Ég hlýði Víði – Rímleikur er nú orðinn að slagorði og framleiðsla á bolum hafin. Lógóið er afhjúpandi fyrir fávitalegt skeytingarleysið um alvöruna að baki krúttlegu slagorði – mynd sem í senn vísar til vinsælla teiknimyndafígúra, kórónu, lögreglustjörnunnar og hins alsjáandi auga eftirlitssamfélagsins. Þetta er snilldarleg hönnun – hvort sem hönnuðurinn gerir sér grein fyrir því eða ekki.
Greinasafn fyrir flokkinn: Umræðan
Orðsporið en ekki innistæðan – viðbrögðin við Samherjamálinu
Í Namibíu grasserar spilling og það eru ekki nýjar fréttir. En þar í landi virðist þó vera einhver viðleitni til að bregðast við henni. Tveir ráðherrar hafa sagt af sér, rannsókn komin í fullan gang og nú er verið að frysta eigur „hákarlanna“. Halda áfram að lesa
Hvernig skal uppræta Islam
Í umræðunni um innflytjendur og flóttafólk heyrast æ oftar fullyrðingar um „Islamsvæðingu“ Evrópu, að múslímar séu að yfirtaka álfuna, innleiða Sharía lög og kollvarpa menningunni og vestrænum gildum. Halda áfram að lesa
Kynvillingar og Epalhommar
Þann 14.12. 2017 sakfelldi Hæstiréttur tvo menn fyrir hatursorðræðu. Hugtakið hatursorðræða er reyndar ekki notað í lögum en með því er vísað til 233. gr. a. í almennum hegningarlögum. Hún hljóðar svo: Halda áfram að lesa
Þegar Gillz sendi mótmælendur heim til fólks – eða ekki
Haustið 2009 tók ég þátt í mótmælum við heimili Rögnu Árnadóttur. Það var vond hugmynd. Ekki af því að það sé ósiðlegt í sjálfu sér heldur af því að eftir á að hyggja var það ekki til þess fallið að hafa nein jákvæð áhrif auk þess sem það veldur saklausum ótta og það er ljótt. Þar fyrir utan skapa mótmæli alltaf ákveðna hættu á múgæsingi og þegar fólk er orðið brjálað er hættulegt að beina reiði sinni að manneskjum. Þarna var þó enginn brjálaður, þetta var fámennur hópur og enginn fór inn á lóðina hjá henni (ég veit ekki hvort það gerðist í eitthvert annað skipti en a.m.k. ekki í þetta sinn.) Halda áfram að lesa
Píslarhetjurunk
Endur fyrir löngu harðneitaði ég að nota lyndistákn í samræðum á netinu. Fannst þau óþörf og asnaleg. Vinum og vandamönnum þótti þessi sérviska mín óþægileg. Oft fannst fólki geta leikið vafi á því hvort ég væri að tala í alvöru, hæðast að einhverjum eða geta góðlátlegt grín. Mér fannst það reyndar kostur en ég var víst ein um þá skoðun. Halda áfram að lesa
Lifandi satíra
Þann 11. júlí sl. birti ruv.is viðtal við sænska leikarann Michael Nyqvist. Eftirfarandi ummæli hans vöktu athygli mína:
Það er eitthvað skrýtið, og smá viðbjóðslegt við Svíþjóð. Þú þarft alltaf að vera pólitískt kórréttur en á sama tíma mjög víðsýnn. Það leiðir af sér lifandi satíru sem er illþýðanleg.
Ummæli vikunnar
Dylgjur Páls Magnússonar í garð Álfheiðar Ingadóttur
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur kallað eftir gagnsæi varðandi viðbúnað við hryðjuverkaógn. Þetta finnst Páli Magnússyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, alveg stórfurðulegt. Gagnsæi gæti nefnilega gagnast hryðjuverkamönnum. Halda áfram að lesa
Hvað hefði Jesús gert?
Kristnir menn reyna iðulega að slá einkaeign sinni á almennar hugmyndir um manngæsku. Hugmyndir sem eru sennilega jafngamlar mannkyninu. Það fer stundum í taugarnar á mér þegar þær eru kallaðar „kristileg gildi“. Halda áfram að lesa