Straumur flóttamanna til Evrópu á síðustu árum hefur ekki farið fram hjá neinum. Fjöldi manns setur sig í lífshættu árlega til að komast yfir landamæri og margir týna lífi á leiðinni. Það sem af er árinu 2020 hefur yfirvöldum verið tilkynnt um minnst 760 manns sem hafa látist á flóttanum eða er saknað. En hörmungunum lýkur ekki þótt fólk komist á áfangastað. Oft eru hælisleitendur í biðstöðu árum saman, margir heimilslausir og margir á hrakningum milli landa. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Kúrdar
Alþjóðadómstóll telur Erdoğan ábyrgan fyrir stríðsglæpum
Í gær komst alþjóðadómstóll í málefnum Tyrkja og Kúrda að þeirri niðurstöðu að Erdoğan, þjóhöfðingi Tyrkja, bæri beina ábyrgð á stríðsglæpum tyrkneska ríkisins gagnvart Kúrdum á undangengum árum. Dómurinn mælir meðal annars með því „neyðarástandi“ verði aflétt en í skjóli þess hafa Tyrkir áskilið sér rétt til að sniðganga ýmis ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. Réttarríkið verði endurreist í Tyrklandi, blaðamönnum og fræðimönnum sleppt úr haldi og fjölmiðlafrelsi endurvakið. Ennfremur að Tyrkir kalli herdeildir sínar frá Afrín og að stríðsglæpir verði rannsakaðir í Tyrklandi og sekum refsað fyrir stríðsglæpi. Halda áfram að lesa
Lítill stuðningur við Kúrda á Íslandi
Og næst verður það „aldrei aftur Rojava“?
Þessi undirskriftasöfnun hefur nú staðið í tæpar 3 vikur. Undirtektir hafa verið dræmar, innan við 2000 manns hafa lýst stuðningi við það að Ísland fordæmi innrás Tyrkja í Afrín. Halda áfram að lesa
Vg hljóta að gera sjálf það sem þau ætlast til af öðrum
Þessi mynd hefur birst á ótal vefsíðum, ég hef ekki hugmynd um hver rétthafinn er
Ég býst við að flestum finnist þetta orðið þreytt umræðuefni en ég reikna með að vera með innrásina í Afrín á sálinni þar til íslensk stjórnvöld sjá sóma sinn í því að fordæma hana og ofsóknir gegn Kúrdum yfirleitt. Halda áfram að lesa