Best fyrir… merkir ekki ónýtt eftir…
Samkvæmt norskri rannsókn sem gerð var á árunum 2009-2013 er algengasta ástæðan sem fólk gefur fyrir því að það hendi mat sú að hann sé „útrunninn“. Halda áfram að lesa
Samkvæmt norskri rannsókn sem gerð var á árunum 2009-2013 er algengasta ástæðan sem fólk gefur fyrir því að það hendi mat sú að hann sé „útrunninn“. Halda áfram að lesa
Í síðustu pistlum hef ég boðað þá venju að elda ekki meira en þörf er á en þegar maður einu sinni hefur náð góðum tökum á afgangastjórnun er tilvalið fyrir þá tímabundnu að elda meira en á að nota í það skiptið og nota afgangana í annan rétt næsta dag. Ég mæli þó ekki með því fyrir þá sem ennþá líta á afganga sem rusl. Halda áfram að lesa
Kæri Hannes Hólmsteinn
Ég fyrirlít sumar pólitískar skoðanir þínar. Það er ekkert persónulegt. Ef ég sæi þig standa við stöðumæli og snúa vösunum út, myndi ég rétta þér tíkall. Ég fyrirlít samt brauðmolakenninguna, hugmyndina um einkavæðingu auðlinda, stóriðjustefnu og margt fleira sem pilsfaldakapítalistar boða. Halda áfram að lesa
Lýðræði, eins og það er ástundað í okkar samfélagi, merkir að fjöldinn felur stjórnmálaflokkum að setja lög. Lögin eru svo mótuð eftir hagsmunum flokkseigenda sem einnig hafa umtalsverð áhrif á það hverjir veljast í valdastöður. Mikið lifa þeir í litlum og þröngum heimi sem álíta að hver sá sem ekki er hrifinn af þessu fyrirkomulagi vilji endilega koma á marxisma. Ég þekki persónulega einn mann sem hefur áhuga á að koma á samfélagi sem mótað er eftir marxískri fyrirmynd. Einn. Og vinir hans hía á hann. Halda áfram að lesa
Góðæri framundan, hæhó jibbýjei, nú er víst óhætt að hefja partýið aftur.
En veistu hvað; markaðsráðgjöfum Disney er sama um ímynd Meridu. Markmið þeirra er ekki að virða listaverk, hvað þá að vinna gegn staðalmyndum, heldur að græða eins mikla peninga og mögulegt er. Eigendur Disney myndu setja skegg á Pétur Pan og gera Öskubusku að feminista ef þeir héldu að það skilaði meiri gróða. Halda áfram að lesa
Úganda er land undarlegrar þversagnar. Hér er paradís á jörð. Fullkomið veðurfar; hitastigið á bilinu 20-27 gráður árið um kring. Hér er nóg vatn og frjósamur jarðvegur, góðar koparnámur, olía, m.a.s. heitt vatn. Engu að síður býr þorri Úgandafólks við sára fátækt. Halda áfram að lesa
Þá er það staðfest sem allir vissu en fáir töluðu um; páskaeggin okkar eru unnin úr þrælabaunum. Reiknað með að taki tíu ár að leggja niður viðskipti við þrælahaldara.
Þennan pistil skrifaði ég árið 2011.
Lausnin blasir við. Hún felst í því að við hættum að hegða okkur eins og við séum rík og horfumst í augu við raunveruleikann. Við þurfum að hegða okkur eins og við séum fátæklingar, sem ætla að hætta að vera fátækir. Við þurfum t.d:
Stundum efast ég um að fólk geti virkilega verið eins vitlaust og það gefur sig út fyrir að vera. Umræðurnar á Moggablogginu í framhaldi af uppákomu nokkurra aktivista í Kringlunni í gær eru gott dæmi. Hver bloggarinn af öðrum lýsir hneykslun sinni en virðist ekki hafa áttað sig á því hvað málið snýst um. Halda áfram að lesa