðiskerfið ætti ekki að lenda í samskonar hremmingum og reyndin hefur orðið á á Ítalíu og Spáni. Margt hefur verið vel gert á Íslandi. Það var frábær ákvörðun hjá sóttvarnaryfirvöldum að leggja alla áherslu á að greina smit og rekja og daglegir upplýsingafundir hafa áreiðanlega átt sinn þátt í því hversu víðtæk samstaða hefur náðst um að virða samskiptatakmarkanir. Kannski eru bestu fréttir það sem af er árinu þær að Íslensk erfðagreining lagði hönd á plóginn. Halda áfram að lesa