Síðasta sunnudag sagði ég frá reynslu minni af grænmetiskaupum. Þar sem óskemmdar gulrætur fengust ekki í Krónunni síðasta sunnudagsmorgun fór ég tómhent heim. Um kvöldið var ég svo á ferð með fólki sem átti erindi í Hagkaup í Skeifunni og ég ákvað að fara inn með þeim í von um að ástandið væri betra þar en í ódýrari búðum. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Neytendamál
Skemmdir tómatar
Þegar ég tala um grænmetismarkaðinn á Íslandi sem skipulagða glæpastarfsemi er alltaf einhver sem heldur að ég sé að fara með gamanmál. En mér er fúlasta alvara. Halda áfram að lesa
Verður kartöflurækt einokuð?
Í gær benti ég á þvæluna í þeim sem flokka hvern þann sem marxista, sem telur kapítalismann vinna gegn lýðræði og frelsi.
Í þessu viðtali er fjallað um fyrirhugaða plöntulöggjöf Evrópusambandsins; reglur sem hætta er á að hefti frelsi almennings til þess að stunda jafn áhættulausa og sakleysislega iðju og matjurtarækt. Þetta er einmitt dæmi um það hvernig kapítalisminn snýst beinlínis gegn viðskiptafrelsi og maður þarf ekki að vera sérstakur aðdáandi „samsæriskenninga“ til að gruna að slíkar reglur séu settar með hagsmuni stórfyrirtækja að leiðarljósi. Halda áfram að lesa
Hvað kostar karfan?
Ég er komin til Glasgow eftir 9 vikna dvöl á Íslandi. Eins og ég sagði hér trúi ég því ekki að óreyndu að verðlag á matvöru sé sérstaklega lágt á Íslandi. Ég ákvað því að gera smá könnun. Halda áfram að lesa
Þrjúþúsund sjöhundruð níutíu og sex
Þegar ég kom til Íslands í sumar líkti ég sölu á grænmeti og ávöxtum á Íslandi við skipulagða glæpastarfsemi. Ég er nefnilega vön að kaupa gulrætur á 181 kr/kg í Glasgow og tvær melónur saman á sem svarar 544 kr. (tilboð sem hefur verið í gildi í matvörubúinni næst okkur þessa 18 mánuði sem ég hef búið þar.) Ég fann þessar vörur ekki á svipuðu verði í Reykjavík. Stuttu síðar birtust fréttir af því að á Íslandi væri innkaupakarfan ódýrust á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Halda áfram að lesa
Er vöruúrval fátæklegra eftir umsvif Baugs?
Kunningi minn heldur því fram að þótt vörumerkjum hafi fjölgað, hafi nú samt sem áður verið fjölbreyttara vöruúrval í íslenskum matvörubúðum fyrir tilkomu Baugs, ef maður lítur á yfirflokkana. Það hafi kannski bara verið til eitt vörumerki af hverri tegund en allskyns matur sem nú er ófáanlegur, svosem niðursoðnar ansjósur og enskt sinnep, hafi verið í boði. (Reyndar eru niðursoðnar ansjósur fáanlegar og hægt er að kaupa duft í enskt sinnep.) Halda áfram að lesa
Þjónustuver Satans
Fyrir ca ári flutti ég Nornabúðina að mestu leyti frá Símanum og yfir til OgVodafone. Það voru góð umskipti og gæfurík. Ég ætlaði mér að flytja heimasímann og allt draslið þangað líka en þegar ég losnaði undan samningnum við Satan, komst ég að því að OgVodafone býður ekki upp á þann möguleika að vera með sjónvarpið tengt í gegnum netið. Halda áfram að lesa
Nóg komið
Mér segir svo hugur um að nú þyki ýmsum nóg komið og rúmlega það. Sjálfsagt er þó til lítils að þenja sig því það hefur sýnt sig að lög ná ekki yfir samráðsmenn olíufélaganna.
Hvað er þá til ráða?
Hvernig væri að prófa beinar aðgerðir?