Þarf ríkissaksóknari að sæta ábyrgð?

Árlega fær lögreglan 175 hleranaheimildir. Það merkir ný hlerunarheimild næstum því annan hvern dag. Heimildir hafa gilt í allt að 110 daga. Hversu lengi ætli hleranaheimildir gildi að meðaltali? Hversu margir hlerunardagar eru þetta samanlagt? Halda áfram að lesa

Þarf löggan heimild til að nota tálbeitur?

Það þurfti engar „forvirkar rannsóknarheimilidir“ til að koma upp um glæpastarfsemi Vítisengla. Það þurfti engar tálbeitur til að koma upp um Karl Vigni og aðra stórtæka barnanauðgara. Það var heldur ekki neinn skortur á valdheimildum sem réði því að það tók þá viku að sækja sönnunargögn Kastljóssins gegn Karli Vigni. Sú afsökun að umfang efnisins hafi verið svo gífurlegt að þeir hafi þurft margar vikur til viðbótar til að handtaka hann, er svo vond að maður fær hreinlega kjánahroll. Halda áfram að lesa

Umsögn um njósnafrumvarpið

Ég hef verið beðin um að gefa umsögn um þingsályktunartillögu um að unnið skuli frumvarp til laga um forvirkar rannsóknarheimilidir.

Með forvirkum rannsóknarheimildum er átt við að lögreglunni verði heimilað að safna upplýsingum um grunsamlegt fólk og rannsaka glæpi sem ekki hafa verið framdir en eru hugsanlega í bígerð. Sennilega kemur það fáum sem kannast við mig á óvart að ég lýsi mig alfarið andvíga öllum hugmyndum um forvirkar rannsóknarheimildir eða aðrar heimildir til innrásar í einkalíf borgaranna. Halda áfram að lesa

Hefur þú eitthvað að fela?

Ég þekki konu sem hélt að hún væri að verða geðveik. Hún gat ekki sett óhreinar nærbuxur í taukörfuna, heldur þvoði þær í höndunum jafnóðum og það er bara frekar bilað. Á endanum tók hún sér tak og komst yfir þetta því hún vildi ekki láta gamalt áfall stjórna lífi sínu. Halda áfram að lesa