Þann 29. október 2016 voru Alþingiskosningar haldnar á Íslandi. Á meðan landsmenn stóðu í kjörklefunum ákvað Kjararáð að hækka laun alþingismanna um næstum 45%. Þetta var þriðja launahækkunin sem þessi hópur fékk á 12 mánaða tímabili. Ráðherrar voru ekki skildir útundan og urðu heildarlaun þeirra um 2 milljónir á mánuði eftir hækkunina. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Alþingi
Hvað er þingmálahali?
Alþingismenn sjái sjálfir um að setja nothæf lög
Að þagga niður í þingmönnum
Virðing Alþingis er ekki undir því komin hversu gæfulegar samþykktir þess eru, heldur skiptir meginmáli að þingmenn gæti þess að klæðast ekki lopapeysu eða gallabuxum og muni eftir ávarpsorðunum „háttvirtur þingmaður“ og „hæstvirtur ráðherra“ þegar þeir hreyta fúkyrðum í samstarfsfólk sitt. Halda áfram að lesa
Viskubrunnur Vigdísar
Þar sem er mynd af hlekk er hægt að smella á textann sjálfan, (ekki myndina af hlekknum) til að sjá meira.
Stærri útgáfu af skjalinu má sjá hér.
Borgaraleg óhlýðni Alþingis?
Samkvæmt fréttum gera reglur Evrópuráðsins ráð fyrir kynjakvótum. Hér segir að kynjahlutföll eigi að endurspegla kynjahlutföll á þingi og að minnst einn fulltrúi af því kyni sem á hallar skuli sitja í hverri nefnd. Halda áfram að lesa
Þetta eina sem þingheimur náði samstöðu um
Í dag eru margir reiðir.
Út af þessu með auðlindaákvæðið og kvótann og vatnalögin og allskonar og æjá svo var eitthvað um stjórnarskrá. Dálítið verið daðrað við einkavæðingu bankanna líka. Var ég búin að nefna meiri stóriðju? Ríkisstyrkta? Halda áfram að lesa
Við vildum eitthvað annað
Búsáhaldabyltingin var engin bylting. Hún var röð uppþota sem hröktu vanhæfa ríkisstjórn frá völdum. Enginn dó og það er á mörkunum að hægt sé að tala um óeirðir en fólk óhlýðnaðist lögreglunni og það var svo brjálæðislega róttækt að í huga þjóðar sem þekkir hvorki sverð né blóð (enda þótt hún styðji hvorttveggja með hundslegri tryggð sinni við Nató) var það nánast stríðsástand sem ríkti frá miðjum nóvember 2008 og út janúar 2009. Halda áfram að lesa
Rendi skilur ekki hvað starf hans felur í sér
Það er alveg rétt hjá Ríkisendurskoðanda að það er ekki boðlegt að bera saman kostnað Íslendinga og Dana við bókhaldskerfi fyrir stjórnsýsluna. Íslendingar hafa nefnilega ekki aðeins eytt óþarflega miklum peningum í búnaðinn heldur einnig borgað fyrir þjónustu sem aldrei var innt af hendi en það myndu Danir seint gera. Halda áfram að lesa
Aðild mín að meintu hryðjuverki gegn Alþingi
Ég hef sent frá mér eftirfarandi bréf
—
Ríkislögreglustjóri; Haraldur Johannessen
Ríkissaksóknari; Valtýr Sigurðsson/Lára V. Júlíusdóttir
Forseti Alþingis; Ásta R. Jóhannesdóttir