Nató er ekki Bandaríkin

Þegar ég ræði andúð mína á NATO og hernaði almennt við hernaðarsinna, fæ ég undantekningalaust spurningu á borð við; ‘á þá bara að láta alræðisstjórnir vaða uppi? Veistu ekki hvenig talíbanastjórnin hegðaði sér í Afghanistan? Átti kannski ekki að grípa til aðgerða í Rúanda?’

Þeir sem tala á þennan hátt vita vel að Bandaríkjamenn studdu talíba á meðan það hentaði þeim og að Rúanda var látið afskiptalaust á meðan óbreyttir borgarar voru sallaðir niður, einmitt vegna þess að enginn hafði nógu mikilla hagsmuna að gæta. Þeir virðast ennfremur álíta að það séu bara tveir möguleikar í stöðunni;
a) að láta ofbeldi afskiptalaust
b) að láta ógeðfellda ofbeldismenn um að taka í taumana.

Ástæðan fyrir því að fólk mótmælir NATO og hernaðarbandalögum yfileitt er ekki sú að það álíti gott mál að fólk í t.d. Mið-Austurlöndum eða Afríku búi við kúgun, heldur sú að hernaður er stundaður á allt öðrum forsendum en þeim að koma veikum til varnar. ‘Varnarstríð’ Natoríkjanna eru oftar en ekki þáttur í heimsvaldastefnu Bandaríkjamanna. Tilgangurinn með afskiptum þeirra er sá að sölsa undir sig meiri verðmæti og/eða tryggja hernaðarlega stöðu sína; greiða aðgang sinn að öðrum löndum.

Að láta stofnun sem augljóslega vinnur á þeim forsendum og á sér langa sögu af árásum sem voru umdeilanlegar og í sumum tilvikum hreinræktaðir stríðsglæpir, um að koma á friði og gæta friðar, er jafn galið og að láta Kaþólsku kirkjuna um að uppræta barnaklámhingi.

Í dag hafa 3 menn sagt mér að þeir geti ekki undirritað þessa yfirlýsingu þar sem NATO beri ekki ábyrgð á stríðsglæpum Bandaríkjamanna. Ég hélt satt að segja að tengslin á milli NATO og Bandaríkjanna væru alkunna en þetta bendir nú til þess að einhverjir haldi að NATO sé svona frjáls og óháð samtök, fjármögnuð með dósasölu.

Ég hvet þá sem telja að NATO sé óháð Bandaríkjunum til að kynna sér málið.

Share to Facebook

One thought on “Nató er ekki Bandaríkin

 1. ———————————————

  Það er líka eitt sem ég skil ekki, en það er minnisleysi þeirra sem studdu innrásina í Írak 2003 gagnvart þeim ástæðum sem notaðar voru til að réttlæta Persaflóastríðið 1990, en þá sagði Bush eldri alveg berum orðum að nú væri að koma á nýtt heimsskipulag þar sem innrásir í fullvalda ríki að fyrra bragði væru ekki lengur réttlætanlegar.

  Posted by: Elías Halldór | 9.04.2010 | 12:26:37

  ———————————————

  USA framleiðir 3% af olíu heims… en notar 25%.

  Allt hernaðarbrölt USA í dag er olíu-tengt.

  We americans have all the friends money can buy… we rule this little world at gun point.

  Posted by: Jóhann Gunnarsson | 22.04.2010 | 5:45:30

Lokað er á athugasemdir.