Undanfarið hafa borist fréttir af því að Reykjanesbær bregðist við húsnæðisvanda einstæðra mæðra með því að bjóðast til (eða hóta) að koma börnum þeirra í fóstur. Sjá hér og hér. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Friðhelgi
Húsbóndavald á Íslandi
Hvernig þætti þér að búa í ríki þar sem stjórnvöld gætu að eigin geðþótta sett umgengnis- og hegðunarreglur heima hjá þér? Ekki reglur sem gilda fyrir alla þegna samfélagsins heldur sérsniðnar reglur fyrir þitt heimili. Reglur á borð við: Halda áfram að lesa
Aðalvarðstjóri lögreglunnar tjáir sig
Það er alltaf gott til þess að vita að fólki finnist gaman í vinnunni sinni en í flestum störfum, hversu skemmtileg sem þau annars eru, þarf fólk að leysa af hendi einhver verkefni sem setja dálítinn skugga á annars frábært starf. Halda áfram að lesa
Viltu fá að éta? Mígðu þá í bauk.
Fyrir liggur úrskurður Persónuverndar um að félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs hafi ekki verið heimilt að krefja umsækjanda um fjárhagsaðstoð um þvagsýni. Halda áfram að lesa
Og enginn spyr hvort þeim finnist það í lagi
Ef þú notar google, facebook, skype, twitter eða aðra samskiptamiðla þá getur verið að þú sért undir eftirliti bandarískra stjórnvalda. Það er stjórnarskrárbrot. Það er mannréttindabrot. Þáttastjórnendur spurðu Jón Hákon ekkert hvort honum þætti það í lagi.
Úrskurðarnefnd sendir borgurum fingurinn
Ég er búin að fá þessi gögn sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi óhætt að sýna almenningi og ég hef sjaldan orðið fyrir meiri vonbrigðum. Eftir rúmlega 37 vikna bið frá því að ég lagði fyrst fram kæru (en þá var liðinn mánuður frá því að ég óskaði fyrst eftir gögnum) er niðurstaðan sú að það sem almenningur má sjá af þessari skýrslu eru eingöngu beinar tilvitnanir í fjölmiðla. Halda áfram að lesa
Þarf ríkissaksóknari að sæta ábyrgð?
Árlega fær lögreglan 175 hleranaheimildir. Það merkir ný hlerunarheimild næstum því annan hvern dag. Heimildir hafa gilt í allt að 110 daga. Hversu lengi ætli hleranaheimildir gildi að meðaltali? Hversu margir hlerunardagar eru þetta samanlagt? Halda áfram að lesa
Trúnaðarmál
Einkalíf í rusli
Ég var umhverfisvæn. Og græn. Hafði skolað fernur og krukkur, safnað umbúðum saman í eldhússkápunum og gert mér sérstaka ferð með ruslið á eldurvinnslustöð í tvö ár. Í einni ferðinni reyndist svo einn gámurinn vera fullur og ég sneri mér til starfsmanns og bað um leiðbeiningar. Hann sagði mér að ég gæti bara sett kassann þar sem mér hentaði því þessu væri öllu blandað saman og urðað. Halda áfram að lesa
158 netföng
Kynferðisbrotamál: Atvikum lýst í smáatriðum. Hvað stóð í sms-inu. Hver káfaði á hvaða líkamshluta og hvernig. Hvað var sagt og hver stóð, sat eða lá í hvaða stellingu við hliðina á hverjum. Halda áfram að lesa