Aðförin að samningafrelsinu

hannes-g-sigurdsson-a-vef-688x451

Þær eru gersamlega óþolandi allar þessar árásir á samningafrelsið.

Einu sinni ríkti fullkomið samningafrelsi á Íslandi. Það voru góðir tímar, sérstaklega fyrir auðvaldið. En svo risu upp efnahagslegir hryðjuverkamenn; svokallaðir verkalýðsleiðtogar sem með aktívisma og annarri lögleysu kúguðu yfirboðara sína til að greiða nógu há laun til þess að gera þeim mögulegt að draga fram lífið. Halda áfram að lesa

Verkföll eru tímaskekkja

11255615_10152888245102963_979517806_o-688x451Verkföll voru áreiðanlega áhrifarík á tímum iðnbyltingarinnar. En ekki lengur. Allra síst þegar launagreiðandinn græðir á verkfallinu og afleiðingarnar bitna á fólki sem hefur enga möguleika á að hafa áhrif á kjörin. Aukinheldur getur ríkisvaldið bannað verkföll ef þau verða of óþægileg, sem sýnir nú bara hversu falskur þessi svokallaði samningsréttur er. Við þurfum að afnema verkfallsrétt – nei ég er ekki að grínast. Halda áfram að lesa

Tónleikar fyrir Heimssamband verkafólks

heimssamband

IWW stendur fyrir Industrial Workers of the World,eða Heimssamband verkafólks. Samtökin voru stofnuð í Bandaríkjunum 1905 og skiptu sköpum fyrir verkalýðsfélagavæðingu 20. aldar. Enn í dag er Heimssamband verkafólks starfandi í mörgum löndum, þar á meðal á Íslandi. Halda áfram að lesa

Að falla fyrir kapítalískri lygi

lamin-löggaÍ kjarabaráttu verður hver stétt sú mikilvægasta í veraldarsögunni og jafnframt sú vanmetnasta og sú göfugasta. Munið eftir auglýsingunni sem sýndi eymingja lömdu lögguna með búsó í bakgrunni? Jesús minn hvað löggi litli átti bágt. Mig langaði mest að hugga hann og gefa honum kjötsúpu.

Halda áfram að lesa

Þá er sá fimmti fallinn

Sjá hér

Það er auðvitað gífurlega mikilvægt að erlend stórfyrirtæki græði peninga. Svo mikilvægt að meirihlutinn leggur blessun sína yfir það þótt náttuúrperlum sé fórnað og lífríkinu stefnt í voða. Ég get að vissu leyti skilið það þótt ég sé því ósammála. Græðgin er ekki alltaf framsýn og Landsvirkjun hefur tekist að telja almenningi trú um að íslensk heimili græði líka á þessu rugli. En hversu mörg mannsllíf eru ásættanlegur fórnarkostnaður? Halda áfram að lesa

Spunkhildur vill að kirkjan komi að verkfallsmálum

Spunkhildur nokkur, bráðskemmtilegur bloggari, stakk upp á því núna um daginn að kirkjan legði sitt af mörkum til að auðvelda þjóðinni þetta langa og stranga kennaraverkfall. Rökin eru auðvitað þau að það sé og hafi verið yfirlýst stefna kirkjunnar að styðja þá sem eiga við vanda að etja og að kirkjan hljóti að tileinka sér orð Krists „leyfið börnunum að koma til mín“. Halda áfram að lesa

Launtakar og vinnuþegar

spaugÞað hefur afskaplega marga og góða kosti að vera sjálfstætt starfandi en gallinn er sá að tekjur geta verið mjög sveiflukenndar. Um mánaðamótin febrúar-mars var ég hreinlega orðin úrkula vonar um að fá nægilega mörg verkefni til að ná endum saman svo ég ákvað að bíta í það súra epli að dæmið gengi ekki upp og fór á stúfana til að sækja um vinnu á almennum markaði. Halda áfram að lesa