Jú, það má bara víst grínast með covid 19

Þegar neyðarástand skapast fara yfirvöld fljótlega að færa sig upp á skaftið. Á örfáum vikum hefur það ástand skapast á Íslandi að ótrúlega mikið vald hefur í reynd færst frá kjörnum fulltúrum til sóttvarnaryfirvalda. Vitaskuld eiga stjórnvöld að móta stefnu sína í sóttvarnarmálum sem öðru í takt við ráðgjöf sérfræðinga en þegar heilbrigðisyfirvöld taka sér vald sem á að vera á hendi ráðherra þá er ástæða til að staldra við og spyrja á hvaða leið við erum. Halda áfram að lesa

Hlýðið Víði – ef ykkur skortir skynsemi til að virða smitvarnir af sjálfsdáðum

Ég hlýði Víði – Rímleikur er nú orðinn að slagorði og framleiðsla á bolum hafin. Lógóið er afhjúpandi fyrir fávitalegt skeytingarleysið um alvöruna að baki krúttlegu slagorði – mynd sem í senn vísar til vinsælla teiknimyndafígúra, kórónu, lögreglustjörnunnar og hins alsjáandi auga eftirlitssamfélagsins. Þetta er snilldarleg hönnun – hvort sem hönnuðurinn gerir sér grein fyrir því eða ekki.

Halda áfram að lesa

Fréttatilkynning frá aðstandendum Hauks Hilmarssonar

Eins og fram hefur komið í fréttum er talið að Haukur Hilmarsson hafi fallið í skot- og sprengjuárás Tyrkja á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Sýrlandi í febrúar. Talsmenn andspyrnuhreyfingarinnar sem Haukur vann með hafa staðfest fall hans en við höfum ekki fengið dánarvottorð og þeir geta ekki bent á neitt lík. Það er ekki líklegt en þó hugsanlegt að Haukur hafi lifað af og sé í höndum Tyrkja. Sú staðreynd að leitað var að Hauki á sjúkrahúsum bendir til þess að einhverjar efasemdir hljóti að hafa verið uppi um andlát hans, einhver taldi sig sjá hann falla en enginn hefur séð lík. Á meðan sú staða er uppi er málið rannsakað sem mannshvarf af hálfu lögreglu á Íslandi. Halda áfram að lesa

Þegar Gillz sendi mótmælendur heim til fólks – eða ekki

Haustið 2009 tók ég þátt í mótmælum við heimili Rögnu Árnadóttur. Það var vond hugmynd. Ekki af því að það sé ósiðlegt í sjálfu sér heldur af því að eftir á að hyggja var það ekki til þess fallið að hafa nein jákvæð áhrif auk þess sem það veldur saklausum ótta og það er ljótt. Þar fyrir utan skapa mótmæli alltaf ákveðna hættu á múgæsingi og þegar fólk er orðið brjálað er hættulegt að beina reiði sinni að manneskjum. Þarna var þó enginn brjálaður, þetta var fámennur hópur og enginn fór inn á lóðina hjá henni (ég veit ekki hvort það gerðist í eitthvert annað skipti en a.m.k. ekki í þetta sinn.)  Halda áfram að lesa

Iþþ, piþþ, litlinn þinn

Nú er komið í ljós að þvert á það sem ætla mætti af fréttaflutningi og umræðunni um hryðjuverk, eru það þjóðernis- og aðskilnaðarsinnar sem bera ábyrgð á flestum hryðjuverkum í Evrópu. Þeir sem eru svo svellandi af þjóðrækni að þeir hika ekki við að drepa og meiða eru hinsvegar ólíklegir til þess að þurfa að gjalda þess heldur en þeir sem gera nákvæmlega það sama í nafni trúar sinnar, eða öllu heldur trúartúlkunar sem fáir aðhyllast. Halda áfram að lesa

Íkorninn sem safnar forða til vetrarins

Þegar ég var fimmtán ára gengu allar stelpur með stutta, ljósa trefla og í gallabuxum. Nema ég. Ég klæddist víðum buxum, sítrónugulum, vínrauðum eða skærblágrænum og gróf upp ógnarlangan, svartan trefil með rauðum dúskum, sem móðir mín hafði notað á sínum sokkabandsárum.  Þann trefil bar ég við öll hugsanleg tækifæri, ekki bara af því að mér fannst hann flottur – þetta var ekki síður einhverskonar yfirlýsing. Halda áfram að lesa