Ég hef ekki verulegar áhyggjur af því að Kínverjar, Íranar, Indverjar muni skaða íslenska menningu. Mér finnst það heimskulegt viðhorf að allir sem eru með handklæði á hausnum, hljóti að vera hryðjuverkamenn. Ég álít það skyldu okkar sem þjóðar að skjóta skjólshúsi yfir einhverja þeirra sem eru ofsóttir vegna skoðana sinna eða njóta ekki öryggis í heimalandi sínu.
Ég vil endilega að útlendingar séu velkomnir hingað en engu að síður þarf að standa skynsamlega að innflutningi fólks frá ólíkum menningarheimum. Við þurfum að viðurkenna menningarmun og gera upp við okkur hvað við getum fellt okkur við og hvað ekki. Við getum reiknað með að þeir sem hafa alist upp í löndum þar sem tíðkast að grýta fólk til bana fyrir kynhegðun sem fellur ekki í kramið hjá yfirvöldum eða handarhöggva þjófa, líti á það sem sjálfsagt og eðlilegt að menn berji fjölskyldur sínar til hlýðni. Á sama hátt má gera ráð fyrir að fólk frá ríkjum þar sem ölvunarakstur þykir ekki tiltökumál, muni halda áfram að aka undir áhrifum, sem það og gerir.
Mér finnst fáránlegt að reyna að gera Afgana að Íslendingum bara af því að þeir vilji búa hér en það hlýtur þó að teljast sanngjörn krafa að sá sem flytur til annars lands til þess að njóta verndar gegn ofbeldi, stríði eða fátækt, leysi sjálfur ágreiningsmál án þess að beita hnefaréttinum. Menningarmunur og trúarbrögð eru engin rök fyrir því að slá af kröfum um að ALLIR í okkar samfélagi eigi rétt á að lifa við öryggi, líka arabakonur og indversk börn.
Ég hef samt enga ´trú á að sé nóg að segja það. Ef marka má þjóðarsálina á útvarpi Sögu og Moggablogginu er nokkuð stór hluta Íslendinga sem virðist skorta hæfni til að skilja hvað er svona slæmt við að vera flóttamaður. Ég hefði haldið að það væri augljóst en það eru greinilega einhverjir sem þurfa virkilega útskýringu á því. Þar sem ekkert sérstakt bendir til þess að Íslendingar séu öðrum þjóðum heimskari, getum við gert ráð fyrir því að á sama hátt sé nokkuð um að fólk frá ólíkum menningarsvæðum, átti sig ekki á því augljósa, að heimilisofbeldi, kvennakúgun og ærumorð séu ekki góð hugmynd.
Við getum barið hausnum við steininn og talið sjálfum okkur trú um að besta leiðin til að komast hjá því að hér rísi hverfi innflytjenda sem hafa siðferðishugmyndir sem við getum ekki samþykkt, sé sú að hindra að útlendingar flytji til Íslands. Það er nú samt svo að hvort sem við höfum samúð með flóttamönnum eða ekki, þá er þróunin í þá átt að opna landamæri og það mun líka gerast hér. Það eina sem hefst upp úr þeirri hörðu innflytjendastefnu sem við fylgjum er það að við frestum erfiðleikunum sem fylgja óhjákvæmilega mörgum innflytjendum og sendum óþarflega margt fólk í óviðunandi aðstæður. Við getum stungið hausnum í sandinn en það kemur aftan að okkur. Að öllu óbreyttu munum við ganga í gegnum sama ferli og aðrir Norðurlandabúar, glíma við sama kynþáttahatrið og sömu árekstrana. Ég vildi frekar að við hefðum hugrekki til að viðurkenna óþægilegar staðreyndir, eins og t.d. þá að arabar berja konurnar sínar. Ef þetta volaða alþingi okkar hefði hugrekki til að ræða mál innflytjenda af hispursleysi, gætum við tekið upp fyrirbyggjandi aðgerðir. Við ættum frekar en að loka á fólk í nauðum, að búa okkur undir að gera innflytjendum skiljanlegt hvaða kröfur við gerum og hvernig við ætlum að bregðast við þeim sem ekki virða þær.
————————————–
Elsku Eva mín!
Þú ert að tala í hring, jafnvel í marga hringi.
Þú slærð í og úr varðandi viðhorf til innflytjenda. Einn þráð vil ég taka upp:
Maður, sem alinn er upp við það að hann hafi heimild til að berja konu sína, hættir ekki að berja hana þegar hann fær íslenskan ríkisborgararétt.
Ærumorð eru stórt vandamál, t.d. á hinum Norðurlöndunum og í Bretlandi. Ég vil ekki sjá slíkt hér á Íslandi.
Þér að segja vil ég takmarka (ekki útiloka) aðgengi múslima að Íslandi. Hindúar, Búddistar, baháar og sintóistar er hins vegar friðsamt fólk þótt það iðki trú sína af heilum hug. Ég óttast það ekki. Múslimi, sem iðkar trú sína af heilum hug, er hins vegar árásargjarn og tekur lögmál Kóransins fram yfir veraldleg lög samfélagsins. Hann óttast ég.
Nú er ég kominn út á hálan ís, en skítt með það. Segðu mér til syndanna, að hætti hússins.
kjh
Posted by: kjarheid | 10.08.2008 | 0:30:58
————————————–
Við eigum að taka á móti fleira flóttafólki og við eigum að skoða mál hvers og eins áður en hann er sendur burt.
