Forsætisráðherra skipaði nefnd til að finna út hvernig auka mætti traust almennings á stjórnmálum. Af því að engum datt í hug að heppileg leið til þess væri að sú að standa við orð sín, segja satt, hafa upplýsingar aðgengilegar og axla ábyrgð. Ekki fer neinum sögum af því hvað gert var við tillögur starfshópsins, sem komst að einkar fyrirsjáanlegum niðurstöðum. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Gagnsæi og leyndarhyggja
Ég fæ aðgang að Búsóskýrslunni
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er loksins komin að niðurstöðu um það hvort lögga sé stætt á að synja mér um aðgang að Búsóskýrslunni.
Í kærum mínum (þá fyrstu sendi ég inn 17. október) er skýrt tekið fram að ég sé ekki að biðja um aðgang að persónuupplýsingum enda eiga þær að fara leynt. Nefndin fellst á þau rök mín að skýrslan sé ekki vinnuskjal eins og lögreglustjóri heldur fram. Halda áfram að lesa
Okkur kemur ekki við hvað Davíð gerir við milljarðana sína
Við megum ekki vita hvað Geir sagði við Davíð. Eða hvað Davíð sagði við Geir. Við vitum að það var eitthvað um 80 milljarða lán en það kemur okkur ekki við. Þetta voru sko peningar Seðlabankans en ekki okkar. Halda áfram að lesa
Má löggi leyna Búsóskýrslunni?
Í september 2012 synjaði Stefán Eiríksson lögreglustjóri mér um aðgang að skýrslu lögreglunnar um Búsáhaldabyltinguna. Þann 16. september 2012 kærði ég þá ákvörðun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin hefur nú loksins komist að niðurstöðu en hún er sú að lögreglustjóra hafi ekki verið heimilt að synja mér um aðgang að skýrslunni á grundvelli þeirra lagagreina sem hann notaði máli sínu til rökstuðnings. Einnig kemur fram að úr því hafi ekki verið bætt í skýringum lögreglustjórans til úrskurðarnefndarinnar. Halda áfram að lesa