Í morgun birtir Hannes Hólmsteinn Gissurarson þessa mynd og ummæli á Facebook: Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Börn
Er Ísland að fara sömu leið og Suður-Kórea?
Þegar Alþjóðaheilbrigðsmálastofnunin lýsti yfir neyðarástandi vegna kórónufaraldurs í Kína voru fyrstu viðbrögð íslenskra sérfræðinga þau að þessi yfirlýsing væri nú bara svona samstöðuaðgerð og að þetta væri ekkert skæðari farsótt en hver önnur flensa. Þann 26. febrúar, þegar krúnusmit hafði verið staðfest á Íslandi, taldi sóttvarnalæknir líklegt, í ljósi þróunarinnar í Kína, að 300 smit myndu greinast á Íslandi og um 10 manns láta lífið. Halda áfram að lesa
„Mamma – hvernig væri heimurinn ef kommúnismi væri ekki til?“
Ég er með hugmynd að sjónvarpsþætti sem væri vel við hæfi að sýna í barnatíma RÚV. Halda áfram að lesa
Ætlar þú að hermast?
Nú eru páskafermingar nýafstaðnar og einhver börn verða víst fermd um hvítasunnuna. Búin með skyldumessurnar og útskrifuð úr kirkjunni. Flest þeirra munu ekki mæta aftur í messu fyrr en andlát verður í fjölskyldunni, eða, ef þau eru heppin, fyrr en þau gifta sig (venjulega eftir margra ára sambúð.) Halda áfram að lesa
Barnsfórnir í Úganda
Þar sem fátækt, fáfræði og spilling koma saman er mannslíf lítils metið. Í Úganda eins og víðast í Afríku þykir sjálfsagt að börn vinni erfiðisvinnu og andlát eða hvarf barns er ekki litið alvarlegum augum miðað við það sem við eigum að venjast. Halda áfram að lesa
Þá þótti mér mannrán góð hugmynd
Það hefur líklega verið árið 1990 sem ég frétti af dvalarstað þekkts barnaníðings og hugmynd kom upp í mínum vinahópi. Hefði hún náð fram að ganga hefði ég sent þáverandi dómsmálaráðherra nafnlaust bréf sem hefði verið á þessa leið: Halda áfram að lesa
Flottur pabbi! Svona á að gera þetta!
Í gær birti DV frétt (að sjálfsögðu án þess að geta heimilda) af manni í Texas sem barði barnaníðing til bana.
Og þá varð kátt í höllinni. Hvílíkur fögnuður yfir manndrápi. Svona á að gera þetta! það er tónninn hjá mörgum, sennilega flestum þeirra sem tjá sig um málið á umræðukerfi DV. Halda áfram að lesa
Hættið að bjóða okkur upp á svona þvælu
Mikið ofboðslega er þetta bull farið að fara í taugarnar á mér.
Það er ólöglegt að gefa börnum fíkniefni.
Það er ólöglegt að hafa kynferðislegt samneyti við börn, líka þegar peningar, fatnaður og dóp koma við sögu og reyndar telst það ennþá alvarlegra.
Fimmtán ára barn er ekki ábyrgt fyrir því að kæra mann fyrir að gefa sér fíkniefni. Börn eru heldur ekki ábyrg fyrir því að kæra menn fyrir mannrán, frelsisviptingu, nauðganir, siðferðislega þvingun og annað ofbeldi.
Hvernig væri að lögruglan sneri sér að því að eltast við alvöru bófa í stað þess að eyða púðrinu í að handtaka fólk fyrir að gagnrýna stríðsrekstur Bandaríkjamanna (sem Íslendingar styðja með aðild sinni að NATO)? Hvernig væri að þessir vesælingar bögguðu barnaræningja í stað þess að handtaka fólk fyrir það eitt að fara í taugarnar á yfirvaldinu og finna sér tylliástæðu til að ákæra það, þegar raunverulega ástæðan er andóf gegn valdníðslu? Já og hvernig væri að talsmenn þolenda, hætti að ljúga því að það sé svona útilokað að koma lögum yfir menn sem fela týnd börn, dópa þau upp og gera þau út til vændis?
Það er nefnilega haugalygi að vandamálið sé það að stelpurnar þori ekki að kæra. Annað hvort eru þessar sögur eitthvað orðum auknar eða þá að lögreglan er handónýt stofnun þar sem fullkomlega óhæfir yfirmenn vaða uppi.
Sammála
Ég sé ekki að það sé í verkahring kennara að skipta sér að því hverjum fólk býður til veislu og hverjum ekki. Ég sé heldur ekkert sem réttlætir þá kröfu að öllum bekknum sé boðið.
Þegar sonur minn varð 12 ára vildi hann ekki bjóða einum drengjanna í bekknum sínum í afmælið sitt. Ég skildi hann vel því þessi strákur gat ekki haldið frið við neinn og var algjör sérfræðingur í því að koma af stað leiðindum. Hann hafði angrað drenginn minn stanslaust í marga mánuði, reynt að spilla vináttu hans við aðra í bekknum og var svo dýraníðingur í þokkabót. Halda áfram að lesa
Arabar berja konur og börn – óþægileg staðreynd
Ég hef ekki verulegar áhyggjur af því að Kínverjar, Íranar, Indverjar muni skaða íslenska menningu. Mér finnst það heimskulegt viðhorf að allir sem eru með handklæði á hausnum, hljóti að vera hryðjuverkamenn. Ég álít það skyldu okkar sem þjóðar að skjóta skjólshúsi yfir einhverja þeirra sem eru ofsóttir vegna skoðana sinna eða njóta ekki öryggis í heimalandi sínu.