Að mega ekki afþakka launahækkun

Þann 29. október 2016 voru Alþingiskosningar haldnar á Íslandi. Á meðan landsmenn stóðu í kjörklefunum ákvað Kjararáð að hækka laun alþingismanna um næstum 45%. Þetta var þriðja launahækkunin sem þessi hópur fékk á 12 mánaða tímabili. Ráðherrar voru ekki skildir útundan og urðu heildarlaun þeirra um 2 milljónir á mánuði eftir hækkunina. Halda áfram að lesa

Að falla fyrir kapítalískri lygi

lamin-löggaÍ kjarabaráttu verður hver stétt sú mikilvægasta í veraldarsögunni og jafnframt sú vanmetnasta og sú göfugasta. Munið eftir auglýsingunni sem sýndi eymingja lömdu lögguna með búsó í bakgrunni? Jesús minn hvað löggi litli átti bágt. Mig langaði mest að hugga hann og gefa honum kjötsúpu.

Halda áfram að lesa

Launtakar og vinnuþegar

spaugÞað hefur afskaplega marga og góða kosti að vera sjálfstætt starfandi en gallinn er sá að tekjur geta verið mjög sveiflukenndar. Um mánaðamótin febrúar-mars var ég hreinlega orðin úrkula vonar um að fá nægilega mörg verkefni til að ná endum saman svo ég ákvað að bíta í það súra epli að dæmið gengi ekki upp og fór á stúfana til að sækja um vinnu á almennum markaði. Halda áfram að lesa