Hinsvegar eigum við líka, (og hefðum reyndar átt að gera það fyrir löngu) að viðurkenna vandamál sem við munum þurfa að takast á við, hvort sem okkur líkar betur eða verr og setja okkur einhverja almennilega stefnu um það hvernig við ætlum að takast á við það.
Hvar sérð þú hring í þessum hugmyndum mínum?
Ég held að sé mjög vond hugmynd að setja einum trúarbrögðum meiri skorður en öðrum. Við ættum hinsvegar að hafa á hreinu hvað við ætlum við að gera þegar fyrsta ærumorðið verður framið. Við getum ekki komið í veg fyrir að strangtrúaðir vitleysingar flytjist hingað en getum við komið í veg fyrir slíkt framferði? Best væri auðvitað að fólk afleggði jafn heimskulegar hugmyndir og trú en það er nú ekki raunhæft.
Við erum stöðugt að endurmóta viðhorf okkar. Þegar ég var lítil þótt sjálfsagt að börn væru laus í bílum en í dag er sá sem ekki spennir barnið sitt í bílbelti álitinn meira en lítið óábyrgur. Það eru ekki nema 20 ár síðan ég þótti frekja ef ég bað fólk að reykja ekki ofan í litla, astmaveika barnið mitt, í dag kveikir enginn í sígarettu inni á heimilum annarra nema fá leyfi fyrst.
Ég held að það sé hægt að móta viðhorf muslima eins og annarra. Það tekur tíma en það er örugglega hægt. Væri ekki nær að við snerum okkur að því að finna góðar leiðir til þess en að byggja upp fóbíu gagnvart öðrum kynþáttum?
Posted by: Eva | 10.08.2008 | 10:45:32
————————————–
Ég held, því miður, að það sé á brattan að sækja við að fá fólk til að endurmóta viðhorf til trúar á sama hátt og fólk endurmótar viðhorf til bílbelta og reykinga.
Trúin er hluti af menningu þessa fólks. Íslendingar eiga erfitt með að skilja slíkt þar sem þeir trúa bara því sem þeim hentar hverju sinni. Það er okkar „menning“ og það er t.d. ekki nokkur hætta á að þessi hluti menningar okkar glatist – sama hversu margir flóttamenn flytja hingað.
Viðbrögð við heiðursmorði hljóta að vera handtaka og ákæra. Ég get ekki alveg séð hvaða önnur viðbrögð ættu að vera standby.
Mér finnst ekkert eðlilegra en að setja trúarbrögðum skorður þegar þau snúast um að grýta fólk og drepa. Hvað er svona hræðilegt við að gera kröfu um að fólk hagi sér í samræmi við gildandi lög í því landi sem það vill flytjast til?
Ef fólk getur ekki leikið fallega, þá er því vísað úr sandkassanum. Og í mínum huga gildir þetta um allt fólk. Af öllum kynþáttum.
Posted by: anna | 10.08.2008 | 12:46:41
————————————–
Já oft virðist erfitt fyrir nýbúa að tileinka sér siði og venjur í landi þar sem önnur trúarbrögð ríkja. Mér finnst t.d. alltaf ömurlegt að heyra um stúlkur sem smyglað er til heimalandsins til þess að þær verði umskornar þar af því það er bannað í nýju heimkynnunum. Ég er sammála því að fólk skiptir ekki svo auðveldlega um trúarlega siði og athafnir og um ríkisfang.
Kær kveðja,
Posted by: Ragna | 10.08.2008 | 20:39:31
————————————–
Á Íslandi núna eru um 10 þúsund útlendingar sem eru næstum allir frá Evrópusvæðinu. Þeir eru af öllum kynþáttum og trúarhópum og þeir eru ekki innflytjendur. Þetta er fyrir það mesta alveg fínt fólk þó auðvitað leynist svartir sauðir þar á meðal. Það er bara sá hópur sem er utan Evrópu sem telst innflytjendur og mér finnst við íslendingar taka alveg á móti nóg af þeim. Helst vildi ég reyndar að þeir fengju mun skjótara svar um sínar beiðnir en núna en þannig er það. Þessi aðferð að taka á móti hópi flóttamanna í einu hefur gefist vel ég held við ættum að gera meira af því.
Varðandi staðalímyndir og í tilefni af væntanlegri brottreisu til landsins helga þá hef ég þá tilgátu að þetta verði um margt svipað og sú reisa sem Þórbergur nokkur fór til Rússía um árið og skrifaði um bók, Rauða hættan. Staðalímyndir eru ótrúlega sterkar og þó Gyðingar og Arabar virðast geta lifað í sátt og samlindi í öðrum löndum þá er eins og þegar á söguslóðir er komið þá bresta fram staðalímyndir þeirra í garð hvors annars og það er vegna þess sem gerðist árið 622 eftir Krist.http://en.wikipedia.org/wiki/Banu_Qaynuqa#Expulsion_of_the_Banu_Qaynuqa
Posted by: Guðjón Viðar | 10.08.2008 | 22:44:15
————————————–
Ég hef lengi haldið því fram að nýbúar, eins og aðrir, hljóti að hafa skyldur í takt við réttindi. Það eru jú þeir/þær/þau sem vilja flytja hingað, enginn að draga fólk hingað, nauðugt viljugt.
Veri þau innilega velkomin, okkar skyldur eru að gera fólki kleift að búa hér, með því meðal annars að hjálpa með tungumálanám og aðlögun ýmiss konar, en fólk sem vill flytjast til lands (hvort sem það er af neyð eða öðrum ástæðum) hlýtur að verða að taka smá ábyrgð á því að haga sér samkvæmt landslögum og siðferði, eftir megni.
Posted by: hildigunnur | 11.08.2008 | 0:46:25