Baugsveldið fyrir rúmu ári

baugur_nov_2007
Svona leit Baugur út í nóvember 2007. Sjá skrána hér að neðan. Myndin hefur eflaust breyst eitthvað síðan, kannski eru þeir búnir að selja sjálfum sér einhver þessarra fyrirtækja og skipta um nöfn eða kennitölur á þeim, kannski hafa þeir selt vinum sínum einhver þeirra og keypt einhver önnur af vinum sínum, en myndin gefur þó nokkra hugmynd um það hverskonar bákn þetta veldi er orðið.

Sér fólk virkilega ekki neitt hættulegt við það að sömu menn eigi meirihlutann af öllum stórfyrirtækjum í landinu, sama á hvaða sviði þau starfa? Og málið er að þeir eiga ekki einu sinni rassgat. Þeir skulda 950 milljarða, SAMT hafa þeir völd yfir viðskiptalífinu, stjórnmálamönnunum og fjölmiðlunum.

þessir menn geta stjórnað nánast öllu sem skiptir máli hér og þeir gera það. Þeir eru búnir að gera okkur gjaldþrota en það ná engin lög yfir svikamyllurnar sem þeir hafa snúið á hlutabréfamarkaðnum.  Þessir menn mega ekki vaða uppi hérna öllu lengur, svo í guðanna bænum hættum að versla við þá.

Sveltum svínið. Verslum frekar við Krónuna og Nettó, það eru ekkert fullkomin fyrirtæki en við verðum að koma þessum mönnum frá völdum. Fólk hefur verið að hafa samband við mig og hvetja til þess að sniðganga frekar 10/11 og Hagkaup. Við ættum vitanlega að sniðganga þær búðir líka en sennilega er Þorláksmessugróðinn mestur í Bónussbúðunum og einhversstaðar þarf að byrja.

 

 

Share to Facebook

One thought on “Baugsveldið fyrir rúmu ári

 1. ————————————————————————————-

  Áhugavert yfirlit. Teygir anga sína víða í samfélaginu. En hvar er dóttir forsetans? Fyrr á þessu ári amk sat hún ein ásamt Jóni Ásgeiri og föður hans í stjórn Haga, fyrirtækisins sem var að fá á sig hundruð milljón króna sekt vegna óheiðarlegra vinnubragða. Var hún ekki þar í fyrra? Kom hún kannski inn nýlega í kjölfar fjárfestinga stjúpmömmu sinnar? Ég skrifaði nýlega grein um stjórnarsetu dóttur forsetans undir fyrirsögninni „Leppur forsetahjónanna“ hér: http://lydveldi.blog.is/blog/lydveldi/entry/742067/

  Ástþór Magnússon Wium, 20.12.2008 kl. 12:42

  ————————————————————————————-

  Eva mín, þau eru með ólíkindum viðbrögðin hjá fólki varðandi mótmælaaðgerðir í Bónusverslunum.  Ekki síst með tilliti til eftirfarandi yfirlýsingar:

  „Verkefnissstjóri verðlagseftirlits ASÍ segir framkomu Haga hafa valdið íslenskum heimilum skaða“ 

  Þarna er þó vægt til orða tekið, enda um afmarkað svið að ræða, en sömu aðilar hafa átt stóran þátt í –  ekki bara að valda heimilum skaða, heldur hreinlega að leggja þau og þjóðfélagið í rúst.

  Það er sjálfgert hjá öllum sem halda eftir einhverjum snefli af sjálfsvirðingu að sniðganga viðskipti við viðkomandi hvar sem því verður við komið.

  Veljum íslenskt – ekki erlendar skattaparadísir!

