Sorptækum gulrótum bjargað

gulraetur

Síðasta sunnudag sagði ég frá reynslu minni af grænmetiskaupum. Þar sem óskemmdar gulrætur fengust ekki í Krónunni síðasta sunnudagsmorgun fór ég tómhent heim. Um kvöldið var ég svo á ferð með fólki sem átti erindi í Hagkaup í Skeifunni og ég ákvað að fara inn með þeim í von um að ástandið væri betra þar en í ódýrari búðum. Halda áfram að lesa

Nýtingarfasistinn 4. hluti

Ekki henda afgangnum

nytingafasisti-4-688x451

Í síðustu pistlum hef ég boðað þá venju að elda ekki meira en þörf er á en þegar maður einu sinni hefur náð góðum tökum á afgangastjórnun er tilvalið fyrir þá tímabundnu að elda meira en á að nota í það skiptið og nota afgangana í annan rétt næsta dag. Ég mæli þó ekki með því fyrir þá sem ennþá líta á afganga sem rusl. Halda áfram að lesa

Einkalíf í rusli

Ég var umhverfisvæn. Og græn. Hafði skolað fernur og krukkur,  safnað umbúðum  saman í eldhússkápunum og gert mér sérstaka ferð með ruslið á eldurvinnslustöð í tvö ár. Í einni ferðinni reyndist svo einn gámurinn vera fullur og ég sneri mér til starfsmanns og bað um leiðbeiningar. Hann sagði mér að ég gæti bara sett kassann þar sem mér hentaði því þessu væri öllu blandað saman og urðað. Halda áfram að lesa