Endurskilgreiningar

Tungumálið kemur upp um viðhorf okkar. Stundum afhjúpar það viðhorf sem við erum horfin frá en lituðu samfélag okkar um langa hríð. Þetta eru orð sem hafa verið tekin í sátt svo fremi sem þau eru ekki notuð um það sem þau upphaflega merktu. Það má t.d. nota orðið fáviti um fólk sem hegðar sér heimskulega – svo fremi sem viðkomandi er ekki þroskaheftur. Orðið fáviti má alls ekki nota um þroskahefta því það lýsir viðhorfi sem er ekki lengur viðurkennt en eimir þó eftir af. Halda áfram að lesa

Krossapróf fyrir bótaþega

Í tilefni af þessari frétt

Það er auðvitað óþolandi bæði fyrir skattgreiðendur og fyrir fólk sem þarf á aðstoð samfélagsins að halda að nokkrar manneskjur skuli vera á bankastjóralaunum hjá Tryggingastofnun og nota þær tekjur til að greiða skuldir eða fjármagna ofneyslu. Það er líka óþolandi fyrir fólk sem er raunverulega í neyð að þurfa að bíða 20 mínútum lengur í röðinni af því að fólk sem notaði örorkubæturnar til að borga af lánum, telur sig eiga rétt á ölmusu.

Ég legg til að áður en fólki eru úrskurðar bætur af nokkru tagi, verði það látið gangast undir próf til að kanna hvort það skilji til hvers á að nota bæturnar. Það væri hægt að gera þetta með einföldu krossaprófi. T.d. svona: Halda áfram að lesa