  Kolbrún Hilmars, 20.12.2008 kl. 15:28

  ————————————————————————————-

  sæl EVA er samála hættum að versla þetta bónus lið ég legg  að fólk hætti að skytta við KB banka að fólk fari með sín viðskipti annað

  Ólafur Th Skúlason, 20.12.2008 kl. 17:43

  ————————————————————————————-

  Eva ég held að það séu einhverjir á launum við að ráðast á bloggið þitt. Ef þú vilt sjá heiðarleg viðbrögð við hugmynd þinni kíktu þá á þennan tengil. Kannski mengast hann við það að ég gef hann upp hér en ég vona ekki.

  Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.12.2008 kl. 22:34

  ————————————————————————————-

  Ég er löngu hættur að versla við Bónus, né nokkuð sem er í eigu þessara fjárglæframanna, en þær eru margar.

  Ég versla mat við „kaupmanninn á horninu“ stutt þaðan sem ég bý og passa mig að þar sem ég kaupi föt og aðrar vörur að þær verslanir séu ekki í eigu svikahrappa.

  Alltaf finnst mér jafn dapurlegt að horfa upp á verslanir þessara manna troðnar.

  Að versla við svikahrappa… úff… en hvernig á fólk svosem að vita þetta … fjölmiðlar landsins eru einnig í eigu þessara manna.

  Já… svona er Ísland í dag.

  AceR, 20.12.2008 kl. 22:48

  ————————————————————————————-

  Ég þarf að prenta út þetta yfirlit og líma í veskið mitt

  Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 20.12.2008 kl. 23:59

  ————————————————————————————-

  Fyndið samt hvað margir eru harðir á því að versla ekki í Bónus en nýta sér annað frá sömu eigendum, t.d áskrift að Stöð2.

  Gangi ykkur vel á Þorláksmessu og vonandi fer allt vel. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þessa aðgerð… en eitthvað verður að gera!…

  krydderikrukke (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 03:44

  ————————————————————————————-

  Góð hugmynd Ólöf.

  Ég hef verslað í Útilíf, Húsasmiðjunni og í Blómavali. en er hætt því núna.

  Heidi Strand, 21.12.2008 kl. 06:57

  ————————————————————————————-

  Ég uppgötvaði sjálf í gær að ég versla reglulega við eitt fyrirtæki sem ég vissi bara ekki að væri í eigu Baugs. Það getur verið púsluspil að forðast svona veldi sem teygir anga sína út um allt.

  Eva Hauksdóttir, 21.12.2008 kl. 09:25

  ————————————————————————————-

  Ég segi það sama og Ólöf, þenna lista prenta ég út og festi uppá vegg hjá mér.

  Torfi Magnússon, 21.12.2008 kl. 11:14

  ————————————————————————————-

  Skýrr.

  Það verður mitt fyrsta verkefni á morgun að kanna hvort Skýrr er enn í eigu Baugs og hversu mikið vesen er að láta hýsa netsíðuna mína annarsstaðar.

  Eva Hauksdóttir, 21.12.2008 kl. 12:43

  ————————————————————————————-

  Jú ég er reyndar líka með viðskipti hjá Glitni, en þar er ég í bullandi skuld og hef hugsað mér að vera það áfram.

  Eva Hauksdóttir, 21.12.2008 kl. 12:45

  ————————————————————————————-

  Takk fyrir þetta!

  Þú skrifar af miklu viti.

  Vilhelmina af Ugglas, 21.12.2008 kl. 15:42

  ————————————————————————————-

  Óbeint eignarhald, þar sem í krafti ofurstærðar samsteypunnar, fyrirtæki sem virðast frjáls á yfirborðinu eru í raun leppfyrirtæki, er miklu víðfeðmara.

  Júlíus Björnsson, 21.12.2008 kl. 22:59

  ————————————————————————————-

  Það sem ég á við Tinna er að ég man ekkert hvort ég gerði samning til ákveðins tíma. Ef maður ætlar að skipta um símafyrirtæki eða tryggingarfélag getur kostað smá nöldur að fá að segja samningnum upp og ég veit ekki hvort þetta er eins.

  Eva Hauksdóttir, 21.12.2008 kl. 23:22

Lokað er á athugasemdir.