Yfirlýsing Íslands vegna árásanna á Sýrland er fundin!

Vera má að hernaðarbandlög séu nauðsynlegt (en ekki nægjanlegt) skilyrði þess að fyrirbyggja átök og stöðva grimmdarverk. Nú skulum við gefa okkur það í smástund og sömuleiðis að aðild Íslands að NATO eigi rétt á sér. Margt bendir til þess að ógnarstjórn Assads Sýrlandsforseta hafi, með fulltingi Rússa, beitt efnavopnum í Douma nú á dögunum. Slíkt á aldrei að líðast en þar sem Öryggsráð Sameinuðu þjóðanna þjónar ekki heimsfriði heldur hagsmunum fimm stórvelda er ekki hægt að ná samstöðu um refsiaðgerðir eða nokkrar þær aðgerðir sem gætu dregið úr hættunni á eiturefnahernaði. Og þegar alþjóðastofanir bregðast kann að vera réttlætanlegt að fara fram hjá alþjóðalögum. Lög á aldrei að setja ofar mannúðarsjónarmiðum. Halda áfram að lesa

Hvar er þessi yfirlýsing Íslands vegna árásanna á Sýrland?

Umfjöllun Kristrúnar um yfirlýsinguna frá mínútu 22

Í Silfrinu nú um helgina þar sem ræddar voru árásirnar á Sýrland og viðbrögð Natóríkja við þeim, hélt Kristrún Heimisdóttir því fram að Ísland hefði sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst væri skilningi á þessum aðgerðum en ekki sérstökum stuðningi. Kristrún sagðist hafa tekið eftir því hvernig yfirlýsing Íslands var orðuð, lagði áherslu á að orðalag hennar skipti máli og að slíkar yfirlýsingar væru ekki léttvægar því þær væru lesnar upp í sendiráðum og utanríkisráðuneytum um allan heim (frá og með 22. mínútu). Halda áfram að lesa

Þá verðum við ekki ljóti andarunginn

nato_skilti_stor_280114Æ æ. Það yrði nú ljótan ef við yrðum eina liðið í félaginu án loftvarna. Sem betur fer er til einföld lausn.

-Við ættum fyrst að vera stolt af því að vera eina Natóríkið án loftvarna.
-Næst ættum við að draga fyrir dóm þá menn sem hafa gefið okkur ástæðu til að óttast að aðrar þjóðir líti á okkur sem óvini, biðja Íraka formlega afsökunar og biðja þá að líta á þá stefnu okkar að vera vopnlaus og varnalaus sem merki innilegrar iðrunar.
-Við ættum að sýna friðarvilja okkar með því að kjósa ekki á þing þá sem hlaupa með lafandi tungu á eftir stríðsherrunum, heldur hina sem vilja losa okkur undan þeirri smán að eiga aðild að hernaðarsamtökum.

Ef við gerum það verðum við ekki lengur eina ríki Atlantshafsbandalagsins án loftvarna.

Skiljanlegt

natoVinkona mín hefur komist að þeirri niðurstöðu að innrás Bandaríkjamanna í Afghanistan hafi verið “skiljanleg”.

Já. Ég skil þá vel. Ég skil líka ofsóknir Nasista á hendur Gyðingum. Ég skil yfirgang Ísraelsmanna í Paelstínu. Ég skil kosningasvindl og mannréttindabrot. Ég skil ofbeldismenn og morðingja. Ég skil náttúruníðinga, ég skil foreldra sem vanrækja börnin sín.

Mannkynið stjórnast af græðgi, sjálfselsku og ótta. Það er okkur eðlislægt að valta yfir aðra, kúga þá og svívirða sem minna mega sín og ryðja þeim úr vegi sem hindra okkur í því að fá það sem við viljum. Þessvegna eru allar mannanna misgjörðir ósköp skiljanlegar.

Hvort þær eru réttmætar er allt annað mál.

Bandaríkin eru eins og allir vita æðisleg. Þar á frelsið lögheimili og hann líka hann Gvuð almáttugur. Hann stendur með heimsveldinu og heimsveldið er þessvegna hafið yfir það sem er rétt, gott og siðlegt. Það er líka afskaplega skiljanlegt.