Vandamálið er ekki skortur á trausti

Forsætisráðherra skipaði nefnd til að finna út hvernig auka mætti traust almennings á stjórnmálum. Af því að engum datt í hug að heppileg leið til þess væri að sú að standa við orð sín, segja satt, hafa upplýsingar aðgengilegar og axla ábyrgð. Ekki fer neinum sögum af því hvað gert var við tillögur starfshópsins, sem komst að einkar fyrirsjáanlegum niðurstöðum. Halda áfram að lesa

Já en ÉG hef aldrei verið siðlaus

Fyrir hrun fengu umræður um spillingu á Íslandi lítinn hljómgrunn nema meðal róttækra vinstri manna. Spillingin var í Afríku. Eða allavega ekki hjá okkars.

Jú kannski svona ponkulítill heimóttarháttur, eins að hafa ekki hugsun á því að smáræði til einkaneyslu mætti ekki fljóta með á bensínnótu sem tilheyrði starfinu; engar alvöru upphæðir bara smá klink, sem bíttaði ekki baun. Varla spilling, bara fyndið að nokkur gerði sig sekan um svona aulagang. Eða hlunnindataka sem skaðaði engan, eins og að misnota aðstöðu sína til að birgja sig upp af ódýru áfengi. Jú og kannski smá klíkuskapur eins og að fá dómarastöðu af því að maður á ekki að gjalda þess að eiga merkilegan pabba. Kannski fullbíræfið að láta ráðuneyti borga afmælisveislu… Halda áfram að lesa

Og sómi þinn líka

Vegna þess að í hjarta hvers manns býr lítill eiginhagsmunaseggur og hann er mjög fær í því að ljúga að sjálfum sér. Vegna þess að allt hefur sinn verðmiða. Vegna þess að það getur hent hvern mann að selja sál sína og sannfæringu óafvitandi. Vegna þess að flestir telja sig betri manneskjur en þeir raunverulega eru. Halda áfram að lesa