Hlýðið Víði – ef ykkur skortir skynsemi til að virða smitvarnir af sjálfsdáðum

Ég hlýði Víði – Rímleikur er nú orðinn að slagorði og framleiðsla á bolum hafin. Lógóið er afhjúpandi fyrir fávitalegt skeytingarleysið um alvöruna að baki krúttlegu slagorði – mynd sem í senn vísar til vinsælla teiknimyndafígúra, kórónu, lögreglustjörnunnar og hins alsjáandi auga eftirlitssamfélagsins. Þetta er snilldarleg hönnun – hvort sem hönnuðurinn gerir sér grein fyrir því eða ekki.

Halda áfram að lesa

Þegar Gillz sendi mótmælendur heim til fólks – eða ekki

Haustið 2009 tók ég þátt í mótmælum við heimili Rögnu Árnadóttur. Það var vond hugmynd. Ekki af því að það sé ósiðlegt í sjálfu sér heldur af því að eftir á að hyggja var það ekki til þess fallið að hafa nein jákvæð áhrif auk þess sem það veldur saklausum ótta og það er ljótt. Þar fyrir utan skapa mótmæli alltaf ákveðna hættu á múgæsingi og þegar fólk er orðið brjálað er hættulegt að beina reiði sinni að manneskjum. Þarna var þó enginn brjálaður, þetta var fámennur hópur og enginn fór inn á lóðina hjá henni (ég veit ekki hvort það gerðist í eitthvert annað skipti en a.m.k. ekki í þetta sinn.)  Halda áfram að lesa

Píslarhetjurunk

Endur fyrir löngu harðneitaði ég að nota lyndistákn í samræðum á netinu. Fannst þau óþörf og asnaleg. Vinum og vandamönnum þótti þessi sérviska mín óþægileg. Oft fannst fólki geta leikið vafi á því hvort ég væri að tala í alvöru, hæðast að einhverjum eða geta góðlátlegt grín. Mér fannst það reyndar kostur en ég var víst ein um þá skoðun. Halda áfram að lesa

Lifandi satíra

Þann 11. júlí sl. birti ruv.is viðtal við sænska leikarann Michael Nyqvist. Eftirfarandi ummæli hans vöktu athygli mína:

Það er eitthvað skrýtið, og smá viðbjóðslegt við Svíþjóð. Þú þarft alltaf að vera pólitískt kórréttur en á sama tíma mjög víðsýnn. Það leiðir af sér lifandi satíru sem er illþýðanleg.

Halda áfram að lesa

Ummæli vikunnar

Helsta hitamál vikunnar var vopnaburður lögreglu á fjölskylduskemmtunum. Skoðanir stjórnmálamanna og ríkislögreglustjóra  hafa varla farið fram hjá neinum en mig langar að vekja athygli á eftirfarandi ummælum sem birtust á Facebook í vikunni.

Halda áfram að lesa